Fréttatíminn - 13.08.2016, Blaðsíða 38
Unnið í samstarfi við
Hveragerðisbæ.
Blómstrandi dagar í Hveragerði standa nú sem hæst og verður ekkert lát á gleðinni
fyrr en annað kvöld. Hátíðin er
í veglegri kantinum í ár í tilefni
70 ára afmælis Hveragerðis en
að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur
bæjarstjóra var ákveðið að
setja allan aurinn í glæsilega
dagskrá í stað þess að halda
hátíðarkvöldverð fyrir boðsgesti,
eins og stundum tíðkast við þess
lags tilefni.
Hillary-ís og Trump-ís
Viðburðirnir eru nánast óteljandi
en einna stærstur er Ísdagur
Kjöríss en hann dregur alltaf
þúsundir að. „Enda hvergi
nokkurs staðar annars staðar á
byggðu bóli sem þú getur komið
og borðað eins mikið af ís og
þú getur í þig látið á þremur
klukkutímum,“ segir Aldís. Fleiri
tugir tegunda íss verða í boði
og í ár er forsetaþema þannig
að hægt verður að gæða sér á
Hillary-ís, Trump-ís og Guðna-ís,
svo dæmi séu tekin. Kjörís setur
líka frystikistur vítt og breitt um
Hveragerði og býður bæjarbúum
upp á ís allan daginn. „Hveragerði
er auðvitað blómabærinn en við
erum líka höfuðborg íssins á
Íslandi,“ segir Aldís.
Listamannanýlenda
Aldís hvetur fólk til þess að koma
og leggja bílnum, rölta um bæinn
og njóta þess sem í boði er. „Það
eru sýningar, opnar vinnustofur
út um allan bæ, tónlist og
markaðir víða. Fjölmargir íbúar
verða með bílskúrssölur en
síðan verður einnig skottsala á
planinu við leikfélagshúsið, þar
sem allir eru velkomnir. Ekki má
heldur má gleyma fjölmörgum
tónleikum og viðburðum þar sem
allir ættu geta fundið eitthvað
Mikið um dýrðir
á 70 ára afmæli Hveragerðis
Blómstrandi dagar verða í veglegri kantinum í ár.
við sitt hæfi. Það verður einnig
hægt að fara í bíltúr um bæinn
í gömlum Víbon með leiðsögn
þar sem farið er yfir sögu
bæjarins og rifjað upp hverjir
upphaflega byggðu Hveragerði.
„Hveragerði er sá bær á Íslandi
sem hvað næst því hefur komist
að vera listamannanýlenda.
Bæði byggðist hann upp af
listamönnum í upphafi og
listamenn hafa ávallt verið mjög
áberandi í bæjarlífinu,“ segir
Aldís.
Alflottasta flugeldasýningin
Í brekkusöngnum í kvöld verður
flugeldasýning sem á sér vart
hliðstæðu, að sögn Aldísar. „Hún
verður stærri kantinum í tilefni
af afmælinu og hefur nú mörgum
þótt nóg um hingað til! Ég veit að
það segjast allir vera með flott-
ustu flugeldasýninguna en
bæjarbúar halda því margir
hverjir fram að þetta sé sú
alflottasta! Þetta er þvílíkt
sjónarspil í Varmárgilinu og svo
drynur í fjöllunum hérna í kring.
Ég hugsa að hávaðinn heyrist
niður í Þorlákshöfn,“ segir Aldís.
Í brekkusöngnum verður einnig
frumflutt lag Hljómlistafélags
Hveragerðis sem er gjöf þess til
bæjarbúa á þessum tímamótum.
Ágústa Eva, Magnús Þór
Sigmundsson, Páll Rósinkrans,
Mánar, Unnur Birna og fleiri
tónlistarmenn flytja lagið sem
þykir einstaklega vel heppnað. Á
morgun, klukkan 14, verður síðan
afmæliskaka í boði fyrir alla sem
vilja í Lystigarðinum undir ljúfum
djasstónum og eru allir hvattir til
að grípa með sér teppi og eiga
þar góða stund.
Hægt er að nálgast alla
dagskrána á Facebooksíðunni
Blómstrandi dagar í Hveragerði
og á hveragerdi.is.
Regla númer eitt, tvö og þrjú þegar
kemur að matarræði fyrir mara-
þon er að vera ekki að prófa nýja
og framandi rétti nokkrum dögum
fyrir hlaup. Borðaðu eitthvað sem
þú veist að er öruggt og maginn
þinn þolir. Gott er að gera tilraunir
með hvaða morgunverður hentar
best fyrir hlaup og gott er að hafa í
huga að sumir eru með viðkvæman
maga sem þarf að minnsta kosti þrjá
klukkutíma til að melta mat áður en
maraþonið hefst.
Ekki belgja þig út af of miklu vatni
að morgni hlaupadags, en passaðu
þig samt að drekka nóg. Mikilvægt
er að borða létta máltíð, til dæm-
is banana með haframjöli, beyglu
með hnetusmjöri, ristað brauð með
hunangi eða morgunkorn án mjólk-
ur. Gættu þín á mjólkurvörum, fitu,
hnetum og grófu korni. Líkt og áður
sagði er best að prófa sig áfram með
léttar máltíðir síðustu vikurnar fyr-
ir hlaup, til að finna út hvað hentar
þér og þínum meltingarfærum.
Borðaðu eitthvað öruggt
Á lokametrum maraþonundirbúnings.
Gerðu tilraunir Gott er að vita hvaða
morgunverður hentar best að morgni
hlaupadags.
…maraþon kynningar 10 | amk… LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2016
Ís fyrir alla Kjörís gefur allan þann ís
sem torgað verður.
Brekkusöngur Ingó veðurguð stjórnar brekkusöng í kvöld.
Blómardrottning. Aldís Hafsteinsdóttir,
bæjarstjóri Hveragerðis.
„Hveragerði
er auðvitað
blómabærinn en við
erum líka höfuðborg
íssins á Íslandi,“
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri Hveragerðis.
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
SUNNUDAGS
LAMBALÆRI
SUNNUDAGSSTEIKIN
SVÍKUR EKKI!
HÆGELDAÐ LAMBALÆRI
MEÐ RÓSMARÍN OG HVÍTLAUK
Sykurbrúnaðar kartöflur
„Crispy“ kartöfluteningar
með rósmarín og hvítlauk
Heimalagað rauðkál
Pönnusteiktir blandaðir sveppir
Ofnbakaðar gulrætur
Grænar baunir með myntu
Maís
Bjór- hollandaisesósa
Sveppasósa
2.900 kr. á mann
Aðeins framreitt fyrir allt borðið.
með öllu tilheyrandi
ALLA SUNNUDAGA
FRÁ 12–14.30