Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016
Í kjallara á Hverfisgötu leynist versl-
unin Musteri Agans sem sameinar
týnd áhugamál að sögn eigandans
Ágústs Hlyns Þórissonar. ,,Og reynd-
ar er þetta líka búð í kringum áhuga-
málin mín: frisbígolf, veggjalist og
bretti.”
Ágúst byrjaði að reka verslunina
í nóvember síðastliðnum en honum
þótti vanta búð sem sérhæfði sig í
varningi fyrir frisbígolf og veggjalist
sérstaklega. ,,Það er skrítið að ég sé
sá eini á höfuðborgarsvæðinu sem
sel frisbídiska en þetta er að mínu
mati vinsælasta iðkunin í sumar. Það
eru tíu frisbígolfvellir á höfuborgar-
svæðinu og fyrir utan mig þá er bara
einn strákur í Hafnarfirði sem selur
frisbí en hann er ekki einu sinni með
sérstaka opnunartíma. Svo er það
þetta með veggjalistina. Mér fannst
svo leiðinlegt að borg eins og Reykja-
vík, þar sem allir eru að missa sig
yfir götulist, byði ekki upp á vörur
fyrir þá iðju. Þess vegna tók ég málin
bara í mínar hendur.”
Hann segir búðina stækka og
stækka enda bíður hann óþreyju-
fullur eftir nýrri sendingu af Penny-
-hjólabrettum þessa dagana en
merkið er það heitasta í dag að hans
sögn.
Ágúst segir nafn búðarinnar
,,Musteri Agans” vekja ákveðna
forvitni gesta og gangandi en það
eigi sér ákveðna sögu. ,,Þetta er
setning úr kvikmyndinni Nóa Al-
binóa þegar pabbi hans segir við
Nóa: "Stundvísi er lykillinn að must-
eri agans, Nói minn." Við vinirnir
vorum þrettán ára þegar við heyrð-
um þessa setningu og fannst hún svo
djúp að við notuðum hana óspart
og setningin stóð lengi á blaði sem
hékk á herbergishurðinni minni.
Það kom því ekkert annað nafn til
greina þegar ég opnaði búðina.”
Þess má geta að Ágúst vinnur sem
þjónn á Laundromat í hálfu starfi á
móti búðarrekstrinum. ,,Maður þarf
kannski ár í viðbót áður en maður
getur verið hérna í fullu starfi því þó
það sé mikið að gera á sumrin er það
öðruvísi á veturna.” | bg
Týndu áhugamálin í
Musteri Agans Frisbígolf
vinsælasta sumaríþróttin
„Stundvísi er lykillinn að musteri agans, Nói minn.“ Mynd | Rut
Það er samkynhneigðu
mönnunum í Nor-
ræna húsinu, fram-
kvæmdastjóranum og
eiganda AALTO Bistro
veitingastaður hússins,
að þakka að öllu er til
tjaldað fyrir Hinsegin
dagana. Boðið verður
upp á hýran brunch,
litríkan í framsetningu.
„Um er að ræða óbeisl-
aða framsetningu, bleikan djús og blómagleði, meira segja fær
smjörið á brauðið liti. Ferskir ávextir, túnfisksalat, nýbakað brauð
og jógúrt með heimalöguðu múslí og bleikur djús,“ segir Sveinn
Kjartansson yfirkokkur. „Gangan hefst rétt hjá okkur við Vatns-
mýrarveg. Því er mikil stemning á staðnum, fólk getur setið úti og
komið sér í gírinn fyrir gönguna.“
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir segir íþrótta-
hreyfinguna þurfa að búa til öruggt um-
hverfi fyrir fólk að koma út úr skápnum.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
Ég er sjálf fyrrum landsliðsmanneskja í sundi en kom ekki út úr skápnum fyrr en ég hætti í íþróttinni um tvítugt. Án þess að ég hafi beint hætt vegna kynhneigðar minnar leið mér samt aldrei eins og ég gæti komið út á meðan
ég væri í íþróttinni,“ segir Hafdís Erla Hafsteinsdótt-
ir sagnfræðingur, en hún heldur í dag fyrirlestur á
Hinsegin dögum undir yfirskriftinni „Af hverju urðu
íþróttir hómófóbískar?“
Nokkrum árum eftir að Hafdís hætti í landsliðinu í
sundi fór hún að stunda íþróttir með hinsegin íþrótta-
félaginu Styrmi og upplifði þá í fyrsta sinn að geta ver-
ið hinsegin og íþróttakona samtímis.
„Það eru til ógrynni dæma um að fólk komi út með
kynhneigð sína eftir að það hættir í íþróttum. Íþrótta-
hreyfingin þarf að búa til öruggt umhverfi fyrir fólk að
koma út úr skápnum, en staðan er ekki sú í dag.“
Oft er talað um íþróttir sem síðasta vígi réttinda-
baráttu hinsegin fólks, en hvers vegna ætli íþróttirn-
ar þróist hægar en aðrir vettvangar þegar kemur að
þessu? „Þetta snýst í raun ekki um íþróttirnar sjálf-
ar heldur umgjörðina í kringum þær. Það er ekk-
ert hómófóbískt í eðli sínu við að sparka í bolta eða
hlaupa hratt. Það er menningin í kringum þær sem
þarf að breytast.“
Hafdís segir mikilvægt að viðurkenna að íþróttir séu
pólitískar: „Oft er talað um íþróttir eins og þær standi
fyrir utan samfélagið, en í raun geta íþróttir verið
spegill á misrétti sem viðgengst í samfélaginu.“
Fyrirlesturinn fer fram á sama degi og ólympíuleik-
arnir í Ríó eru settir. Hafdís segir það viðeigandi enda
leikarnir oft verið umdeildir fyrir að traðka á mann-
réttindum fólks. Margir hafa til dæmis gagnrýnt að
Brasilía, þar sem fátækt er mikil, haldi leika sem krefj-
ast þess að yfirvöld eyði stórum fjárhæðum í að undir-
búa komu ógrynni gesta ólympíuleikana í stað þess
að hlúa að almennum borgurum Ríó. „Það er alltaf
talað um að ólympíuleikarnir eigi að stuðla að friði og
bræðralagi, en samt látið viðgangast að traðkað sé á
mannréttindum fólks í undirbúningi leikanna.“
Sjálf hefur Hafdís tekið þátt í svokölluðum Gay
Games og Out Games, sem eru alþjóðleg mót hinseg-
in fólks sem eru sniðin í mót ólympíuleikanna. Sjálf
segist hún hafa haft efasemdir um gildi leikanna áður
en hún tók þátt og hélt að leikarnir væru einhver
viðurkenning á að hinsegin fólk þyrfti að vera sér á
parti því það væri ekki jafn gott í íþróttum: „Leikarn-
ir snúast hins vegar um sýnileikann og að geta verið
íþróttamanneskja og hinsegin á sama tíma. Ekki í
íþróttum á virkum dögum og hinsegin um helgar, eins
og veruleiki margra er nú.“
Hýr stemning í Norræna húsinu
Caitlyn
Jenner vann
gullverðlaun
í frjálsum
íþróttum á
ólympíuleik-
unum 1976
Megan
Rapinoe,
fótbolti
Orlando
Cruz, box
Matthew
Mitcham,
vann gull-
verðlaun í
dýfingum á
ólympíuleik-
unum 2008
„Við erum með ýmislegt á prjón-
unum, næsta sumar ætlum við til
dæmis að ganga Kristínartinda á
Skaftafelli,“ segir Kristín Guðmunds-
dóttir, ein sjö Kristína sem hittust
á miðvikudagskvöldið á einskonar
stofnfundi vinahóps sem skipaður er
eingöngu stelpum sem heita Kristín.
Þó kjarni hópsins sé sjö stelpur er
markmið hans að fjölga Kristínum
smám saman, til dæmis með fundi
þar sem hver Kristín býður með sér
einni Kristínu til viðbótar. Eins er í
bígerð fundur þar sem Kristínarnar
hitta hóp af strákum sem allir heita
Kristinn.
Kristín hefur alltaf þekkt nokkrar
nöfnur sínar hér og þar, en hópur-
inn varð til þegar Kristín sagði tveim
samstarfskonum, sem jafnframt eru
nöfnur hennar, frá hópi Ragnheiða
sem hittist reglulega. „Sama kvöld
stofnuðum við Kristínar-grúppu á
Feisbúkk og skipulögðum stofn-
fund. Á stofnfundinum þekkti ég
allar Kristínarnar en nokkrar þeirra
voru að hittast í fyrsta sinn,“ segir
hún, og er ekki frá því að Kristínum
komi jafnvel betur saman en öðru
fólki: „Við vorum allavega sammála
um alla hluti á fundinum og erum
hressar og skemmtilegar.“
Í slíkum hópi verður þó ekki um-
flúið að nokkur ruglingur verði
í hópnum: „Það voru þónokkur
augnablik á stofnfundinum þegar
einhver kallaði á Kristínu og allar
litu við. Í hópspjallinu okkar á Face-
book getur líka verið erfitt að sjá
hvaða Kristínar hafa séð skilaboð frá
manni, þar sem stendur alltaf bara
„Seen by Kristín, Kristín, Kristín“,“
segir Kristín glettin og greinilegt er
að vinahópurinn verður með þeim
skemmtilegri sem fyrirfinnast.
Vináttan Því fleiri Kristínar, því betra
„Það er ekk-
ert hómó-
fóbískt í
eðli sínu við
að sparka
í bolta eða
hlaupa
hratt.“
Íþróttamanneskja
á virkum dögum,
hinsegin um helgar
Fyrirlestur Hafdísar fer fram klukk
an 12 í dag í Iðnó við Vonarstræti.
Frægir hinsegin ólympíufarar
Sex Kristínanna á góðri stundu.
ÖFLUGRI EN HEFÐBUNDNAR OME
GA-3 OLÍUR
TM
Bioglan Calamari Healthy May V4.indd 1 23/05/2014 16:23
Rannsóknir sýna að Omega-3 olía:
• Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemi
• Bætir minni og einbeitingu
• Vinnur gegn elliglöpum
• Er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska
og starfsemi líkamans
Útsölustaðir: Fæst í öllum helstu apótekum,
Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Heimkaup.is
og Heilsutorgi Blómavals
www.balsam.is
Calamari Gold inniheldur einstaklega
mikið af Omega-3 (DHA):
• 5 x meira af omega-3 (DHA) en þorskalýsi
• 3 x meira af omega-3 (DHA) en fiskiolía