Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 05.08.2016, Qupperneq 51

Fréttatíminn - 05.08.2016, Qupperneq 51
Unnið í samstarfi við Hálendisferðir Það kom yfir fjölskylduna útþrá eitt haustið og við ákváðum að skella okkur til Marokkó. Okkur lang- aði að prófa að sleppa jólunum og líka að kynnast öðrum menn- ingarheimi. Mér fannst þetta ótrúlega hressandi en líka svo endurnýjandi, það var eins og maður hefði verið í burtu í heilt ár,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður og ferðafröm- uður Ilmandi og iðandi mannlíf Ósk hefur um árabil skipulagt ferðir um hálendi Íslands og getið sér gott orð. Nú býður hún uppá spennandi ferðir um Marokkó, sú fyrsta verður nú í september. Ferðin ber yfirskrift- ina Ævintýralandið Marokkó og stendur í tólf daga. Í ferðinni fá þátttakendur að kynnast hinni fornu menningar- borg Fes og nágrenni hennar. Farið verður í gönguferð um af- skekktar byggðir í Atlasfjöllun- um, farangurinn fluttur á milli staða á múlösnum. Að göngunni lokinni verður farið til Marrakesh þar sem ferðalangar fá að njóta ilmandi og iðandi mannlífs. Að síðustu verður haldið til hafnar- bæjarins Essaouira sem heillaði hippa og menningarvita á sjö- unda áratugnum. Nánari upplýs- ingar um ferðaplanið má finna á heimasíðunni hálendisferðir.is. Stutt ferðalag yfir í annan menningarheim Það þarf ekki að fara langt til þess að komast í tæri við fram- andi menningarheim. Aðeins um klukkutíma flug frá Barcelona til Fes og við lendum beint inni í heimi sem minnir á sagnabálkinn 1001 Nótt, að sögn Óskar. „Hin forna borg Fes með sín- um þröngu götum hefur ekk- ert breyst frá miðöldum. Fes er völundarhús og þar eru engir bílar. Göturnar svo þröngar að það er hægt að snerta veggina beggja vegna ef maður breiðir út faðminn. Og allir eru eitthvað að sýsla. Vefarar negla nagla utan á húsveggi og vefa langa stranga. Sútarar standa í sútunarkerjum og lita leður í öllum regnbogans litum. Þarna hefur næstum því ekkert breyst öldum saman, við fáum innsýn í handverk og menn- ingu á miðalda. Finnum jafnvel keiminn af evrópskum miðalda- borgum. „Hamingjudalurinn" í Háu Atlasfjöllunum hefur heldur ekk- ert breyst. Húsin eru búin til úr hálmi og leir nákvæmlega eins og tíðkaðist á tímum Krists. Þau falla inn í landslagið og minna að því leyti á íslenska torfbæ- inn. Þar býr fólk í ævafornu ætt- bálkasamfélagi Berba og ræktar jörðina af mikilli elju. Menn og dýr búa saman í húsunum og allt er beint frá býli. Berbar eru frumbyggjar í Marokkó og þeirra menning er að mörgu leyti ólík menningu araba. Við hittum heimamenn, borðum með þeim, förum út á akurinn og hjálpum til við hús- verkin. Við heimsækjum barna- skóla og tölum við börnin. Við göngum í gegnum sedrusviðar- skóga yfir fjallaskörð og þræðum þorpin. Það verður engin samur eftir heimsókn í Hamingjudalinn," segir Ósk. Furðuveröldin Marrakesh „Marrakesh er enn ein furðuver- öldin. Ilmandi, iðandi mannlíf á hinu fornfræga torgi Jamaa el Fna er engu líkt; apar og eld- gleypar, akrobatar, slöngur, galdrameistarar og sögumenn. Þarna er 1001 ára gömul leik- sýning sem heldur endalaust áfram. Í Marrakesh er tilvalið að Spennandi ferðir um ævintýralandið Marokkó Ósk Vilhjálmsdóttir heillaðist af Marokkó í sinni fyrstu heimsókn þangað. Hún skipuleggur 12 daga ferð um Marokkó núna í september og er með fleiri ferðir í undirbúningi. Ævintýraland Ósk Vilhjálmsdóttir heillaðist af Marokkó í sinni fyrstu ferð þangað. Hún skipuleggur nú spennandi ferðir þangað. Næsta ferð verður í september en þá fer Ósk með 10-15 manna hóp í tólf daga ævintýraferð. skella sér á matreiðslunámskeið og elda „tajin" með heimamönn- um, heimsækja kaktusagarðinn sem Yves Saint Laurant gerði frægan, drekka nýpressaðan avocadósafa, kaupa reykelsi og ilmolíur. Svo er gaman að fara út fyrir bæinn og heimsækja viku- legan sveitamarkað Berba sem fáir ferðamenn þekkja. Og ekki má gleyma hafnarbæn- um Essaouira. Það er frískandi að koma að sjónum eftir ferðalagið uppí fjöllin. Finna svalandi haf- goluna leika um sig, stinga sér í sjóinn og baða sig í sólinni." Góðir gestgjafar Ósk segir Marokkó ekki vera þjakað af túrisma en heimamenn séu þó vanir ferðamönnum og taki vel á móti þeim. Þeir eru góðir gestgjafar. „Ég fæ aldrei nóg af þessu landi. Þarna er mögnuð náttúra en svo miklar andstæður. Það er t.d. víða álíka langt að fara á skíði uppi í Atlas- fjöllum og í sólbað á ströndinni.“ Þessi tólf daga ferð verð- ur dagana 16. til 27. september næstkomandi. Þá segir Ósk enn- fremur að í undirbúningi sé lengri ferð um páskana á næsta ári, eyðimerkurferð með hirðingjum í mars á næsta ári og hugsanlega enn ein ferðin í árslok. Allar nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni, www.halendisferdir.is. …haustferðir kynningar7 | amk… FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2016 Í ferðinni fá þátttakendur að kynnast hinni fornu menningar- borg Fez og nágrenni hennar. Þá er farið í þriggja daga göngu- ferð um afskekktar byggðir í Atlasfjöll- unum undir leiðsögn innfæddra sem flytja farangurinn á múlösnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.