Fréttatíminn - 29.07.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Hugmyndin varð til við bjórdrykkju á Dillon þar sem við hittumst nokkur og veltum fyrir okkur hvað hefði orðið
af þessari sterku pönkmenningu
sem var til á tíunda áratugnum, og
af hverju það væri ekkert í boði fyrir
pönkara og rokkara um Verslunar-
mannahelgina,“ segir Árni Þorlák-
ur, en hann tilheyrir tuttugu manna
hópi skipuleggjenda jaðarhátíðar-
innar Norðanpaunks sem fer fram í
þriðja skipti um helgina.
Árni er sonur prestsins á Lauga-
bakka og ákvað að leita á sínar
heimaslóðir með að halda nýja
jaðarhátíð, enda er félagsheimili á
staðnum þar sem Árni vissi að oft
væru haldin ættarmót.
„Þetta er eins og ættarmót þar
sem þáttakendur sjá um skemmtiat-
riðin sjálfir. Á ættarmót mætir alltaf
fjölbreyttur hópur fólks og margir
skrýtnir, alveg eins og á Norðan-
paunk,“ segir Árni glettinn og bætir
við að börn og unglingar séu vel-
komin á hátíðina séu þau með við-
eigandi heyrnarvernd.
Norðanpaunki hefur verið vel
tekið af íbúum Laugabakka, en
þeir telja um hundrað manns. Á
meðan á Norðanpaunki stendur
hækkar íbúatalan um þrjú hund-
ruð manns. Hátíðin stækkar því
Laugabakka töluvert, en hátíðin
er þó lítil miðað við aðrar útihátíð-
ir, eins og jaðarmenningu sæmir.
Vinsældir Norðanpaunks fara vax-
andi og byrjar dagskráin í ár fyrr en
venjulega svo hægt sé að koma fyrir
fleiri hljómsveitum. Eins og hópur-
inn bendir á er það alltaf ákveðið
vandamál fyrir jaðarhátíðir. „Við
verðum að passa okkur að hafa það
erfiðar hljómsveitir að fjöldinn fari
ekki yfir þrjú hundruð manns,“ seg-
ir Hilmar, annar úr hópnum, „og ef
þetta verður of vinsælt bætum við
bara við nokkrum „Noise“-hljóm-
sveitum!“
Þetta árið koma fram hljómsveitir
á borð við Misþyrmingu, DJ Flugvél
og Geimskip, Q4U og sænsku hljóm-
sveitina Martyrdöd, allt frá svart-
málmi til elektrópönks. „Þó tónleik-
arnir séu stærsti dagskrárliðurinn
er tónlistin bara ein birtingarmynd
jaðarmenningar á hátíðinni,“ segir
Árni. „Það verður smiðja á staðnum
þar sem fólk getur gert myndlist eða
hvað sem það vill, auk þess sem Jón
Arnar, Kristófer Páll og Karl Thorst-
en Stallborn verða með myndlistar-
sýningu og ég geri bakgrunn fyrir
sviðið okkar,“ segir Ólöf Rún, enn
einn skipuleggjandi hátíðarinnar.
Þrátt fyrir að skipulagshópurinn
sé orðinn ansi stór gengur samstarf-
ið vel, enda gengur hátíðin út á svo-
kallaða „do-it-yourself“ hugmynda-
fræði og að allir hjálpist að við alla
þætti hátíðarinnar, allt frá uppvaski
til þess að halda uppi stemningu.
„Við erum öll í þessu saman,“ segir
hópurinn, enda byggist hátíðin á
sjálfboðavinnu því enginn í hópn-
um fær laun fyrir störf sín. Hátíðin
tekur jafnframt skýra afstöðu gegn
ofbeldi, og verði einhver uppvís að
slíkri hegðun verður þeirri mann-
eskju tafarlaust vísað af svæðinu.
Norðanpaunk á nefnilega að vera
samfélag þar sem allir finna til ör-
yggis.
Þungarokks- og jaðartónlistarsen-
an á Íslandi er í miklum vexti og
segist Ólöf sérstaklega hafa tekið
eftir að hún hafi stækkað síðustu
ár. Hljómsveitir eins og Misþyrming
og Svartidauði hafa borið hróður
íslensks svartmálms út í heim: „Ég
held reyndar að vinsældir þessara
sveita úti í heimi hafi mikið að segja
um hvaða tækifæri þær fá hér á
landi,“ segir Ægir Sindri, fjórði með-
limur hópsins. Nú fái Misþyrming
sem dæmi pláss á tónleikastöðum
sem ekki eru sérstaklega ætlaðir
svartmálmi og fleiri mæti á tónleik-
ana en harðkjarna þungarokkarar.
Þrátt fyrir mikla grósku segir
hópurinn ekki mikla nýliðun inn í
senuna, enda sé skortur á tónleik-
um sem fólk undir tvítugu megi
sækja. „Við köllum eftir tónleika-
stöðum þar sem fólk á öllum aldri
er velkomið,“ segir Árni. Ægir segir
jafnframt að þó tónleikastaðir á
borð við Molann í Kópavogi haldi
af og til jaðartónleika mæti þá fáir,
enda þurfi senan að vera í stöðugri
þróun en ekki bara af og til.
Á Norðanpaunki mun þróunina
þó ekki vanta: „Markmiðið er að á
Norðanpaunki séu framkvæmdir
hlutir sem ekki er hægt að fram-
kvæma á hefðbundnum tónleika-
stað“, segir Árni.
„Fyrir Norðanpaunk hefði maður
skilið vel að þessi hópur hefði flúið
land um verslunarmannahelgina,
enda var engin hátíð sem okkur
fannst spennandi að sækja þessa
helgi,“ segir Ólöf. Nú hlakkar jaðar-
fólkið hins vegar til helgarinnar -
rétt eins og allir hinir.
Frekari upplýsingar og miða á
hátíðina má nálgast á
nordanpaunk.org
Ólöf Rún,
Pálmi Rúnar,
Ægir Sindri,
Axel Franz,
Halla, Tómas,
Árni Þorlákur,
Hilmar Kári
og Jón Arnar
eru níu af um
tuttugu manns
sem saman
skipuleggja
Norðanpaunk.
Mynd | Rut
Við erum öll í þessu saman
Íbúafjöldi Laugabakka fjórfaldast um helgina þegar rokkarar og
pönkarar koma saman á jaðarhátíðinni Norðanpaunk.
„Þetta er eins og
ættarmót þar sem
þátttakendur sjá um
skemmtiatriðin sjálfir.
Á ættarmót mæt-
ir alltaf fjölbreyttur
hópur fólks og margir
skrýtnir, alveg eins og á
Norðanpaunk.“
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
LYON f rá
7.999 kr.*
MÍL ANÓ f rá
9.999 kr.*
PARÍS f rá
7.999 kr.*
RÓM f rá
9.999 kr.*
WOW
ALL A
LEIÐ!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
ágúst - nóv.
ágúst - nóv.
ágúst - sept .
ágúst - okt .
NICE f rá
7.999 kr.*
ágúst - sept .