Fréttatíminn - 05.08.2016, Síða 31
ur eru vanir því að fjalla um allra
handa furðufugla með ofblásnar
skoðanir á eigin ágæti sem sækj-
ast eftir æðstu metorðum; það er
skemmst að minnast Söru Palin,
Michele Bachmann eða Herman
Cain. En þó mikið hafi farið fyrir
þessu fólki hefur ekkert þeirra náð
nándar nærri jafn langt og Trump.
Og þó maður geti haft misjafnar
skoðanir á forsetaframbjóðendum
stóru flokkanna síðustu áratugi, þá
hafa þeir allir verið „forsetalegir“.
Trump er hins vegar svo óheflað-
ur og ruddalegur að það gengur
út yfir allan þjófabálk, hann hefur
m.a. gengið svo langt að fara að tala
um stærðina á eigin getnaðarlimi.
Blaðamaðurinn Ezra Klein á
Washington Post sagði að ummæli
Trump um Khan-fjölskylduna ættu
að minna fólk á að kosningarnar
í haust væru allt annað en venju-
legar kosningar því Trump stæði
einfaldlega langt fyrir utan hina
bandarísku st jórnmálahefð.
„Hverskonar manneskja er Dona-
ld Trump? Hverskonar manneskja
segir svona hluti?“
Geðsjúkur raðlygari?
Þessi spurning hefur brunnið á
bandarískum stjórnmálaskýrend-
um síðan Trump kom fyrst fram á
sjónarsviðið. Einfaldasta skýringin
er í raun bara sú að hann gangi
ekki heill til skógar, Trump þjáist af
alvarlegum geð- eða persónuleika-
röskunum.
Þannig hafa ótal dálkahöfund-
ar og bloggarar haldið því fram að
undarleg og óútreiknanleg hegð-
un Trump, vangeta hans til að hafa
stjórn á skapi sínu, reiðiköst, ítrek-
aðar lygar og ósannindi, ásamt þrá-
hyggju um eigin afrek og yfirburði
sýni að hann hljóti að þjást af nars-
issisma og siðblindu á háu stigi.
Eða valdasjúkur fasisti?
Meðan sumir hafa þannig leitað
sálfræðilegra skýringa á Trump
leita aðrir til sögunnar og þá sér-
staklega til Evrópu millistríðs-
áranna. Dálkahöfundar á öllum
helstu dagblöðum og netmiðlum
Bandaríkjanna hafa lýst Trump
sem fasista og velt fyrir sér lík-
indunum milli hans og Benito
Mussolini eða Oswald Mosley, leið-
toga breska fasistaflokksins.
Sag nfræðing ur inn Robert
Paxton, einn fremsti sagnfræðing-
ur okkar daga, sem fjallað hefur
um uppgang og sögulegar rætur
evrópsks fasisma á millistríðsár-
unum fullyrðir að kosningabarátta
Trump, slagorð hans og orðræða
sé fullkomlega sambærileg við það
sem einkenndi fasistahreyfingar
Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar.
Bernie Sanders lýsti því svo í ræðu
sinni á landsfundi Demókrata-
flokksins að engu líkara væri en að
Trump sæktist eftir embætti ein-
ræðisherra Bandaríkjanna frekar
en embætti forseta.
Það er óumdeilanlegt að skoð-
anir og kosningaloforð Trump af-
hjúpa ofstopafyllri hegðun og hug-
myndir en sést hafa í bandarískum
stjórnmálum áratugum saman. Þó
þarf að slá þann varnagla að í raun
er frekar erfitt að tala um skoðan-
ir og kosningaloforð þegar Trump
er annars vegar, því oft er erfitt að
finna heila brú í orðræðu hans.
Segja má að Trump sé því nokkurs-
konar farvegur fyrir stemningu og
tilfinningu, frekar en hefðbundinn
stjórnmálamaður.
Mussolini og Klansmenn
Það er öðru fremur þessi stíll sem
er fasískur. Robert Paxton bend-
ir líka á að fas Trump sé „fasískt“:
Ræður samsettar úr setninga-
stubbum, handapat og andlitsgeifl-
ur Trump í ræðupúlti minni óneit-
anlega á Mussolini. Þá hafi skortur
á skýrri stefnuskrá líka einkennt
evrópska fasista. Eini fasti punkt-
urinn í málf lutningi þeirra var
áherslan á utanaðkomandi ógnir
og óvini sem höfðu grafið undan
þjóðareiningu og svo loforð um að
sýna þessum óvinum í tvo heim-
ana.
Trump hefur ekkert gert til þess
að slá á þessar áhyggjur. Sem dæmi
má taka að þegar David Duke,
fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan lýsti
yfir stuðningi við Trump neitaði
Trump að afþakka stuðningsyfir-
lýsinguna. Þegar hann var spurð-
ur um Duke þóttist hann ekki vita
hver hann væri og sagðist þurfa að
kynna sér hann betur. Þegar frétta-
maðurinn Jake Tapper á CNN árétt-
aði að Duke væri fyrrum „Grand
Wizard“ Ku Klux Klan hélt Trump
fast við sinn keip. Síðan þá hefur
Trump endurtíst Twitterfærslum
frá bandarískum þjóðernisöfga-
mönnum sem hefur síst orðið til
að róa gagnrýnendur.
Niðurstaða áralangrar þróunar
Þó það sé erfitt að blása á þessar
greiningar á persónuleika Trump
er spurning Ezra Klein um hvers-
konar maður Trump sé mögulega
vitlaus spurning. Því þegar öllu er
á botninn hvolft skiptir persóna
Trump eða innræti minna máli en
sá jarðvegur sem hann sprettur
úr. Þó Klein vilji meina að Trump
standi einhvernveginn alger-
lega utan bandarískrar stjórn-
málahefðar er hann engan veginn
jafn einstakur eða óvenjulegur og
hann virðist við fyrstu sýn.
Ágætt dæmi eru fyrrnefndar
árásir hans á fjölskyldu Humayun
Khan. Það eru nefnilega nýlegar
undantekningar á þeirri óskrif-
uðu reglu að stjórnmálamenn sýni
hermönnum og fjölskyldum her-
manna sem hafa fært fórnir í stríði
virðingu. Nærtækt dæmi eru þær
svívirðingar sem helltust yfir Cindy
Sheehan, móðir hermanns sem lést
í Írak.
Sheehan reisti árið 2005 mót-
mælabúðir fyrir utan landareign
George W. Bush í Crawford í Texas
til að krefjast þess að bundinn
yrði endir á Íraksstríðið. Mótmæl-
in vöktu töluverða athygli, sem
varð til þess að liðsmenn forsetans
reyndu að grafa undan Sheehan og
gera hana ómarktæka. Karl Rove
lýsti henni sem „trúði“ og Rush
Limbaugh, Bill O‘Reilly og aðrar
fjölmiðlastjörnur hægrisins full-
yrtu að Sheehan væri athyglissjúk-
lingur sem misnotaði dauða sonar
síns til að komast í sviðsljósið.
Árásirnar á Sheehan voru
engan veginn einsdæmi í valda-
tíð Bush. Árið 2002 sigraði t.d.
repúblikaninn Saxby Chambliss
sitjandi öldungadeildarþingmann
demókrata frá Georgíu, Max Cl-
eland, með því að véfengja þjóð-
hollustu hans. Cleland, sem er
fyrrverandi hermaður, hafði misst
báða fætur sína og annan handlegg
í Víetnamstríðinu. En það er mik-
ilvægur munur á árásum Trump
á Khanfjölskyldun og árásum
repúblikana á Sheehan og Cleland.
Þær síðarnefndu voru framkvæmd-
ar af liðsmönnum og stuðnings-
mönnum forsetans frekar en hon-
um sjálfum. Bush gat þannig svarið
þær af sér.
Trumpisminn ekki kveðinn niður
Í þessu liggur m.a. munurinn á
Trump og fyrri forsetum og for-
setaframbjóðendum repúblik-
ana. Frambjóðendur f lokksins
hafa margsinnis daðrað við kyn-
þáttahatara en sá málflutningur
hefur oftast verið falinn í hunda-
flautupólítík.
Kjósendur flokksins, sem horfa á
Fox News og hlusta á hægrisinnað-
ar spjallútvarpsstöðvar, hafa van-
ist því að pólítískir andstæðingar
Repúblikanaflokksins séu útmál-
aðir föðurlandssvikarar. Í sam-
anburði við Glenn Beck og Rush
Limbaugh er Trump í raun hóf-
stilltur miðjumaður og samsær-
iskenningar Trump eru ekki svo fá-
ránlegar í samanburði við þær sem
Beck bauð áhorfendum sínum upp
á. Trump er í raun aðeins að segja
hreint út það sem margir frambjóð-
endur flokksins hafa sagt áður, en
ævinlega undir rós. Hann endur-
ómar orðræðu þá sem tröllríð-
ur þeim fjölmiðlum sem grasrót
flokksins leitar til.
Því má segja að rót vandans sé
því ekki Trump, eða persóna hans,
heldur jarðvegurinn sem hann
sprettur úr. Og því er allt útlit fyr-
ir að líklegur ósigur hans í nóv-
ember muni alls ekki binda endi
á „Trumpisma“. Hann er hið nýja
andlit grasrótar flokksins.
Erfði staða Forysta Repúblíkanaflokksins reyndi sitt ítrasta til að stöðva vel-
gengni Trump í prófkjörum flokksins, og hefur neitað að fylkja sér að fullu að
baki frambjóðandanum. Tilraunir til að stöðva Trump strönduðu hins vegar á
þeirri einföldu staðreynd að hann var eini frambjóðandinn sem grasrót flokksins
gat hugsað sér að styðja.
Leikrænir tilburðir Sagnfræðingurinn Robert Paxton, einn helsti sérfræðingur í sögu evrópsks fasisma, er einn margra sem hafa
bent á að ræður Trump og still hans í ræðustól, leikrænir tilburðir og handahreyfingar séu sláandi lík því sem Benito Mussolini beitti
| 31FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016
Það þykir mjög ósmekk-
legt að gera lítið úr for-
eldrum látinna hermanna,
jafnvel þegar þeir beita
sér pólítískt eða gagnrýna
stjórnmálamenn. Ein
af óskrifuðum reglum
bandarískrar stjórnmála-
umræðu er að hermönn-
um og fjölskyldum þeirra
skuli sýnd nánast skilyrðis-
laus virðing.