Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016
Aðeins meiriháttar mistök
gætu eyðilagt hernaðaráætl-
un kvennalandsliðsins í
fótbolta um að komast í úr-
slitakeppni Evrópumeistara-
mótsins 2017. Í liðinu eru svo
sterkir karakterar að það
væri stílbrot ef þær innsigla
ekki þátttökurétt sinn með
sigri í heimaleikjunum sem
framundan eru.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Því var blákalt haldið fram í fjöl-
miðlum í sumar að Ísland væri að
keppa í úrslitakeppni Evrópumóts
í fótbolta, í fyrsta sinn. Slíkt er
auðvitað fádæma vitleysa enda
hafði kvennalandsliðið tvisvar
sinnum komist í úrslitakeppn-
ir Evrópumóta, fyrst árið 2009
og aftur árið 2013. Reyndar unnu
þær sinn riðil í undankeppni móts-
ins árið 1995 líka, en komust ekki í
úrslitakeppnina sem þá var aðeins
milli fjögurra liða. Það er því ekki
rétt að Ísland hafi aldrei áður leik-
ið á stórmóti, nema í hugarheimi
þeirra sem gætu haldið að konur
séu ekki hluti af þjóðinni.
Ísland trónir nú á toppi síns rið-
ils í undankeppni Evrópumeistara-
mótsins og í heimaleikjunum tveim-
ur sem framundan eru, getur liðið
tryggt þátttökurétt sinn í úrslita-
keppninni. Liðið hefur skorað 29
mörk í sex leikjum en ekki fengið
á sig eitt einasta. Á föstudag leik-
ur það gegn Slóvenum og á þriðju-
dag gegn Skotum á Laugardalsvelli.
Þeim dugar aðeins eitt stig gegn
Slóvenum til að tryggja sig í úrslita-
keppnina en það ætti ekki að vera
mikil hætta á ferðum. Ísland valtaði
yfir liðið síðast þegar þau mættust
og skildi við heimavöll Slóvena með
sex mörkum gegn engu.
Það þyrfti eitthvað meiriháttar að
fara úrskeiðis til að koma í veg fyrir
að liðið fari í úrslitakeppnina. Það
yrði þriðja stórmótið sem lands-
Landsliðskonur til stórræða líklegar
Reynslan, getan og græðgin í að ná árangri er til staðar. Svo getur allt gerst. Mynd | Rut
Ísland trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni
Evrópumeistaramótsins og í heimaleikjunum tveimur
sem framundan eru, getur liðið tryggt þátttökurétt
sinn í úrslitakeppninni.
SÓLTÚN KYNNIR
öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR
Um íbúðirnar
Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja
íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2
að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar
suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk
þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum.
íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint
á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær
staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu
í nágrenninu.
Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar
upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu
samband við okkur og bókaðu fund.
Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík
Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is
Po
RT
h
ön
nu
n
Til sölu fyrir 60 ára og eldri
í Sóltúni 1-3, Reykjavík.
Verð frá kr. 39.800.000.
íbúðirnar verða afhentar vorið 2017