Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 05.08.2016, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 05.08.2016, Qupperneq 48
Orðin Akureyringur Hilda Jana flutti til Akureyrar fyrir tuttugu árum til að snúa blaðinu við. Akureyringar tóku henni opnum örmum og hún heillaðist af bænum. Mynd | Auðunn Níelsson Gerði það sem hana langaði til „Ég ætlaði aldrei að starta ein- hverju rosalegu. Ég var einfaldlega að drepa tímann þangað til ég færi að gera eitthvað allt annað. Þannig að ég gerði bara nákvæmlega það sem mig langaði að gera. Ef mig langaði á Súlur á fjórhóli, þá gerði ég bara innslag um það og ef mig langaði í hvalaskoðun, þá gerði ég það. Ég var bara að hafa gaman af þessu og smám saman áttaði ég mig á því að einhver væri að horfa. Það er kannski það krúttlega við þetta. Ég var aldrei að rembast við að ná til einhverra.“ Hilda Jana bendir á að gildis- matið á N4 sé ekki endilega að ná sem mest krassandi fyrirsögn held- ur snúist það miklu meira um „feel good“ sjónvarp. Þá skiptir atvinnu- og viðskiptalíf ekki meira máli en skósmiðir og kvennakórar. Þetta gerir það að verkum að kynjahlut- föll viðmælenda stöðvarinnar er nánast jafnt. „Þegar matið á hvað á erindi í sjónvarp og hvað ekki, er þetta ekki þetta gamalgróna frétta- mat og þá breytast kynjahlutföll- in sjálfkrafa,“ útskýrir Hilda Jana. Þar fyrir utan eru tvær konur sem stýra stöðinni, en við hlið Hildu Jönu í rekstrinum, er María Björk Ingvadóttir. Hugsar stundum hvað ef? Þó langt sé liðið frá því Hilda Jana sagði skilið við neysluna hugsar hún stundum til baka – hvað ef? Þetta hefði nefnilega allt geta farið miklu verr. „Þegar ég var svona ung þá fannst mér ég ódauðleg. Mér fannst það mjög dramatískt þegar fólkið í kringum mig var að missa sig yfir veseninu í mér. En þegar maður er sjálfur komin með börn á þessum aldri, sér öll sjálfsvígin, slysin og „óverdósin“, þá gerir maður sér bet- ur grein fyrir því að auðvitað hefði þetta geta farið þannig,“ segir Hilda Jana, en hennar gömlu neyslufé- lagar hafa einmitt sumir horfið á braut langt fyrir aldur fram. Það er svo sannarlega ekki þannig að Hilda Jana beri það með sér með að hún hafi verið í neyslu á sínum yngri árum. Það hvarflaði til að mynda ekki að blaðamanni að hún ætti sér slíka sögu, en það var google sem benti á það. Hilda Jana fór nefnilega í opinskátt viðtal um fíknina þegar hún var aðeins 23 ára gömul. Og þegar henni er flett upp á netinu er það fyrsta niðurstaðan sem kemur upp. „Ég var alltaf í ein- hverjum blaðaviðtölum því ég ætl- aði að frelsa heiminn,“ segir hún og hlær. „Svo þarf ég að eiga þetta samtal við dætur mínar núna, því þær geta auðvitað bara gúgglað. Þetta er samt alls ekkert leyndar- mál, en bara ekki það eina sem skil- greinir mig.“ „Drastískt“ inngrip Hilda Jana segir fólk gjarnan verða hissa þegar það kemst að fortíð hennar og henni finnst gott að vita til þess að þetta sé ekki það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér hana. „Ég skammast mín samt alls ekki fyrir þetta. Mér finnst líka alveg pínu gaman að geta kannski fyr- ir verið fyrirmynd fyrir einhvern sem er 18 ára inni á Vogi og finnst lífið ómögulegt. Það er mikilvægt að sá einstaklingur viti að það er til fólk þarna úti sem var á sama stað, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Hilda Jana Gísladótt-ir, sjónvarpsstjóri á N4 á Akureyri, hefur á síðustu árum vakið athygli fyrir skemmti- lega og líflega dagskrárgerð um allt milli himins og jarðar norð- an heiða. Hún kemur til dyranna eins og hún klædd og það kunna áhorfendur að meta. Margir halda eflaust að Hilda Jana sé borinn og barnfæddur Akureyringur, en það er ekki svo. Tuttugu ár eru síðan hún tók U-beygju í lífinu og flutti úr borginni til Akureyrar. Snéri blaðinu við „Mig langaði að snúa alveg við blað- inu og gera allt aðra hluti. Það var því mjög gott að flytja norður og byrja frá grunni sem nýja Hilda Jana.“ Hún var þá tvítug, ólétt af elstu dóttur sinni og búin að vera edrú í tvö ár. En á unglingsárunum sökk hún niður í mikla áfengis- og fíkniefnaneyslu. Hún náði botnin- um hratt en spyrnti sér aftur upp með mikilli og góðri aðstoð frá SÁÁ. „Mamma og pabbi voru flutt norður og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við þetta barn sem ég var að fara að eignast. Ég ákvað því að elta þau norður og biðja þau um að kenna mér að skipta á bleyj- um og fleira. Svo féll ég bara fyrir Akureyri og fór aldrei til baka. Að flytja norður smellpassaði inn í líf- ið mitt á þeim tíma, þegar ég ætlaði að einbeita mér að því að vera góð mamma og hafa fallegt og rólegt í kringum mig,“ segir Hilda Jana ein- læg. Þó hún sé ekki fædd og uppalin á Akureyri þá er hún fyrir löngu orðin Akureyringur. „Það var vel tekið á móti mér á Akureyri og ég fékk tækifæri til að gera ýmislegt. Fólk þekkti mig ekki og það var ekki verið að tala um hvað ég gerði þegar ég var í neyslu. Ég kom bara hingað ófrísk, fór í VMA og byrjaði upp á nýtt.“ Flestir með ör úr fortíðinni Fyrstu árin eftir að Hilda Jana varð edrú var hún samt mjög upptekin af því að hjálpa öðrum í sömu stöðu og hún hafði verið í og fræða ungt fólk. „Ég var á fullu í jafningjafræðslu og forvarnarstarfi. Ég ætlaði að verða ráðgjafi eða sálfræðingur. En þetta var bara eitthvað sem ég þurfti að gera á þessum tíma. Nú er ég bara tiltölulega venjuleg mamma í Brekkunni á Akureyri,“ segir hún örlítið kíminn þó undirtóninn sé alvarlegur. „Ég er svo margt annað en þetta. Það eru flestir með ein- hver ör úr fortíðinni og þetta er eitt af mínum. En ég hugsa alls ekki mikið um þetta í dag.“ Endaði óvart í sjónvarpi Hilda Jana byrjaði að starfa í sjón- varpi um aldamótin og hófst ferill hennar þar fyrir algjöra tilviljun. Þá var hún formaður félags stúd- enta Háskólans á Akureyri. Eitt af verkefnunum var að kynna skól- ann. Hún setti sig því í samband við fjölmiðla, þar á meðal litla sjón- varpsstöð á Akureyri sem hét Ak- sjón. „Þeir buðu okkur að vera með þátt, með því skilyrði að ég myndi sjá um þáttinn, sem var alls ekki eitthvað sem ég hafði í huga. En úr varð að ég gerði hinn epíska þátt, Háskólahornið, sem var frumraun mín í sjónvarpi. Í kjölfarið var ég svo ráðin inn í sumarafleysingar og þá var ég komin með bakteríuna.“ Aksjón vann á þeim tíma frétt- ir fyrir Stöð 2 og svo starfaði Hilda Jana hjá RÚV á Akureyri um nokkurt skeið. Hún var því aðal- lega að vinna fréttir fyrstu árin á ferlinum. Smám saman fór áhugi hennar á dagskrárgerð hins vegar að aukast og henni fannst ýmislegt vanta í fjölmiðlaflóruna. Aftur var það svo tilviljun sem réði því að hún fór að starfa við nákvæmlega það. Erfitt að missa vinnuna „Ég missti vinnuna á RÚV í hruninu, sem var mikill skellur. Þá hélt ég að fjöl- miðlaferlinum væri lokið. Ég var komin á bætur og var eiginlega bara að leita mér að vinnu í Noregi. Ég fór í nokkur atvinnuviðtöl vegna starfa í Noregi, því ég gat ekki hugsað mér að vera atvinnulaus. Ég hefði rotnað. Svo fór ég með skottið á milli lapp- anna að hitta framkvæmdastjóra N4, Þorvald Jónsson heitinn, en þá var búið að vera slökkt á vélunum hjá þeim í fjóra mánuði. Það fór svo þannig að ég fékk styrk frá Vinnu- málastofnun til að gera sjónvarp á N4 og við kveiktum aftur á vél- unum.“ Sú tilraun gekk svona líka vel. Vélarnir hafa verið í gangi síð- an, sjónvarpsstöðin hefur vaxið og dafnað og þar starfa nú 18 manns. „Ég var eini dagskrárgerðarmaður- inn, með tvo tæknimenn. Ég var á skjánum 24 tíma á sólahring, 365 daga á ári,“ segir hún og hlær. Byrjaði upp á nýtt á Akureyri Hilda Jana sökk hratt í harða neyslu á unglingsárunum en náði sér á strik aftur með góðri aðstoð frá SÁÁ. Í heilt ár var hún inn og út af meðferðarstofnunum áður en hún komst á beinu brautina. Hún flutti til Akureyrar í kjölfarið, sem var nákvæmlega breytingin sem hún þurfti. Ég ætlaði aldrei að starta einhverju rosalegu. Ég var einfaldlega að drepa tímann þangað til ég færi að gera eitthvað allt annað. Ég var bara að hafa gaman af þessu. Það er kannski það krútt- lega við þetta. Ég var aldrei að rembast við að ná til einhverra. Mig langaði að snúa alveg við blaðinu og ger a allt aðra hluti. Það var því mjög gott að f lytja norður og byr ja frá grunni sem ný ja Hilda Jana. en eignaðist flott og gott líf. Ég sjálf átti fyrirmyndir á sínum tíma sem sýndu mér að það væri hægt að snúa við blaðinu,“ segir Hilda Jana sem er líka mjög þakklát fjölskyldu sinni og samfélaginu fyrir að hafa gefið sér annað tækifæri. „Ég var í heilt ár út og inn af meðferðarstofnunum og áfanga- heimilum og eitthvað hefur það kostað samfélagið. Stundum þarf bara svona „drastískt“ inngrip og margar tilraunir, sérstaklega hjá ungu fólki. En það borgaði sig klár- lega í mínu tilfelli því ég er búin að borga mína skatta síðan. Svona ef maður horfir bara á excel-skjalið,“ segir hún kímin. …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2016 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Nýjar haustvörur streyma inn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.