Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 16.09.2016, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 16.09.2016, Qupperneq 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016 Aðeins meiriháttar mistök gætu eyðilagt hernaðaráætl- un kvennalandsliðsins í fótbolta um að komast í úr- slitakeppni Evrópumeistara- mótsins 2017. Í liðinu eru svo sterkir karakterar að það væri stílbrot ef þær innsigla ekki þátttökurétt sinn með sigri í heimaleikjunum sem framundan eru. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Því var blákalt haldið fram í fjöl- miðlum í sumar að Ísland væri að keppa í úrslitakeppni Evrópumóts í fótbolta, í fyrsta sinn. Slíkt er auðvitað fádæma vitleysa enda hafði kvennalandsliðið tvisvar sinnum komist í úrslitakeppn- ir Evrópumóta, fyrst árið 2009 og aftur árið 2013. Reyndar unnu þær sinn riðil í undankeppni móts- ins árið 1995 líka, en komust ekki í úrslitakeppnina sem þá var aðeins milli fjögurra liða. Það er því ekki rétt að Ísland hafi aldrei áður leik- ið á stórmóti, nema í hugarheimi þeirra sem gætu haldið að konur séu ekki hluti af þjóðinni. Ísland trónir nú á toppi síns rið- ils í undankeppni Evrópumeistara- mótsins og í heimaleikjunum tveim- ur sem framundan eru, getur liðið tryggt þátttökurétt sinn í úrslita- keppninni. Liðið hefur skorað 29 mörk í sex leikjum en ekki fengið á sig eitt einasta. Á föstudag leik- ur það gegn Slóvenum og á þriðju- dag gegn Skotum á Laugardalsvelli. Þeim dugar aðeins eitt stig gegn Slóvenum til að tryggja sig í úrslita- keppnina en það ætti ekki að vera mikil hætta á ferðum. Ísland valtaði yfir liðið síðast þegar þau mættust og skildi við heimavöll Slóvena með sex mörkum gegn engu. Það þyrfti eitthvað meiriháttar að fara úrskeiðis til að koma í veg fyrir að liðið fari í úrslitakeppnina. Það yrði þriðja stórmótið sem lands- Landsliðskonur til stórræða líklegar Reynslan, getan og græðgin í að ná árangri er til staðar. Svo getur allt gerst. Mynd | Rut Ísland trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins og í heimaleikjunum tveimur sem framundan eru, getur liðið tryggt þátttökurétt sinn í úrslitakeppninni. SÓLTÚN KYNNIR öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR Um íbúðirnar Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2 að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum. íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu í nágrenninu. Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu samband við okkur og bókaðu fund. Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is Po RT h ön nu n Til sölu fyrir 60 ára og eldri í Sóltúni 1-3, Reykjavík. Verð frá kr. 39.800.000. íbúðirnar verða afhentar vorið 2017
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.