Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 47
…ferðir kynningar11 | amk… FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2016 Heimsækjum Pokémon- -ríka staði, þar sem notendum gefst tækifæri á að safna vinsælustu og eftir- sóttustu Pokémon- -köllunum. Einar Bárðason Rekstrarstjóri Reykjavík Excursion Heimsins fyrsta Pokémon Go ferð farin á Íslandi Nú gefst Pokémon-leikmönnum tækifæri á að fanga eftirsóttustu og vinsælustu Pokémonana í dagsferðum, skipulögðum af reyndustu Pokémon-þjálfurum Íslands. Unnið í samstarfi við Kynnisferðir Það voru aðeins tveir dagar síðan ég heyrði fyrst af Pokémon Go leiknum þegar markaðsstjórinn okkar, Sif Helgadóttir, bar upp þá hugmynd að bjóða upp á sér- stakar Pokémon-ferðir um höf- uðborgarsvæðið. Síðustu daga höfum við lagt allt í að gera þessa hugmynd að veruleika í samstarfi við reyndustu Pokémon-þjálfara landsins,“ segir Einar Bárðason rekstr ar stjóri Reykja vík Excursi- on. Ferðaþjónustufyrirtækið verður það fyrsta í heiminum til þess að bjóða upp á skipulagðar Pokémon Go ferðir. Ferðirnar verða keyrðar þrisvar sinnum í viku, föstudag, laugardag og sunnudag klukk- an 13.00 frá BSÍ. Jómfrúrarferðin verður farin í dag, föstudag. Heimsbyggðin hefur vart talað um annað en Pokémon Go sem tröllreið samfélagsmiðlum frá deginum sem leikurinn kom út. Leikurinn fer fram í snjallsímanum og snýst um það að safna ævin- týralegum Pokémon-dýrum með hjálp kortaleiðsagnar Google. Dýrin sem notendur safna þarf síðan að þjálfa upp en markmið- ið er að safna 151 dýri. Pokémon ferðirnar, skipulagðar af Pokémon þjálfurum munu stuðla að því. „Við heimsækjum Pokémon-ríka staði, þar sem notendnum gefst tækifæri á að safna vinsælustu og eftirsóttustu Pokémon-köllunum,“ útskýrir Einar, en ferðirnar eru rúmar fjórar klukkustundir. „Þetta gefur notendum leiksins tækifæri til að verða afreksspilarar.“ Ferðirnar eru stílaðar á Íslendinga til jafn við erlenda ferðamenn. „Við ferjum þúsundir ferðamanna á hverjum degi. Þetta er okkar leið til þess að komast nær heimamarkaði og Íslending- um,“ segir Einar. Rúturnar verða við öllu búnar en allur bílafloti fyrirtækisins er wifi-væddur. „Við bjóðum upp á nettengingu og USB hleðslu fyrir símana. Leikurinn tekur mik- ið batterí en enginn skal örvænta hjá okkur. Það má hlaða símann á milli staða og spara niðurhalið með okkar nettengingu.“ Allar nánari upplýsingar um ferðina og skráningu má finna á www.re.is.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.