Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 45
Leitin að hinum eina rétta Netflix The Sweetest Thing. Hressandi gamanmynd með Cameron Diaz í broddi fylkingar. Vinkonurnar Christina og Courtney eru stað- ráðnar í því að hjálpa vinkonu sinni að komast yfir ástarsorg og draga hana þess vegna út á djammið. Á meðan þær leita að manni handa vinkonunni rekst Christina á Peter Donahue - sem henni finnst í fyrstu lítið heillandi en endar svo á því að elta hann á ólíklegustu staði. Með önnur aðalhlutverk fara Selma Blair og Christina Appelgate. Á veturna eru helgarnar heilagar á mínu heimili. Af hverju? Jú, því þá er enski boltinn á dagskrá og þá kemur ekkert í veg fyrir að ég breytist í ofsoðna sófakartöflu. Næsta vetur verður boltinn líka á föstudagskvöldum sem mun vonandi virka sem ágætis forvörn fyrir mig. Ég mun þá kannski njóta boltans undir teppi heima í stað þess að gera einhverja kjánalega vitleysu í miðbæ Reykjavíkur. En ég er ekki bara sófakartafla á veturna eða um helgar. Nei, langt því frá. Sjónvarpið á sér stóran sess í hjarta mínu allan ársins hring, alla daga vikunnar. Án sjón- varpsins væri ég ekki búinn að bölva vini mínum, Walter White, þegar hann loksins gekk allt of langt í Breaking Bad. Ég væri held- ur ekki búinn að naga neglurnar í bókstaflega heilt ár yfir örlögum Jon Snow í Game of Thrones né búinn að láta mig dreyma um að gerast siðblindur pólítíkus eins og Frank Underwood í House of Cards. Bara grín, það er nóg um þá nú þegar án þess að ég bætist í hóp þeirra. Ég læt sjónvarpið bara duga í bili. Sófakartaflan Þór Símon Hafþórsson Sjónvarpið á stóran sess í hjartanu Grínþættir sem alltaf standa fyrir sínu Sjónvarp Símans How I Met Your Mother föstudagur klukkan 19.20. Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið og stundum er línuleg dagskrá bara alger snilld. Alla vega kemur það sér oft vel að geta dottið í gamlan og góðan grínþátt eins og How I Met Your Mother. Dekraðir unglingar í New York Netflix Gossip Girl. Allar seríurnar af unglinga- dramanu Gossip Girl eru aðgengi- legar á Netflix og ættu að henta þeim vel sem ekkert ætla að gera um verslunarmannahelgina nema liggja í sófanum. Þættirnir, sem voru geysivinsælir á sínum tíma, fjalla um fordekraða unglinga í New York og alla þá dramatík sem þeim fylgir. Þór Símon ætlar að vera í sófanum öll föstudagskvöld í vetur Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar- erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir... www.versdagsins.is KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP! Sjáðu allar útsöluvörurnar á byggtogbuid.is Sjáðu allar útsöluvörurnar á byggtogbuid.is Líkaðu vi ð okkur á Facebo ok: www.fa cebook.c om/ byggtogb uid 20-70% afsláttur! YFIR 2000 VÖRUR KAFFIVÉLAR, ELDHÚSÁHÖLD, POTTAR OG PÖNNUR, VÖFFLUJÁRN, BLANDARAR, DISKAR OG GLÖS, HEILSUGRILL, BORÐBÚNAÐUR, SAFAPRESSUR, BÖKUNARVÖRUR, RYKSUGUR, SUMAR- OG GRILLVÖRUR, BRAUÐRISTAR, HRAÐSUÐUKÖNNUR, ELDFÖST MÓT, HITAKÖNNUR OG BRÚSAR, BAÐVOGIR OG MARGT FLEIRA! KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS RISA SUMARÚTSÖLUNNI LÝKUR Á ÞRIÐJUDAG YFIR 2000 VÖRUR …sjónvarp9 | amk… FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.