Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 05.08.2016, Síða 59

Fréttatíminn - 05.08.2016, Síða 59
Það er fátt sem fær mig til að kveikja á sjónvarpinu í þeim tilgangi að fylgjast með einhverju sérstöku. Ég býð þó eftir Popppunkti á hverju föstudagskvöldi, spenntari en liðsmaður MR í Gettu bet- ur, enda annálað tónlistarnörd. Ég horfi meira á sjónvarpsþætti og heimildamyndir en kvikmyndir og er gríðarlega ánægð með þættina sem Netflix hefur verið að framleiða. Þessa dagana er ég að missa vitið yfir Stranger Things, sem ég átti ekki hreint ekki von á þar sem ég er ekki mikið fyrir sci-fi, en þessir þættir hafa allt. Þeir eru vel leiknir, persónurnar eru skemmtilega skrifaðar og stílfæringin á þáttunum sem eiga að gerast á níunda áratugnum er falleg. Svo er tónlistin frábær. Fyrir skræfur eins og mig mæli ég þó ekki með áhorfi á þeim á nótt- unni, þar sem þeir eru pínu óhugnan- legir. Jafnframt er ég mikill aðdáandi Or- ange is the New Black, sem eru einnig framleiddir af Netflix. Það er velkomin tilbreyting að fá sjónvarpsefni með jafn mikið af sterkum og fjölbreyttum kven- persónum eins og eru í þeim þáttum. Nirvana aðdáandinn gladdist yfir komu Montage of Heck og Soaked in Bleach á síðasta ári. Svo ættu allir að horfa á Amy. Hún er frábær, en átak- anleg. Sófakartaflan Aðalheiður Gunnars Sigrúnar dóttir Er að missa vitið yfir Stranger Things Opnunarhátíð í Ríó RÚV, 22.55. Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast formlega í dag. RÚV sýnir frá leikunum líkt og endranær og eflaust eiga margir eftir að límast við skjáinn. Frjálsíþróttaáhugamenn vonast væntanlega til þess að Sigurbjörn Árni Arngrímsson eigi sem flestar innkomurnar enda jafnast ekkert á við lýsingarnar hans; Sigurbjörn getur vakið óbilandi áhuga hinna mestu antisportista á maraþon- hlaupum, stangarstökki og kúluvarpi. Sýnt verður frá opnunarhátíðinni í Ríó klukkan 22.55 í kvöld og verður hún að öllum líkindum stórkostleg veisla fyrir augað. Leikarnir hafa verið í brennidepli lengi, ekki síst vegna ásakana um mútur og spillingu en við vonum að allt fari friðsamlega fram næsta mánuðinn. Hvað vilja konur? Netflix What Women Want. Bráðskemmtileg gamanmynd með Mel Gibson og Helen Hunt í aðalhlutverkum. Nick Marshall er karlremba sem vinnur á auglýs- ingastofu og vefur kvenmönnum um fingur sér. Dag einn fær Nick höfuðhögg sem gerir það að verkum að honum er kleift að heyra hugsanir kvenna – þetta breytir lífi Nick svo um munar og breytir öllu þegar kemur að samskiptum hans við hitt kynið. Allt um fasteigna- kaup og fleira Hringbraut, 20.00 Anna Karen Ellertsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson sjá um þáttinn Heimilið á föstudagskvöldum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Í þættinum eru gefin góð ráð varðandi heimilið, fasteignakaup, hvernig hægt er að spara í heimilishaldinu og rauninni bara allt sem viðkemur heimilinu. Fróðlegir og nytsamlegir þættir. Ánægð með Netflix Aðalheiður Gunnars Sigrúnardóttir er í hópi aðdáenda Stranger Things á Netflix. Mynd | Rut Bankastræti • Borgartúni • Kringlunni • Smáralind • Reykjanesbæ • Safnahúsinu • Þjóðminjasafni • Kruðerí Kíktu í Kaffitár Hver einasta kaffibaun og ferðalag hennar í bollann skiptir máli. Hjá Kaffitár verkum við kaffið af þekkingu og berum fram með alúð. Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar- erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir... www.versdagsins.is …sjónvarp15 | amk… FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.