Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 24
Ímyndaðu þér að þú sért að fara yfir götu, götu sem telur átta akreinar, götu sem meira en milljón bílar keyra um daglega. Líklega horfir þú bara á alla þessa bíla og áttar þig á að þú ert ekkert að fara að fara yfir þessa götu. Þessi gata er til og heit- ir Boulevard Périphérique, 35 kílómetra sporöskjulaga steinsteypuskrímsli sem um- vefur París. Hvergi í Evrópu er umferðin jafn þung og þarna í útjaðri borgarinnar. Nafnið sjálft þýðir útjaðar, Útjaðarsbreiðgatan, og hún liggur þar sem fyrr á öldum voru virkisveggir og síki til varnar innrásarmönnum. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Gatan markar vissulega útjaðar hinn- ar glæstu Parísar, borgar ástar og rauðvíns og virðulegra dómkirkja en gatan er samt í raun í miðju Parísar – handan hennar liggja úthverfin, hin alræmdu banlieues. Arkitektinn Ric- hard Rogers, sem unnið hefur að nýju borgarskipulagi fyrir París, segist enga aðra borg þekkja þar sem „hjart- að er jafn aðskilið frá útlimunum“ – og þótt það séu ekki margir metrar frá borgarmörkunum til úthverfanna þá er vegalengdin samt oft óralöng því lélegar samgöngur eru á milli – enda virðist hreinlega ekki reiknað sérstaklega með því að þarna sé sam- gangur á milli. Nema auðvitað þegar kemur að ríkari úthverfum Parísar – þá tengja oftast þægileg undirgöng þau við borgina og sums staðar er Útjaðarsbreiðgatan sjálf neðanjarð- ar. En í fátækari úthverfum Parísar er því ekki að heilsa, þar hrynur hús- næðisverð um helming í einu vetfangi og þessi fátækrahverfi eru að stórum hluta byggð múslimum. Bardaginn við Tours Charles Martel var kallaður Ham- arinn og var afi Karlamagnúsar en hann er frægastur fyrir að hrekja Mára í burtu frá Frakklandi í bar- daganum við Tours árið 732. Þessi bardagi er enn kenndur í frönskum skólum og er sagður marka vatnaskil í sögu hinnar kristnu Evrópu, þar sem kristnir herir sigruðust á herj- um Múhammeðs. Nú hrekja menn kannski múslima ekki í burtu í bar- dögum – en þeir hrekja þá í útjaðra borga og í frönsk fangelsi. Um 60 til 70 prósent franskra fanga eru taldir vera múslimar – þótt hlutfall þeirra af þjóðinni sé ekki nema á bilinu 5 til 10 prósent (þessar tölur eru á reiki – enda leyfa frönsk lög ekki að spyrja fólk að trúarskoðunum í mannfjölda- skráningum). Til samanburðar má skoða fjölda blökkumanna í banda- rískum fangelsum – en þar eru þeir þó aðeins um 40 prósent af karl- kyns föngum (hlutfallið er helm- ingi lægra meðal kvenkyns fanga), en blökkumenn telja um þrettán prósent af mannfjölda Bandaríkj- anna. Það er fleira líkt með þessum hópum; báðir eru afkomendur nýlendustefnu fyrri alda, Banda- rískir blökkumenn eru f lest- ir afkomendur þræla og flestir franskir múslimar rekja ættir sínar til franskra nýlendna, um 70 prósent franskra múslima koma frá Alsír, Marokkó og Túnis, sem voru franskar ný- lendur langt fram á tuttugustu öld. Þessi lönd urðu franskar nýlendur á nítjándu öld – í seinni heimstyrjöldinni var byrjað að flytja fjölda karl- manna þaðan til þess að þjóna í franska hernum og starfa í frönskum verksmiðjum og kolanámum. Fram yfir síð- ari heimstyrjöldina voru þetta fyrst og fremst karlmenn, en það fór að breytast eftir stríð og fjöl- skyldurnar fóru að fylgja þessum verkamönnum – sem höfðu áður oft litið á dvölina í Frakklandi sem tímabundna en voru nú f lestir farnir að líta á Frakkland sem sitt eiginlega heimaland. En þegar alsírska frelsisstríð- ið skall á kom samt skýrt í ljós að Frakkar litu ekki endilega svo á. Parísarbúar af alsírskum ættum boðuðu til friðsælla mót- mæla vegna útgöngubanns árið 1961 – og öryggissveitir frönsku lögreglunnar drápu um fimmtíu manns og særðu meira en þús- und. Líkunum var hent í Signu. Þótt stríðinu hafi lokið ári síð- ar þá hélt undirskipun Alsírætt- aðra Frakka áfram og sömu sögu má segja um þá sem ættaðir voru frá nágrannalöndunum Morokkó og Túnis. Þeir voru neðst í röðinni þegar húsnæði var úthlutað, á eftir bæði Frökkum, innflytjendum frá Evrópu og franskættuðum Alsír- búum (sem kölluðust Pied-Noirs) sem fluttu aftur til föðurlandsins eftir stríð. Þeir þurftu því flestir að eyða einhverjum tíma í slömmum og gettóum. Samtvinnuð örlög Frakklands og Alsírs þýddu líka að um hundrað þúsund alsírskættaðir hermenn börðust með Frökkum í stríðinu, oft gegn eigin vilja. Þeir eru kall- 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Jaðarsettir múslimar í Frakklandi Fórnarlömb Þeir Zyed og Bouna dóu úr raflosti á flótta undan lögreglu sem varð svo kveikja mikilla óeirða í úthverfum Parísar. Útjaðarsbreiðgatan Boulevard Périphérique er 35 kílómetra sporöskjulaga stein- steypuskrímsli sem umvefur París og aðskilur miðborgina frá úthverfunum. Ég er ekki Charlie, átta ára piltur neitaði að segja „ Je suis Charlie“ og var færður á lögreglustöð í kjölfarið til skýrslutöku. Frá minningarthöfn við spennustöðina þar sem Zyed og Bouna dóu úr raflosti. WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið. 568.320.- á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á. 0 4 - 1 9 O k t ó b e r 2 0 1 6 Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA MEXICO, BELIZE & GUATEMALA

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.