Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 54
Loksins á Íslandi
Bragðgóð, skemmtileg og hressandi gúmmívítamín fyrir börnin
Sumir eiga óskaplega erfitt með að muna eftir að taka inn vítamínin og enn aðrir eiga erfitt
með að koma stórum töflum og
hylkjum niður. Nú er komin frá-
bær lausn við þessu vandamáli
því gómsætu gúmmívítamín-
in frá BIOGLAN eru þægileg
og skemmtileg leið til að fá
nauðsynlegan ráðlagðan dag-
skammt af omega-3 fitusýrum,
D3-vítamíni og fjölvítamíni.
Omega 3 + Fjölvítamín
Omega-3 fitusýrur eru nauðsyn-
legar fyrir frumur líkamans og
gegna mikilvægu hlutverki í að
styðja við starfsemi heilans.
Fitusýrurnar eru taldar bæta
einbeitingu, minni og vitsmuna-
þroska. Einnig styður omega-3 við
eðlilega starfsemi augna og hjarta-
kerfisins.
D3 Vítamín er ómissandi
vítamín sem verður til fyrst og
fremst fyrir áhrif sólarljóssins
á húðina, en húðin vinnur
vítamínið úr sólarljósi. Það
þarf því ekki að fjölyrða um
nauðsyn þess að taka það inn,
fyrir okkur sem búum á norð-
urhjara veraldar. D3-vítamín er
nauðsynlegt beinheilsu, fyrir
heilbrigt ónæmiskerfi og geð-
heilsu.
Fjölskyldu fjölvítamín –
Fjölvítamín fyrir fjölskylduna
eru sérstaklega hönnuð til að
stuðla að orkuframleiðslu, styrk-
ingu ónæmiskerfisins og til að
viðhald vexti líkamans. Fjölvítamín-
ið inniheldur tíu lykilnæringarefni
sem líkaminn þarfnast.
Fæst í helstu apótekum, Hag-
kaupum, Heimkaup.is, Fjarðar-
kaup, 10-11 og Iceland Engihjalla.
Calamari Gold Omega 3 olían er unnin úr smokk-fiski, en olían inniheld-ur mikið magn af DHA
nauðsynlegum fitusýrum. Hvert
hylki inniheldur fimm sinnum
meira af DHA samanborið við
þorskalýsi og þrisvar sinnum
meira en fiskiolía.
Færri eiturefni
Ólíkt þorski er smokkfiskur ekki
ofveiddur og lifir tiltölulega stutt.
Það þýðir að færri eiturefni
safnast upp í honum
í samanburði við
margar aðrar fisk-
tegundir. Gæði
omega-3 fitu-
sýranna er því
meiri.
Einstaklega rík af DHA
fitusýrum
Calamari gold olían er talin hafa
einstaklega mikla heilsubæt-
andi eiginleika og er sérstaklega
rík af DHA fitusýrum sem styðja
við heilbrigða starfsemi heil-
ans, augu og hjarta. Eins eru þær
taldar bæta minni og einbeitingu
og geta unnið gegn elliglöpum.
Rannsóknir benda til þess að
DHA fitusýrur geti hjálpað til við
að bæta blóðþrýsting og dregið
úr hættu á hjartasjúkdómum.
Fæst í helstu apótek-
um, Heilsuhús-
inu, Heimkaup.is,
Hagkaupum og
Fjarðarkaupum.
Unnið í samstarfi við Balsam
Nú er ekkert mál að taka inn vítamín því þau eru lostæti. SmartKids henta öllum börnum
frá 3 ára aldri. Fjórar tegundir af
vítamínum og bætiefnum sem
eru nauðsynleg fyrir litla kroppa
sem eru að stækka og þroskast
frá degi til dags. Það hefur aldrei
verið auðveldara að fá börnin með
sér í lið.
SmartKids Brain Formula inni-
heldur Omega 3 fitusýrur sem
styður eðlilega heilastarfsemi, B
vítamín sem stuðlar að eðlilegri
starfsemi taugakerfisins og járn
sem hefur mikilvægu hlutverki að
gegna í súrefnisflutningi til heil-
ans og vitsmunaþroska barna.
SmartKids fjölvítamín er kær-
komin viðbót við mataræði barna,
ekki síst þeirra sem teljast mat-
vönd eða fást ekki til að taka
vítamínin sín. Foreldrar vita best
hversu slítandi það getur verið
að fá börnin til þess að borða
það sem fyrir framan þau er
lagt, hvað þá vítamín. SmartKids
fjölvítamínið inniheldur helstu
vítamín og steinefni sem eru
ómissandi fyrir stækkandi börn.
SmartKids D3 vítamínið er afar
mikilvægt fyrir ónæmiskerfi og
beinaheilsu barna. Styrkir einnig
tennur og vöðva og er lífs-
nauðsynlegt yfir veturinn
í skammdeginu.
SmartKids
vítamínin
innihalda
hvorki glúten, mjólk né hnetur
og henta því börnum með slík
fæðuofnæmi. SmartKids gúmmí-
vítamínin fást með ljúffengu
sítrónu- og berjabragði.
SmartKids Happy Tummies
probiotics fyrir viðkvæma maga
inniheldur góðgerla fyrir þarma-
flóruna og sér henni fyrir þeim
góðu bakteríum sem litlir magar
þurfa á að halda. SmartKids
Happy Tummies koma í gómsæt-
um mjúkum kúlum með jarðar-
berjabragði.
Smartkids fæst í helstu apó-
tekum, Heimkaup.is, Hagkaup-
um og Fjarðarkaupum.
Ljúffeng og skemmtileg
Bioglan VitaGummies gúmmívítamín – Nauðsynleg fyrir heilsu okkar allra
Öflugri Omega-3 olíur
Fimm sinnum meira magn af DHA en í þorskalýsi
Calamari Gold er einstaklega ríkt af
Omega 3 fitusýrum.
Það hefur aldrei
verið auðveldara
að fá börnin
með sér í lið.
SmartKids vítamínin eru bragðgóð og hressandi.
…heilsa kynningar 10 | amk… FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2016
Júl ía Magnúsdót t ir, heilsumarkþjálf i og næringar- og lífsstílsráð-gjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán
daga. „Áskorunin hefst 15. ágúst og
það er öllum frjálst að taka þátt með
skráningu á heimasíðunni lifdutil-
fulls.is. Það eru engar reglur, boð
eða
bönn. Hver og einn fer í þetta
á sínum forsendum en áskorunin
snýst um það að taka hvítan sykur
út úr mataræðinu og kynnast því
hversu gott hægt er að hafa það án
sykurs“ segir Júlía.
„Sjálf var ég algjör sykurfíkill hér
áður og þekki vel hversu erfitt er að
reyna sleppa sykri. Ég vildi því gera
þetta eins auðvelt og hægt er svo í
gegnum áskorunina fá þáttakendur
nýjar uppskriftir fyrir hvern virkan
dag þessar tvær vikur ásamt inn-
kaupalista. Uppskriftirnar eru sam-
settar úr fæðu sem slá á sykurþörf-
ina og svo eru þær vegan að auki.
Allir geta tekið þátt í áskoruninni
og farið eins langt og þeir treysta
sér til, hvort sem það er að prófa
eina nýja uppskrift á dag sem slær
á sykurþörfina eða sleppa sykrin-
um alfarið. Margir finna bætta líð-
an, meiri orku og sumir hafa náð af
sér nokkrum aukakílóum með því
að taka þátt, sem er ekki amalegt.“
Júlía telur að það taki líkamann
14 daga að sleppa sykri, þó sumir
segi að það taki lengri tíma. „Ég tel
14 daga vera hæfilegan tíma til að
skapa nýja hefð og löngun í sykur
mun minnka til muna. Sykurlaust
fæði er langt frá því að vera leiði-
gjarnt og í raun kynntist ég nýjum
heimi fæðutegunda þegar ég hætti
að borða sykurinn,“ segir Júlía sem
vill nú hjálpa fólki að borða minni
sykur og opna augu þess fyrir því
hve víða sykurinn leynist.
Hægt er að skrá sig í áskorunina
með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is
Losaðu þig við
sykurinn á 14
dögum
Júlía skorar á Íslendinga að taka þátt í sykur-
lausri áskorun sem snýst um að taka allan
hvítan sykur út úr mataræðinu. Engar reglur
og allir eru á sínum eigin forsendum.
Þessir eru dásamlega góðir og
alveg fullkomnir að hafa í veskinu
að grípa í þegar þú ert á ferðinni
og vantar eitthvað að narta í eða
jafnvel í útileguna.
Botn
1 bolli sólblómafræ
1 bolli möndlur
1/4 bolli kókoshveiti
4 msk möndlusmjör
4 msk kókosolía
5 mjúkar döðlur*
1 tsk vanilla
Súkkulaðikrem
4 döðlur*
1/4 bolli kókosolía
4 msk lífrænt kakóduft
4 dropar stevía
*Það má líka sleppa döðlunum og
nota þá 2 msk auka af möndlu-
smjöri í botninn og 2 dropa
aukalega af stevíu í kremið. En
döðlurnar gefa góða sætu.
Byrjaðu á að gera botninn: Mauk-
aðu sólblómafræin og möndlurn-
ar í matvinnsluvél og settu til
hliðar. Bættu hinu hráefninu út
í og hrærðu þar til allt er bland-
að. Dreifðu úr deiginu í eldfast
mót og þrýstu því svo vel niður.
Næst gerirðu kremið: Bræddu
saman í potti kókosolíuna, kakóið
og stevíuna þar til þetta er orðið
þykkt.
Að lokum dreifir þú úr kreminu
yfir botninn, geymir í ísskáp í
um það bil 25 til 30 mínútur eða
þar til stökkt. Skerðu í kubba og
njóttu.
Þessi jógurt er í miklu
uppáhaldi hjá mér og
manninum mínum og
hana verður að finna í
uppskriftabókinni minni
sem kemur út í sept-
ember.
1 dós kókosmjólk
1 banani
1/2 bolli mangó eða
meira
2 skeiðar kísilduft*
4 msk chia fræ
4-6 dropar toffee stevía
smá vatn, fer eftir þykkt
kókosmjólkur
*Kísilduftið hjálpar að
vinna gegn kandida
sveppi sem nærist á
sykri en má sleppa ef
verið er að gera fyrir
börn.
Byrjið á að leggja chia
fræ í bleyti á móti 3/4
bolla af vatni, látið liggja
í 10 mínútur eða yfir
nótt. Setjið öll innihalds-
efni í blandara og hellið
í krukkur. Þessi jógurt
er æðisleg í morgunmat eða sem
millimál.
Uppskriftin er fyrir tvo
Geggjaðir sykurlausir hafraklattar
~ gerir u.þ.b. 18 stykki, fer eftir stærð.
Karamellu jógúrt sem slær á sykurþörfina