Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 05.08.2016, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 05.08.2016, Qupperneq 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 Sakamál Par flúði íbúð sína sem stóð í ljósum logum eftir að nágranni hringdi á slökkviliðið. Í ljós kom að parið var í töluverðri fíkni- efnaneyslu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það kom smá reykur inn til okk- ar, en að öðru leyti skemmdist ekki mikið,“ segir Stefán Björn Karlsson sem býr við Skólagerði í Kópavogi en hann komst í hann krappan eftir að eldur kviknaði í íbúð fyrir neðan hann síðasta sunnudag. Kona var úrskurðuð í gæsluvarðahald vegna málsins, en sú er fædd árið 1978 og er hún grunuð um íkveikju. Maður sem býr í íbúðinni ásamt konunni bað Stefán um að hringja ekki á slökkviliðið á sama tíma og íbúðin stóð í ljósum logum. Ástæðan var einföld; finna mátti vísbendingar um harða fíkniefnaneyslu á heim- ilinu. „Það fundust nálar þarna inni. Þau eru ansi harðir fíklar,“ segir Stefán Björn sem býr ásamt unn- ustu sinni á efri hæðinni í húsinu sem er í friðsælu hverfi í Kópavogi. Parið fyrir neðan er tæplega fer- tugt og leigir íbúðina af einstak- lingi sem tengist karlmanninum fjölskylduböndum. Stefán segir að hann hafi orðið var við reykinn um kvöldið. Hann forðaði sé út ásamt unnustu og tveimur köttum. Þegar þau voru farin út sáu þau að neðri íbúðin stóð í ljósum logum. „Þau báðu mig um að hringja ekki á slökkvilið og vildu reyna að slökkva eldinn sjálf,“ segir Stefán sem leist ekki á blikuna, enda hans eigið heimili í húfi. „En þau réðu ekkert við þetta,“ segir Stefán sem hunsaði beiðni þeirra og hringdi á aðstoð, en minnsta kosti þrír voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. „Slökkviliðsmennirnir voru ótrúlega fljótir á svæðið,“ segir hann um viðbragðstíma slökkvi- liðsins. Það er ljóst að við- bragðstíminn skipti sköpum, enda urðu ekki miklar skemmdir á íbúð Stefáns. Það er þó ljóst að miklar skemmdir urðu í íbúð parsins. Stefán segir að parið hafi verið með gest í heimsókn og flúðu þau öll af vettvangi áður en slökkvilið og lögregla komu á svæðið. Konan, sem var húsráðandi, snéri hins- vegar til baka skömmu síðar og var hún þá umsvifalaust handtekin. Í samtali við Gunnar Hilmars- son, aðalvarðstjóra lögreglunnar í Kópavogi, kemur fram að ýmislegt bendi til þess að um íkveikju hafi verið að ræða en upphaflega voru þrjár konur handteknar í tengslum við málið, en að lokum var kona, sem bjó í íbúðinni, úrskurðuð í gæsluvarðhald. „Það er þó óljóst enn sem komið er, tæknideildin er ekki enn búin að skila sinni vinnu,“ segir Gunn- ar. Þrjár íbúðir eru í húsinu. Það er því ljóst að mikil hætta var á ferð. Konan er enn í haldi, en þetta var í annað skiptið síðan 2008, sem það kviknaði í íbúðinni. Í fyrra skiptið var talið að um slys hefði verið að ræða og snéri málið þá ekki að sömu konu og er í haldi nú. Þurftu að þrífa íbúðir ólympíufara aftur Íþróttir Átta íþróttamenn keppa fyrir Íslands hönd á ólympíuleikunum sem verða settir í dag. Að mörgu er að huga, enda verið að koma á laggirnar sextán þúsund manna ólympíuþorpi. Valur Grettisson vg@frettatiminn.is „Það hefur gengið vel að koma sér fyrir, en þrifin voru tekin í nefið eftir að á það var bent að það þyrfti að þrífa íbúðirnar betur,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands. Fyrstu íþrótta- mennirnir komu til Ríó í Brasilíu um síðustu helgi, en leikarnir verða settir í dag, föstudaginn 5. ágúst. „Íbúðirnar eru allar nýjar, og voru ekkert endilega sóðalegar, það átti bara eftir að gera svona fínhreingerningu,“ segir Líney. Hún segir skipuleggjendur hafa brugðist hratt og vel við ábending- um íslenska hópsins og tóku verk- efnið „í nefið“ eins og hún orðaði það sjálf. Nokkuð neikvæð umræða hefur verið um undirbúning ólympíuleikanna og segir Líney að það megi líklega útskýra með því að það sé verið að koma saman 16 þúsund manna ólympíuþorpi. Ým- islegt gangi á í slíkum framkvæmd- um. „Þetta er þokkalegasta bæj- arfélag á íslenskum mælikvarða,“ bætir hún við. Alls keppa átta íþróttamenn fyrir Íslands hönd á ólympíuleik- unum, flestir í sundi og frjálsum íþróttum. Hrafnhildur Lúthers- dóttir, Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir keppa öll í sundi. Irina Sazonova keppir í fimleikum, Þormóður Jónsson keppir í júdó og Ásdís Hjálmsdótt- ir, Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason keppa í frjálsum íþróttum. „Þeir sem verða lengst verða á þriðju viku hér í Ríó,“ segir Líney, það er því ljóst að það er mikilvægt að það fari vel um ólympíufarana. Líney segir mikið umstang í kring- um leikana og að gríðarlega mikil vinna sé fyrir höndum. Meðal annars funda fararstjórar hópanna á hverjum degi með skipuleggjend- um leikanna. Ísland er með hinum Norður- landaþjóðunum í ólympíuþorpinu, sem myndi teljast þokkalegasta bæjarfélag á íslenskan mælikvarða. Hrafnhildur Lúth- ersdóttir er ein af ólympíuförunum. Þetta voru harðir fíklar – nálar inni í íbúðinni Íbúðin var nokkuð illa farin, en lítið sást á húsinu sjálfu og ljóst að betur fór en á horfðist.Mynd | Rut Stefán Björn Karls- son býr fyrir ofan parið og hringdi á slökkviliðið þrátt fyrir mótmæli. Jón Gunnar Kristjánsson bjó í Svíþjóð nær alla sína ævi, en faðir hans er íslenskur. Áfram í varðhaldi vegna morðs Sakamál Varðhald yfir karl- manni sem er grunaður um að vera viðriðinn morðið á Jóni Gunnari Kristjánssyni þann 18. júlí síðastliðinn, verður framlengt að því er fram kemur í svörum lög- reglunnar í Stokkhólmi. Jón var stunginn margsinnis í Akalla hverfinu í Stokkhólmi. Ekki er ljóst hvað átti sér stað en þar er ólöglegt tjaldsvæði þar sem ógæfufólk heldur oft til, að því er fram kom í sænskum fjölmiðlum. Lögreglan telur að gerendurn- ir séu að minnsta kosti tveir, en vitni hafa lýst því að árásarmað- urinn hafi viðhaft einhver orð um dulkóðuð gögn. Jón Gunnar var læknanemi til skamms tíma og tveggja barna faðir. Hann var 35 ára þegar hann lést. www.husgagnahollin.is 558 1100 Þú finnur útsölubæklinginn á www.husgagnahollin.is Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnahollin.is ÚTSALA Sumar afsláttur 60%Allt að CLEVELAND Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Ljós- og dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 89.990 kr. 119.990 kr. AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 30% ÖLL SMÁVARA FRÁ IVV SALLY Hægindastóll PU-leður Litir: Brandy, brúnn og svartur. 29.990 kr. 39.980 kr. AFSLÁTTUR 25% KIRUNA U-sófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 301 × 200 × 78 cm 179.990 kr. 239.990 kr. AFSLÁTTUR 25% ÚTSALAN Sumar afsláttur LOKAVIKAN 70% Allt að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.