Fréttatíminn - 05.08.2016, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Hún býður mér inn, hellir upp
á kaffi og segir að það sé liðin tíð
að konur auglýsi í einkamáladálk-
um eftir kynnum við fjárhagslega
sjálfstæða menn. Það séu margar
kynlífssíður á Facebook fyrir fólk
sem er að leita eftir kynlífssam-
böndum við hitt kynið, til dæmis
síðan, Bólfélagar, 24/7 kynlíf. Hún
hafi einfaldlega búið sér til falsk-
an Facebook-aðgang og sótt um að
fá að ganga í hópinn. Málið sé að
velja passlega ögrandi mynd. Það
sé engin þörf á því að segja neitt um
vændi eða bjóða sig til sölu. Karl-
arnir renna einfaldlega á lyktina.
„Það liðu ekki fimm mínútur áður
en skilaboðin fóru að hrúgast inn,“
segir hún. „Það er gríðarleg eftir-
spurn. Eftir tvo daga var ég komin
með 400 einkaskilaboð frá mönn-
um sem vildu kaupa vændi. Sumir
fóru hægt í sakirnar og fikruðu sig
áfram með almennu spjalli. Aðrir
spurðu bara beint, hvort ég væri
til sölu eða hvort ég væri laus. Mér
fannst þetta svolítið yfirþyrmandi
fyrst en síðan vandist ég þessu.
Sumar konur eru alveg með á nót-
unum, ég hef séð statusinn, ég er
laus í kvöld$ inni á þessum kynlífs-
síðum.
Í dæmigerðu íslensku kapphlaupi
Árið 2014 fór hún á varanlega ör-
orku í kjölfar alvarlegrar líkams-
árásar sem hún varð fyrir árið
2009. Árásarmaðurinn var dæmd-
ur fyrir árásina en hann bar því
við að hún hefði verið í annarlegu
ástandi og veitt mótspyrnu þegar
hann ætlaði að koma henni til að-
stoðar.
„Fyrir árásina var í ég þessu
dæmigerða íslenska kapphlaupi,
vann alltof mikið, bæði með aðal-
starf og aukavinnu, enda fráskilin
með þrjú börn í skóla og skuldir,“
segir hún. „Ég var í klessu líkam-
lega eftir árásina. Það brotnuðu
mörg rifbein og það kom gat á ann-
að lungað. Ég var í rúst andlega
og þjáðist af ofsakvíðaköstum eft-
ir þetta enda bætti ekki úr skák
að það var náinn ættingi sem átti í
hlut. Þá fékk ég slæmt höfuðhögg og
greindist með alvarlegan taugasjúk-
dóm í kjölfar árásarinnar.“
Hún segist hafa verið misnot-
uð kynferðislega árum saman sem
barn og eftir árásina hafi það allt
saman komið upp á yfirborðið án
þess að hún fengi neitt við ráðið.
„Á þessum sama tíma var ég að
berjast við að halda í íbúðina mína
í kjölfar hrunsins.“ Það tók hana
átján mánuði eftir stöðuga endur-
hæfingu að komast á fætur aftur
og á þeim tíma fór hún að drekka
ótæpilega. „Ég var ofsalega reið og
það var mikill sársauki innra með
mér. Ég var ekki úti á djamminu,
ég var meira að drekka heima hjá
mér, en sem betur fer leitaði ég
mér hjálpar. Ég hef ekki drukkið í
mörg ár. Ég tók heilsuna í gegn og
mataræðið, fór að vinna sjálfstætt
og náði að halda mér á floti. En ekki
löngu síðar kom bakslagið. Ég þjáð-
ist af áfallastreituröskun og fór að fá
ofsakvíðaköst. Þá greindist ég með
alvarlegan taugasjúkdóm sem rekja
mátti til höfuðhöggs sem ég hlaut í
árásinni. Ég var send aftur í endur-
hæfingu og var því komin aftur á
byrjunarreit.“
20 til 30 menn á mánuði
Hún er með háskólamenntun og
segist hafa haft ágætlega launuð
störf fyrir líkamsárásina. Það var
ekki fyrr enn í vor að hún fór að
reyna fyrir sér í vændi: „Ég tek
tuttugu þúsund fyrir skiptið,“ segir
hún. „Yfirleitt tekur þetta um korter
til tuttugu mínútur, stundum vilja
þeir vera aðeins lengur og ég leyfi
það. Ég hitti þá bara á dagvinnu-
tíma, aldrei á kvöldin eða um helg-
ar. Með því að afgreiða um 20 til
30 menn á mánuði hef ég um hálfa
milljón í tekjur, skattfrjálsar.“
„Ég get hjálpað börnunum mín-
um í lífinu og líka föður mínum
sem er mikill sjúklingur. Ég hef
ekkert samviskubit, að gera það
sem ég geri. En mér finnst auðvitað
ógeðslegt að vera sett í þessa stöðu.
En ég gat ekki lifað af fjörutíu þús-
und krónum á mánuði eins og mér
var uppálagt að gera. Ég get ekki
unnið fulla vinnu en hálfa vinnu
myndi ég vel ráða við en þá taka
þeir bæturnar. Og hver ætlar líka að
ráða mig í hálfa vinnu eftir að hafa
verið frá vinnu í mörg ár. Það er
nógu erfitt að fá vinnu þegar mað-
ur er orðinn rúmlega 50 ára. Ég var
einfaldlega föst í ömurlegri fátækt-
argildru og skömmin var meiri en
þegar ég fór að stunda vændið. Ég
gat ekkert gert nema sökkva dýpra
og dýpra.“
Þegar hún er spurð hvenær hún
hafi farið að hugleiða að fara út í
vændi, segir hún að það hafi alltaf
blundað í sér löngun til að vita
hvernig þetta væri. „Einn kunn-
ingi minn, sem ég umgekkst mikið
á tímabili, hafði orð á því að ég væri
vinsæl hjá karlmönnum og gæti ör-
ugglega haft mikið upp úr því að
selja mig ef ég færi út í það. Ég svar-
aði því ekki en hugsaði stundum
um þetta. Ekki að fara að selja mig,
heldur af hverju hann sagði þetta.
Mér fannst það spennandi.“
Gef mér tíma í smá spjall
Hún segir að skömmin sem fylgi
fátæktinni sé síst minni en sú sem
fylgi vændinu. Það langi alla til að
geta hjálpað börnunum sínum og
tekið þátt í samfélaginu. Það sé
erfitt að vera sú sem þarf að af-
þakka allt, vegna þess að það eru
ekki til peningar fyrir neinu. Varla
mat. „Fyrir konu á mínum aldri, er
það einfaldlega ömurlegt.“
Hún segist vita um fleiri konur í
sömu stöðu sem stundi vændi þar
sem þær geti ekki framfleytt sér
öðruvísi. Hún segist vita um konu
sem stundi þetta með vitund og
vilja mannsins síns. Hún sé öryrki
en hann hafi lent í því að missa
vinnuna. Þau þurfi á peningunum
að halda og hún sé mjög vinsæl.
Kona um fimmtugt, sem varð öryrki eftir alvarlega líkamsárás, tók þá ákvörðun í vor að fara að stunda vændi til
að framfleyta sér og geta hjálpað börnum sínum áfram í lífinu. „Það er stór hópur kvenna í minni stöðu, það er
miklu meira um þetta en fólk gerir sér almennt í hugarlund,“ segir hún þegar hún tekur á móti mér með brosi,
þar sem hún býr, í venjulegri blokkaríbúð í úthverfi, lítil, dökkhærð með opið og tjáningarríkt andlit.
„ÞAÐ ER STÓR HÓPUR
KVENNA SEM ÞARF
AÐ SELJA SIG“
Ég var einfaldlega föst í
ömurlegri fátæktargildru
og skömmin var meiri en
þegar ég fór að stunda
vændið. Ég gat ekkert gert
nema sökkva dýpra og
dýpra.“
Mynd | Esben Bøg Jensen