Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 29.07.2016, Qupperneq 25

Fréttatíminn - 29.07.2016, Qupperneq 25
| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 aðir harkis og enn í dag er þeim og afkomendum þeirra bannað að flytja til Alsír og mega jafnvel þola útskúfun í heimi innflytjenda í Frakklandi, þar sem margir sem börðust með uppreisnarmönn- um líta niður á þá sem hálfgerða svikara, jafnvel nokkrum kyn- slóðum seinna. Alsírskir hermenn höfðu líka barist með Frökkum í heimsstyrjöldunum tveimur – þeir fengu þó verri mat en frönsku hermennirnir, minna frí og voru ólíklegri til að fá stöðuhækkun – og löngu eftir stríð voru þeir svo sviknir um eftirlaunin sem hvítir kollegar þeirra fengu. Alsírskættaði franski leikstjórinn Rachid Bouchareb gerði um þetta kvikmyndina Heimamenn (Indigè- nes) fyrir áratug síðan – og þá fengu nokkrir eftirlifandi norður-afrískir hermenn loksins hluta þeirra eft- irlauna sem þeir höfðu sannarlega unnið fyrir. Aðalleikarar myndar- innar, sem nánast allir voru ættað- ir úr norður-afrísku nýlendunum gömlu, komu hins vegar af fjöllum þegar þeir heyrðu hvernig forfeðr- um þeirra hafði verið mismunað; saga minnihlutahópa gleymist oft fyrst, jafnvel meðal þeirra sjálfra. Frakkland fær raflost Árið áður en myndin var frumsýnd voru þeir Muhittin, Zyed og Bouna á leiðinni heim af fótboltaæfingu. Muhittin og Zyed voru sautján ára og Bouna fimmtán. Þeir vildu kom- ast heim tímanlega fyrir kvöldmat, áður en Ramadan skylli á. En þá beygir lögregubíll í veg fyrir þá. Þeir höfðu ekkert gert af sér en það er líklega til marks um djúp- stætt vantraust milli múslímskra ungmenna í úthverfunum og lög- reglunnar að þeirra fyrsta við- bragð var að flýja, enda sýna tölur að lögreglan er sexfalt líklegri til að stöðva múslima en aðra Frakka. Þeir földu sig í spennustöð – og fengu raflost sem kostaði þá Zyed og Bouna lífið, Muhittin lifði af þrátt fyrir alvarleg brunasár. Í kjölfarið brutust út verstu óeirðir sem höfðu átt sér stað í Frakklandi í um 40 ár. Ungt fólk, sem mátti þola fátækt, kerfis- bundið atvinnuleysi og ítrekaða mismunun, hafði loksins fengið nóg. Þeim tókst að beina augum heimspressunar tímabundið frá gliti Eifell-turnsins og yfir mal- biksskrímslið á útjaðrinum, þang- að sem engir túristar koma. Vorið eftir var svo Heimamenn frumsýnd á Cannes – og aðalleik- ararnir deildu með sér verðlaunum fyrir bestan leik. Þegar Roschdy Zem, einn aðalleikarana, var spurður út í óeirðirnar árið áður svaraði hann: „Mér fannst sérstak- lega andstyggilegt hvernig óeirðir voru útmálaðar sem kynþátta- og trúarmótmæli. Þegar lestarstarfs- menn stöðva umferð í Frakklandi þá spyr engin um annað en kröfur þeirra, ekki litarhaft eða trú. Taktu hvaða Norðmann eða Svía sem er, láttu þá búa í úthverfunum í ein- hver ár og láttu þá þola þau lífs- skilyrði sem þar bjóðast, þá get ég ábyrgst að þeir myndu enda á að kveikja í bílum líka.“ Fátækt, trúfrelsi og kynslóðastríð Zem orðar þarna ágætlega hvern- ig barátta franskra múslima er oft frekar stéttarbarátta en trúará- tök. Trúin hefur þó sannarlega átt undir högg að sækja frá upphafi. Það má vitaskuld leita allt aftur til bardagans við Tours fyrir nærri 1300 árum en látum okkur duga að fara aftur um rúma öld eða svo, árið 1905 nánar tiltekið, þegar hugtakið Laïcité var fest í lög. Þetta er illþýðanlegt hugtak sem snýst um aðskilnað ríkis og trúar- bragða, upphaflega ætlað til þess að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju og þá grundvallarreglu að engin eiginleg ríkistrú væri í Frakklandi; með öðrum orðum til að tryggja trúfrelsi. Menn voru ekki mikið að hugsa um múslima í þessu samhengi þá, enda voru múslimar ættaðir frá Norður-Afríku þá þegnar Frakk- lands en ekki fullgildir borgarar. Undanfarna áratugi hefur þó hug- takinu hins vegar ítrekað verið misbeitt til þess að berja á múslim- um. Misbeitt því upphaflega var trúfrelsi innifalið í hugtakinu, en nú er því ítrekað beitt til þess að skerða frelsi múslima til að iðka trú sína, reglur sem eru aðeins ætlaðar ríkisreknum skólum eru teygðar yfir í allt opinbert líf – þótt sömu meðölum sé sjaldnar beitt til að berja á kristnum trúartáknum. Þetta hefur mest áhrif á múslim- skar konur, enda hefur þetta ver- ið notað til að banna ákveðnar tegundir af slæðum og fatnaði í al- mannarými – og menn hafa deilt hart um hvort þetta geri múslim- um auðveldara að aðlagast frönsku samfélagi eða hvort þetta auki að- eins á jaðarsetningu þeirra. Oft er það raunar fyrst og fremst jaðarsetningin og upprunin sem gerir franska múslima að múslim- um; margir þeirra iðka trúna lítið eða jafnvel alls ekki. Það var ekki spurt um hversu heittrúaðir þeir voru þegar lögreglan gerði tilefn- islausar húsleitir hjá múslimskum fjölskyldum og fyrirtækjum í kjöl- far hryðjuverkaárásanna í nóvem- ber í fyrra sem og í kjölfar morð- anna á teiknurum Charlie Hebdo árið áður. Neyðarlög og harðlínu- stefna stjórnvalda gagnvart hryðju- verkum var einfaldlega notuð til að gefa lögreglunni frítt spil til þess að niðurlægja saklausa borgara. Þetta náði alla leið niður í barna- skólana. Átta ára piltur var dreg- inn niður á lögreglustöð og tekin af honum skýrsla. Glæpurinn? Að neita að segja „Je suis Charlie.“ Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvað hryðjuverkamaður var þá var svarið nei. Nemandinn var átta ára gamall. Þetta mál rataði í heims- fréttirnar en það átti ekki við um fjöldan allan af svipuðum tilfell- um þar sem kennarar og skóla- stjórnendur niðurlægðu börn af múslimaættum í kjölfar bæði hryðjuverkaárásanna og morð- anna á skopmyndateiknurunum á Charlie Hebdo. Þegar bakgrunnur franskra jí- hadista og hryðjuverkamanna síð- ustu tuttugu ár er skoðaður kem- ur svo í ljós að fæstir þeirra voru sérstaklega trúaðir, þeir eru þvert á móti flestir mjög vestrænir í hátt- um og höfðu drukkið áfengi, reykt gras og farið á kvennafar á nætur- klúbbum rétt eins og aðrir fransk- ir unglingar. Stærstur hluti þeirra hafði dvalið í fangelsi. Sumir þeirra voru af múslimaættum en gáfu ekk- ert fyrir trúna og aðrir voru hvítir íbúar sömu úthverfanna sem snér- ust til múhameðstrúar rétt áður en þeir gerðust jíhadistar. Þeir voru ýmist annarrar kynslóðar innflytj- endur eða af frönskum uppruna og höfðu snúist til múslimatrúar. Blaðamaðurinn Olivier Roy hjá Foreign Policy telur þetta til marks um að þetta sé fyrst og fremst of- beldisfull kynslóðauppreisn, upp- reisn kynslóðar sem telur Frakk- land hafa hafnað sér og leitar farvegs fyrir alla sína heift í Isis eða Al-Kaída eða hverjum þeim far- vegi sem er til staðar hverju sinni. Þannig sé trúin aðeins hækja fyrir uppreisnargirni jaðarsettra og fá- tækra hópa þjóðfélagsins, eða öllu heldur þeirra áhrifagjörnustu og ofbeldisfyllstu í þeim stóra hópi. Þannig er hin íslamska trú not- uð sem hækja, bæði til að berja á milljónum múslima í Frakklandi sem og af þeim örlitla minnihluta múslimskra ungmenna sem nota hana í uppreisn sinni gegn sam- félaginu sem hafnaði þeim. Svar þjóðfélagsins er því miður oftast að hafna þeim meira, færa þá enn lengra út á jaðarinn. Á meðan fær- ist hjartað enn fjær útlimunum og bílarnir æða framhjá og dýpka gjána á milli útópíunnar um Frakk- land og þeirra sem Frakkland hef- ur hafnað. Heimamenn, frönsk verðlaunamynd um norður-afríska hermenn í heim- styrjöldinni síðari hafði víðtæk áhrif. Márarnir hörfa Charles Martel hrakti múslima frá Frakklandi árið 732. Í kjölfarið brutust út verstu óeirðir sem höfðu átt sér stað í Frakklandi í um 40 ár. Ungt fólk, sem mátti þola fátækt, kerfisbundið atvinnuleysi og ítrekaða mismunun, hafði loksins fengið nóg. Þeim tókst að beina augum heimspressunar tímabundið frá gliti Eifell-turnsins og yfir malbiksskrímslið á útjaðrinum, þangað sem engir túristar koma. Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.