Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 34
„Ég er kominn á næstsíðasta kaflann í bókinni Kötturinn Seinheppni, sem fjallar um kött sem er að reyna að veiða. Hún er frekar löng, frá einum kafla upp í sextán.“ Stefán Bjarni er sjö ára og lærði að lesa fyrir ári síðan, en sextán kafla bók er þó ekki sú lengsta sem hann hefur tekist á við: „Bjarni og Svenni er lengsta bók sem ég hef lesið.“ Stefán er fastagestur á Bókasafninu í Garðabæ, þaðan sem hann fær sitt lestrarefni. Hingað til eru ævintýrið um Búkollu og fyrrnefnd Köttur- inn Seinheppni hans uppáhaldsbækur. Í sumarfríinu er Stefán Bjarni duglegur að lesa sjálfur en segir lesið fyrir hann á kvöldin fyrir svefninn. Stefán Bjarni gerir þó ýmislegt fleira en að lesa í fríinu, en um helgina ætlar hann út í Flatey að gista í tjaldi. 34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Heimildir Fréttatímans herma að dótadreif- arinn dularfulli hafi sést á ferli í bænum upp á síðkastið. Spæjari Fréttatímans sá á dögunum dótadreifarann stilla upp smáum leikföngum á dyraskyggni og götuskilti við Óðinsgötu og Bergstaðastræti. Þess má geta að dótadreifarinn var ekki einn á ferð held- ur var annar mað- ur með honum í för. Dótadreifarinn er því greinilega kominn með aðstoðarmann. Dótadreifarinn kominn með aðstoðarmann Lestrarhesturinn Stefán Bjarni – 7 ára Hvað ertu að lesa í fríinu? Hinsegin dagar hefjast í Reykja- vík 2. ágúst og ná hápunkti með gleðigöngunni 6. ágúst. Á dagskrá Hinsegin daga er meðal annars að finna tónleikana Á hinsegin nótum sem verða í Hörpu á miðvikudags- kvöld. Þar verða tónverk samkyn- hneigðra tónskálda í fyrirrúmi. Árni Heimir Ingólfsson tón- listarfræðingur setur dagskrána saman og er einn listamannanna sem þar koma fram. „Við buðum upp á svona tónleika á hátíðinni fyrir fimm árum,“ segir Árni. „Það var alveg brjálæðislega skemmti- legt og þeir voru líklega einhverjir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef tekið þátt í. Stemningin var frá- bær í troðfullum Norðurljósasal. Ég hef eiginlega verið beðinn um þetta árlega síðan og nú var kominn tími til að endurtaka leikinn. Þetta verð- ur gaman.“ Árni segir ekki mjög snúið að setja saman efnisskrá með tónlist samkynhneigðra tónskálda, en auð- vitað komi sömu nöfnin upp aft- ur. Umfjöllun um einkalíf tón- skálda fortíðar hafi opnast á allra síðustu árum. „Jafnvel þegar skrifað var um mann eins og breska tónskáldið Benjamin Britten, sem var allt sitt fullorðinslíf í ástarsam- bandi með sama manninum, var aldrei sagt á prenti að þeir væru elskend- ur, ekki fyrr en hann var dáinn. Þetta var algjört tabú.“ Tónlistin á efnisskránni er fjöl- breytt. Elsta tónlistin er eftir franska tónskáldið Lully sem samdi sitt hábarokk í þjónustu Loðvíks fjórtánda, en svo er ferðast alveg inn í söngleikjatónlist bandaríska tónskáldsins Stephens Sondheim. „Maður er vitanlega aðeins að skyggnast inn í einka- líf fólks sem lifði á öldum áður, gæjast bak við prí- vattjaldið.“ Flytjendur á tónleikun- um eru Ari Þór Vilhjálms- son fiðluleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Júlía Mogensen selló, auk Árna Heimis sem leikur á píanó og fjallar um tón- listina milli at- riða. Árni Heimir Ingólfsson segir að Hinsegin klassíkin fyrir 5 árum hafi verið dúndur. Á hinsegin nótum Tónleikar í aðdraganda gleðigöngunnar Bandaríska tónskáldið Leonard Bern- stein að störfum. Verk eftir hann og fleiri merk tónskáld verða á efnisskránni á tónleikunum Á hinsegin nótum. Amma og afi Þeir eru fjölmargir í dag sem láta tattúera sig í bak og fyrir og útkoman getur verið sérlega töff auk þess sem tattúum fylgja oft skemmtilegar sögur. Það er sjaldnar sem eldri kynslóðir; amma og afi, eru með tattú en hvers konar tattú eru þau með og hver er sagan á bakvið myndina? Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Þungarokk og friðardúfan „Þegar ég fékk mér seinna tattúið mitt spurði sá sem tattúeraði mig hvort ég vildi hlusta á tónlist og þá bað ég um þungarokk sem var dá- lítið fyndið því það var tattú af friðardúfunni,“ segir Sólveig Hauksdóttir sem fékk sér tvö tattú eftir fimmtugt og íhugar að fá sér það þriðja. „Fyrsta tattúið er tákn alheimsorkunnar. Ég hef stundað jóga með reglulegu millibili í mörg ár og tattúið tengist þeim fræðum. Árið 1998 gekk ýmislegt á í lífinu og maður varð orkulaus og dapur og þá fannst mér eins og ég þyrfti að tattúera mig. Mér fannst styrkur í því að hafa orkuna teiknaða á mig.“ „Friðardúfan kemur miklu seinna en ég hafði lengi átt þ essa mynd á korti: friðardúfu Picasso. Hún tengist mínum friðarhugmy ndum en ég er mikill friðarsinni.“ Barnabarn mitt teiknaði einu sinni fugl fyrir mig, sem tá knar auðvit- að frelsi og frið. Mér finnst ekkert ólíklegt að ég fái það ta ttúerað á mig á næstunni. Sér ekki eftir neinu „Þegar ég var tvítugur var ég á sjó á Arnarfelli og þá var al gengt meðal sjómanna að fá sér húðflúr,“ segir fyrrum sjómaður inn Kristinn. „Ég ákvað að fá mér tattú af skútu með áletr- uninni Ísland en ég var edrú þegar ég fór á tattústofuna sem var óvenjulegt. Tattúið fékk ég í Kaupmannahöfn en það var ekki hægt að fá sér húðflúr á Íslandi á þeim tíma. Myndin hefur máðst með aldrinum en ég sé ekkert eftir þessu. Minnir bara á góða tíma, siglingar um Evrópu og Am- eríku.“ Friðrik Danakonungur var tattúfrík „Ég var 14 ára messastrákur á Gullfossi þegar ég fór og fékk mér tattú hjá konunglega tattúeranum í Kaupmannahöfn sem var kallaður Tatto Ole,“ segir skipstjórinn Jón Steinar. „Tatto Ole var með stofu í Nýhöfn 19 og sá um Friðrik Danakonung sjálfan en sá var algjört tattúfrík! Var allur tattú-eraður nema í framan og á höndum.“ „Tattúin fékk ég mér öll sama kvöldið þangað til aurinn var búinn. Kostaði 25 danskar krónur stykkið og ég með 100 krónur á mér. Útkom-an varð þessi fjögur tattú. Við vorum þarna nokkrir strákar sem duttum í það í fyrsta skipti og fórum svo saman. Sjálfur æfði ég sund með Ægi og þótti efnilegur sundmaður. Maður var skrautlegur að keppa á sundmótum en ég var sá eini sem var með tattú af keppendunum. Mamma varð alveg spinnegal þegar strákurinn kom aftur heim.“ eru líka með Sólveig íhugar að fá sér þriðja tattúið. Myndir | Rut Frið- ur og alheimsorka á einum handlegg. Hvaða nafn ætli hafi staðið undir hjart- anu? Svala og sverð. Ís- lands- skútan. Jón fékk sér öll sínu tattú á sama tíma. 14 ára. Kristinn sigldi um Evrópu og Ameríku.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.