Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016
VER
SLUNA
RMANNAHELGIN
Neistarnir fljúga fyrir
austan
Fjölskylduvæna útihátíðin Neista-
flug fer nú fram í 23. skipti, en
óteljandi viðburðir verða í boði
á meðan á Neistaflugi stendur.
Meðal annars má nefna tjaldmark-
að, varðeld, flugeldasýningu og
brunaslöngubolta auk frírra tón-
leika á útisviði alla helgina. Dag-
skráin er því fyrir alla aldurshópa,
en fyrir börnin verða til dæmis
Gunni og Felix, Latibær og Leik-
hópurinn Lotta á svæðinu.
Hvar? Um allan Neskaupsstað
Hvað kostar? Armband sem gildir
á alla viðburði Neistaflugs kostar
10.500 krónur
Að halda sig inni
Síðustu ár hafa þeir sem halda sig
í bænum yfir Verslunarmanna-
helgina ekki farið varhluta af
gamninu, því hátíðin Innipúkinn
í Reykjavík vex með hverju árinu,
og koma 23 hljómsveitir fram á
Húrra um helgina. Agent Fresco,
Friðrik Dór, Emmsjé Gauti, Mis-
þyrming, Hildur og Hjaltalín eru
meðal flytjenda, svo dagskráin er
fjölbreytt og við allra hæfi. Yfir
helgina verður svo fatamarkaður í
Naustinni á daginn þar sem helstu
skvísur landsins selja fatnað áður
en tónleikar taka við á kvöldin.
Hvar? Á tónleikastöðunum Húrra
og Gauknum í Reykjavík
Hvað kostar? 7.990 krónur fyr-
ir alla helgina, 3.990 fyrir stakt
kvöld
Drulla og gleði á Ibizafirði
Ferð á Mýrarboltann er fastur liður Verslunarmannahelgarinnar fyrir
mörgum, enda fátt skemmtilegra en að veltast um í fótbolta í blautri
mýri, íklæddur grímubúningi. Auk Evrópumótsins sjálfs í Mýrarbolta
verður hress dagskrá á Ísafirði alla helgina. Á hverju kvöldi verður ball
á Edinborg: á föstudegi troða Blaz Roca, Steinar og Aron Can upp, á
laugardegi Stuðlabandið og á sunnudeginum verður diskósprengja sem
hefst á Boogie Trouble og endar á Pallaballi sem svíkur engan!
Hvar? Um allan Ísafjörð
Hvað kostar? Keppnisarmband kostar 5.000 krónur en Ballarmband
6.000
Alltaf sama stuðið í Eyjum
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er ein stærsta útihátíð ársins, og flykkist
fólk nú í Herjólf til að njóta hátíðarinnar. Meðal dagskrárliða á hátíðinni
verða tónleikar með Quarashi, brenna á Fjósakletti og auðvitað hinn sí-
gildi Brekkusöngur, sem Ingó Veðurguð leiðir.
Hvar? Dagskráin fer að mestu fram í Herjólfsdal Í Vestmannaeyjum
Hvað kostar? 22.900 krónur
Ættarmót pönkara:
Norðanpaunk
Árlegt ættarmót pönkara fer fram
á Laugarbakka í Vestur-Húna-
vatnssýslu um helgina. Fjölmargar
hljómsveitir munu stíga á stokk og
leika tónlist fyrir gesti en meðal
þeirra má nefna Gnaw their tongu-
es, Martyrdöd, Dj flugvél og geim-
skip, Forgarð helvítis, Misþyrm-
ingu og Kæluna miklu. Sérstakur
gestur hátíðarninar er La Poste Di
Falcone. Sannir pönkarar mega
ekki láta þessa mögnuðu hátíð
framhjá sér fara. Lifi pönkið!
Hvar? Laugarbakka, Vestur-Húna-
vatnssýslu
Hvenær? Um helgina
Hvað kostar? 5.000 kr.
Stórborgin
Siglufjörður
Síldarævintýrið á Siglufirði fer
fram um helgina en um er að
ræða fjölskylduhátíð af bestu gerð.
Þegar Siglufjörður var síldarhöf-
uðstaður heimsins unnu þúsund-
ir verkamanna og kvenna við
síldina. Íbúafjöldinn var eins og í
stórborg, alls staðar líf og fjör sem
ætlunin er að reyna að endurskapa
með virkri þátttöku heimamanna
og gesta.
Hvar? Siglufirði
Hvenær? Um helgina
Jaðaríþróttir um Versló
Íslensku sumarleikarnir fara fram um
helgina á Akureyri. Íbúum og gestum gefst
kostur á að spreyta sig í alls kyns jaðar-
íþróttum, þrekraunum og leikjum. Um
helgina verður boðið upp á þéttskipaða
dagskrá af stærri og smærri viðburðum en
af stærstu viðburðunum má til dæmis nefna
heimsmótaröð unglinga í golfi, Súluhlaup,
fjallahjólakeppni, crossfit keppni, lengri og
styttri hlaup og margt, margt fleira.
Hvar? Akureyri
Hvenær? 22. júlí - 1. ágúst
Skógurinn
vímuefnalausi
Skógarmenn KFUM ásamt KFUM
og KFUK á Íslandi standa fyr-
ir vímulausri fjölskylduhátíð um
verslunarmannahelgina undir
heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.
Dagskrá hátíðarinnar er í anda
sumarbúðastarfs KFUM og KFUK
og á að höfða til flestra aldurs-
hópa. Dagskráin er stórskemmti-
leg í ár en hægt verður að fara út á
bát, kvöldvaka verður í íþróttahús-
inu og dansleikur.
Hvar? Vatnaskógi
Hvenær? Um helgina
Hvað kostar? 2.800 - 4.800 kr.
Ókeypis fyrir 6 ára og yngri.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
ÚTSÖLULOK