Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 29.07.2016, Síða 6

Fréttatíminn - 29.07.2016, Síða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Skötuselsmáli líklega áfrýjað til Hæstaréttar Dómsmál Fyrrverandi þing- menn VG og Samfylkingar takast á um skötusel fyrir dómi „Ég á frekar von á því að mál­ inu verði áfrýjað, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir,” seg­ ir Lúðvík Bergvinsson hér­ aðsdómslögmaður og sækj­ andi í skötuselsmálinu sem höfðað var gegn ríkinu vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Ríkið vann mál sem var höfðað vegna svokallaðra skötuselslaga árið 2010. Með skötuselslögunum var veitt heimild til að veiða skötusel um 80 prósent um fram ráðgjöf Haf­ rann sókna stofn un ar og að viðbót­ arkvóta yrði út hlutað gegn gjaldi. Lögmaður sækjenda er enginn annar en Lúðvík Bergvinsson fyrr­ verandi þingmaður Samfylkingar­ innar. Útgerðarfélagið Glófaxi í Vest­ mannaeyjum stefndi íslenska ríkinu og krafðist þess að viður­ kennt yrði að það bæri skaðabóta­ ábyrgð á tjóni sem útgerðarfélag­ ið hefði orðið fyrir vegna úthlutunar á af laheimildum. Dómurinn taldi ósann­ að að útgerðin hefði orðið fyrir tjóni og dæmdi ríkinu í vil. Þá var útgerðin dæmd til að greiða 900 þúsund krónur í málskostnað. Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að ákvörðun um sérstaka úthlutun á veiðiheimildum í skötusel hafi ver­ ið afar brýnt mál á þessum tíma. Það sé ánægjulegt að héraðsdómur hafi komist að svo afdráttarlausri niðurstöðu í þessu máli. „Þarna var um geðþóttaákvörðun sjávarútvegsráðherra að ræða,” seg­ ir Lúðvík Bergvinsson. „Það var verið að færa aflaheimildir i kjör­ dæmi ráðherrans vegna þess að grá­ sleppukarlar höfðu fengið skötusel í netið. Þetta hafði sáralítið með gjaldtöku að gera. Þá komu upp sjónarmið um að breyta þessu með almennum aðgerðum en ekki sér­ tækum.” segir hann. | þká Lúðvík Bergvinsson segist frekar eiga von á því að málinu verði áfrýjað. Jón Bjarnason er ánægður með niður- stöðuna Verslun Verslunarmanna- helgin er mikill álagspunktur fyrir verslunarfólk. Fjarðar- kaup er eitt fárra fyrirtækja sem loka verslun sinni alla helgina. Formaður VR segir mikið álag á verslunarfólki, ekki síst vegna ferðamanna- straumsins. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Við reynum bara að ganga fram með góðu fordæmi,“ segir Gísli Þór Sigurbergsson, verðlagsstjóri Fjarðarkaups í Hafnarfirði, en versl­ unin lokar búðinni alla helgina í til­ efni af frídegi verslunarmanna sem er jafnframt orðin ein af þyngstu helgunum þegar kemur að þjónustu. Andrés Magnússon, fram­ kvæmdastjóri Verslunar­ og þjón­ ustu segir það óhjákvæmilegt að þjónustuaðilar séu með opið um þessa mestu og stærstu ferðamanna­ helgi ársins. Annað væri óeðlilegt. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa komið til umræðu að færa frídag verslunarmanna, en sú umræða hafi ekki leitt til niður­ stöðu. Gísli Þór birti mynd á Facebook á dögunum, en sú mynd hefur birst á vef þeirra síðustu ár. Þar má sjá Gísla standa fyrir framan skilti við verslun Fjarðarkaups þar sem tilkynnt er að lokað verður alla helgina. Nokkuð sem er sjaldgæf sjón á síðustu árum þar sem mikil áhersla hefur verið á aukin opnunartíma verslana í sam­ félaginu. „Við höfum alltaf lokað um versl­ unarmannahelgina, og raunar alla rauða daga ársins,“ útskýrir Gísli sem segir þetta grundvallarreglu hjá fyrirtækinu. Gísli segir það líka grundvallaratriði til þess að halda í gott starfsfólk. „En með fullri virðingu fyrir ungu fólki, sem er oft mjög góðir starfskraftar, þá hef ég verið með reynslumikið og gott starfsfólk mjög lengi sem er mik­ ilvægt,“ útskýrir Gísli. Verslunin, sem er rótgróin í Hafnarfirði, hefur skilað góðum tekjum síðustu ár, en verslunin skilaði hagnaði upp á 150 milljónir árið 2011. Gísli segir að vaktavinna með til­ heyrandi álagi á starfsfólk verslana sé ekki heillandi til lengdar. „Mað­ ur veltir því fyrir sér hvort það sé kannski einhver millivegur sem við mættum skoða.“ Andrés Magnússon, fram­ kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að flestar búðir loki á mánudeginum, sem er frídag­ ur verslunarmanna. „Það er kannski helst bensínstöðvar og slíkir þjón­ ustuaðilar sem eru með opið þann daginn,“ bætir hann við. Andrés seg­ ir að það verði að horfast í augu við að þetta sé mesta ferðamannahelgi ársins, „og slíkt kallar á mikla þjón­ ustu,“ segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að það hafi komið til um­ ræðu annað slagið að færa frídag verslunarmana, en það mál hafi þó aldrei verið til lykta leitt. „Nú er almennt meira álag á versl­ unarmönnum út af ferðamönnum,“ segir Ólafía og bætir við að ungt fólk grípi oft tækifærið til þess að vinna á þessum dögum, enda vel borgað­ ar vaktir. Ferðamenn í opinberri heimsókn hjá forseta Nokkrir ferðamenn sem komu við á Bessastöðum fyrir skömmu fengu betri móttökur en venja er til þegar um bú­ staði þjóðhöfðingja er að ræða. Þar var veislu á vegum for­ setans nýlokið og umsjónarmaður hússins hafði verið beðinn um að fara með nokkra gesti í skoðunarferð um húsið. Hann gerði það en dyrnar stóðu hálf­ opnar á meðan. Þegar líða fór á heimsókn­ ina varð hann var við að talsvert fjölgaði í hópnum og svo fór að þótt tíu manns hefði verið boðið að skoða húsið, skilaði umsjónarmað­ urinn af sér fjörutíu áheyr­ endum þegar yfir lauk. Leiðsögumaður ferða­ hóps sem hafði komið með rútu til að skoða kirkjuna, varð nokk­ uð kindarlegur þegar hann fékk orð í eyra eftir uppákomuna en ferðamennirnir voru alsælir. | þká „Við höfum alltaf lokað um verslunarmanna- helgina, og raunar alla rauða daga ársins.“ Verslunarmenn upplifa mikið álag um helgina Umsjónarmaðurinn lagði af stað með 10 ferðamenn en skilaði af sér 44. Mynd | Rut Gísli Þór Sigurbergsson við skiltið góða. Hann hvetur fólk til þess að versla tímanlega. www.husgagnahollin.is 558 1100 Þú finnur útsölubæklinginn á www.husgagnahollin.is Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnahollin.is ÚTSALA Sumar afsláttur 60%Allt að CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Ljós- og dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 89.990 kr. 119.990 kr. AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 30% ÖLL SMÁVARA FRÁ IVV SALLY Hægindastóll PU-leður Litir: Brandy, brúnn og svartur. 29.990 kr. 39.980 kr. AFSLÁTTUR 25% KIRUNA U-sófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 301 × 200 × 78 cm 179.990 kr. 239.990 kr. AFSLÁTTUR 25% NEPTUN Borðstofustóll. Eik og krómlappir. 10.990 kr. 14.990 kr. AFSLÁTTUR 26% ÚTSALA Sumar

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.