Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 44

Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 44
Gott að sjá klassík Kvikmyndin Little Shop of Horrors, um seinhepp- inn starfsmann blómabúðar sem finnur ástina með hjálp mannætublóms, er sýnd í Bíó Para- dís klukkan átta föstudagskvöldið. Gott áhorf fyrir kvikmyndaáhugafólk. Gott að gleðjast Gleðiganga Hinsegin daga hefst við Vatns- mýrarveg klukkan 14 á laugardag og verður gengin niður Laugaveg- inn. Við taka hátíðar- höld á Arnarhóli þar sem tónleikar og atriði fara fram. Gott að hjóla Í Viðey á laugardaginn verður boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna. Ferjan siglir klukkan 13.15 frá Skarfabakka og tekur hjólatúrinn um einn og hálfan tíma. Skemmtileg dagsferð í náttúru og hreyfingu. GOTT UM HELGINA Fólkið mælir með… Jóhann Dagur Þorleifsson Útivist: Mér finnst alltaf næs að taka rölt í Elliða- árdalnum og það er skemmtilegra þegar maður tekur skemmti- legt fólk með. Máltíðin: Nautabátur í Hraun- bergsjoppu, alveg eins og Búkolla nema hann er í Hraunbergi. Svona ef fólk er mikið í óhollustunni. Uppákoman: Ég mæli með að fólk mæti á tónleika í kvöld á Húrra þar sem hljómsveitin mín, Þriðja Hæðin, er að spila ásamt öðrum góðum. Kvikmyndin: Ég mæli alltaf með sömu myndinni, A Clockwork Orange. Klárlega ein af mínum uppáhalds. Mæli samt ekki með að skella henni í gang með öllu tengdó settinu eins og einn vinur asnaðist til að gera eitt sinn eftir að ég mælti með henni. Vera Líndal Guðnadóttir Útivist: Snæ- fellsnesið gott fólk, pakkið í tösku og drífið ykkur, þetta svæði verða allir að skoða. Síðan mæli ég með Power Challenge kajak- ferðinni á Eyrarbakka. Algjörlega frábær hreyfing, ekki eins erfitt og nafnið gefur til kynna. Ég er ekkert „gunshow“ en sigldi þetta með bros allan hringinn í fyrsta sinn og ætla að gera það aftur um helgina. Uppákoman: Ég legg til að við mætum öll með tölu á Reykjavík Pride um helgina. Ég þarf von- andi ekki að útskýra af hverju það og allt sem því fylgir er mesta snilldin. Matur: Allt sem Brauð & Co búa til, allt eins og það leggur sig, í öll mál helst. B fyrir Bestu skálina á Núðluskálinni. Ban Thai ef það vill svo undarlega til að þið hafið ekki prófað. Og hey! (Nei ég get ekki hætt, ég ELSKA mat,) síðan mæli ég með eþíópíska veitingastaðn- um Minilik á Flúðum. Skemmtileg upplifun og „gucci“ matur! Kvikmyndin: The Nightmare Before Christmas. Alltaf. Að eilífu. ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.