Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Nina Faryna og Yaroslav Krayduba koma frá Ternopil í Úkraínu, en ekki Tsjernobyl, en muna auðvitað vel eft- ir kjarnorkuslysinu sem skelfdi allan heiminn árið 1986. Þau settust að á Íslandi fyrir tólf árum og þrátt fyr- ir stríð og atvinnuóöryggi í heima- landinu hafa þau gengið í gegnum sína stærstu þolraun hér á landi. Anastasía, níu ára dóttir þeirra, er um þessar mundir að ljúka tveggja ára meðferð við hvítblæði. Bakgarð- urinn á Flúðum á þessum sólardegi ber svip af öðrum heimi og slavnesk- ari, á dúklagt borðið í garðinum rað- ar Nina bollastelli og heimabakaðri eplaköku. Jólasveinalandið Ísland En förum aftur um þrettán ár þegar Yaroslav, tæplega þrítugur, var stadd- ur á ferðaskrifstofu í Ternopil. „Það var erfitt í Úkraníu og allir að leita að vinnu og ég spurði starfsmann- inn á ferðaskrifstofunni hvert ég ætti að fara í vinnuleit. Þá ráðlagði hann mér að fara til Írlands eða Íslands, þar væri hægt að finna nóga vinnu. Ég ákvað að athuga fyrst Ísland og hann lét mig fá nafn og heimilisfang á úkraínskri konu sem bjó um tíma hérna á Flúðum. Konan hjálpaði mér og ég fékk vinnu á bóndabæ fyrir utan Flúðir og sótti um atvinnueyfi og flutti hingað með Ninu og Vitaliy, son okkar,“ segir Yaroslav. Nina vissi nánast ekkert um Ís- land. „Í huga okkar í Úkraínu er Ís- land einskonar jólasveinaland með hreindýrum en engum íbúum.“ Nina segir að þetta með fólksfæðina sé vissulega rétt og hún hafi verið ein- mana í byrjun, en núna hlær hún að þessu af því að henni finnst ágangur- inn á Flúðir um helgar fara fram úr öllu hófi. Vitaliy unglingurinn á heimilinu, vinnur í einu búðinni á Flúðum. Hann gaf sér andartak til þess að hlaupa heim í myndatöku en er svo rokinn aftur að sinna túrist- um helgarinnar. Ástfangin í Síberíu „Við kynntumst í Síberíu, 5000 km frá Úkraínu fyrir tuttugu árum,“ segja þau og brosa. Nina eldaði í mötuneyti fyrir starfsmenn hjá byggingarfyrirtæki í olíubænum Khanty-Mansiysk á árunum 1992-97. „Ég var í eldhúsinu og Yaroslav var Hjartað í Úkraínu en á Flúðum á ég heima Kokkurinn Nina Faryna og eiginmaður hennar, Yaroslav Krayduba, smiður frá Ternopil í Úkraínu, hafa búið á Flúðum í tólf ár og starfað við gróðurhúsin þar. Þau voru á barnsaldri þegar kjarnorkuslysið í Tsjernobyl átti sér stað og eftir skólagöngu sína í Ternopil störfuðu þau bæði um tíma í Síberíu. Í Donbass héraðinu í Úkraínu geisar nú stríð og heima hjá þeim í vestur-Úkraínu er atvinnuóöryggi, en stærstu baráttuna háðu þau heima á Flúðum þegar þau horfðu á barnið sitt veikjast af krabbameini. Vitaliy, Nina, Anastasía og Jaroslaw. Um helgar kennir Nina þeim Vitaliy og Anastasíu úkraínsku til þess að þau geti talað við afa og ömmu. Myndir | Alda Lóa ungur smiður í sumarafleysingum og við urðum skotin í hvort öðru.“ Þegar Nina og Yaroslav unnu í borginni Khanty-Mansiysk var að- staðan slæm, gömul timburhús með útiklósettum og rottugangi sem gat verið hráslagalegt í mínus 50 gráðum á veturna. „Við unnum hjá úkraínskum verk- taka ásamt úkraínsku verkafólki sem sá um viðhald á þessum húsum. Þegar við skoðuðum borgina á netinu fyrir stuttu er þetta allt önnur borg í dag, mjög nýtískuleg,“ segir Yaros- law. Þar sem einu sinni voru nokkr- ir timburkofar í Khanty-Mansiysk eru núna hallir, háhýsi og listasöfn og menningarviðburðir haldnir fyr- ir olíupeningana. Þar á meðal kvik- myndahátíðin í Khanty-Mansiysk þar sem íslenskar kvikmyndir hafa unnið til verðlauna. Fyrir og eftir Sovét Þau Nina og Yaroslav giftu sig í rétt- trúnaðarkirkjunni og bjuggu tvö ár í Ternopil. En eftir að Úkraína varð sjálfstæð árið 1991 og ríkiseignir seld- ar og verksmiðjunum lokað, sat fólk upp atvinnulaust. Jaroslaw segir að ekkert atvinnuleysi hafi verið á sovét- -tímum Úkraínu og „fólk fékk útborg- að en það var ekkert í búðunum sem hægt var að kaupa.“ Við sjálfstæðið undan Sovétríkj- unum fylltust búðirnar hinsvegar af vörum sem enginn átti síðan pen- inga til þess að kaupa. „Foreldrar mínir voru með vinnu, hjúkrunar- kona og bílstjóri, en fengu kannski ekki laun í tvo eða þrjá mánuði,“ segir Nina. „Þau voru kannski ekki að deyja en þetta var erfitt og hef- ur ekki lagast mikið.“ Yaroslaw vill meina að ástandið hafi batnað: „Fólk er með vinnu í dag en launin eru ennþá lág.“ Lærði íslenku í fjósinu „Vitaliy okkar var þriggja ára þegar við komum til Íslands 2003 og planið var alltaf að fara heim þegar hann byrjaði í skóla. Við vorum að safna fyrir húsi í Ternopil. Ég fékk vinnu í fjósinu á bóndabænum þar sem Yaroslaw var að smíða. Mig langaði svo að kynnast einni stúlkunni sem var að vinna með mér þannig að ég varð áköf að læra íslensku og fékk mér vasabók og skrifaði allt niður, fjós, bóndi, kýr og svo framvegis. Seinna eignaðist ég rússnesk-íslenska orðabók,“ segir Nina, sem lærði rúss- nesku í skóla. Eftir vinnuna í fjósinu fór ég að tína tómata og jarðarber í gróð- urhúsi á Flúðum og vann við það eins og Yaroslaw í mörg ár. Í Hrunamannahreppi búa margir útlendingar og í gróðurhúsunum hérna vinna eingöngu útlendingar og flestir frá Póllandi eða Rúmeníu. Af þeim um það bil 200 Úkraínu- búum á Íslandi erum við 6 á Flúðum, ef ég tel börnin mín með. Systir mín, Halyna, og maður hennar, Valdimar, fluttu hingað árið 2004 og vinna líka í gróðurhúsunum. Ég er svo lánsöm að hafa hana hérna hjá mér en án systur minnar gæti ég ekki lifað,“ segir Nina og andvarpar. Tsjernobyl haldið leyndu fyrir okkur Ternopil, heimaborgin þeirra, er í 600 kílómetra fjarlægð frá Tsjerno- byl sem er nálægt Kiev í norður-Úkra- ínu. „Ég man vel eftir Tsjernobylslys- inu“, segir Nina. „Ég var 9 ára, þetta var um vor, gott veður í apríl og við krakkarnir vorum mikið úti að Jaroslaw fór á ferðaskrifstofu í Ternopil og spurði, hvert er best að fara til þess á fá vinnu? Starfsmaðurinn svaraði Írland eða Ísland, þar er nóg vinna. Rannsóknirnar skulu byggja á samstarfi vísinda - manna norrænu landanna og hafa að markmiði að: • Auka þekkingu og skilning á krabbameinum • Aukin skilvirkni forvarna • Efla árangur í krabbameins meðferðum og endurhæfingu • Auka virkni í beitingu krabbameins- meðferða í norrænu löndunum Umsóknum skal skilað fyrir kl. 13 þann 1. sept. 2016. Nánari upplýsingar um umsóknir eru á www.ncu.nu Norrænu krabbameins- samtökin (NCU) auglýsa eftir umsóknum um styrki til krabbameinsrannsókna Krabbameinsfélag Íslands hefur verið meðlimur í Samtökum norrænna krabbameinsfélaga, Nordic Cancer Union (NCU) í yfir 60 ár. Samtökin leggja áherslu á að styðja vísinda rannsóknir á krabbameinum og nema árlegir styrkir um 750.000 Evra eða 105 milljónum íslenskra króna. www.krabb.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.