Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016
Fúllyndir karlar geta, þegar best tekst til, verið bæði fyndnir og sorglegir. Hér er Siggi
Sigurjóns í hlutverk mannsins sem heitir Ove. Myndir | Hörður Sveinsson/Þjóðleikhúsið
Ove: „Mitt hús er greitt. Ég er búinn að borga allar afborganir. Ég hef
alltaf staðið við mitt. Ég hef alltaf mætt í vinnuna. Ég hef ekki verið
veikur heima einn einasta dag á ævinni. Ég hef alltaf axlað mína
ábyrgð. Það gerir enginn lengur. Axlar ábyrgð. Enginn nennir að vinna.
Heilt land, fullt af fólki, sem vill bara vera í hádegismat allan daginn.“
Úr Maður sem heiti Ove
Súr nágranni
segir frá
Hvað er það við súra ein-
manna karla sem gerir þá svo
heillandi að bækur um þá
seljast í bílförum og pirring-
ur þeirra virkar vel á hvíta
tjaldinu og á leiksviði? Maður
sem heitir Ove er manngerð
sem fæstir vildu umgangast
en hann segir frá raunum sín-
um í Kassa Þjóðleikhússins á
sunnudagskvöld.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Ove keyrir á Saab. Þessi sænski
reglufasti maður getur hreinlega
ekki annað. Ove, sem brátt mun
teljast löggilt gamalmenni, er með
allt sitt á hreinu og reglunni má ekki
raska. Hann vaknar alltaf korter
í sex og fer fram úr, en hefur samt
aldrei átt vekjaraklukku. Ove er úr
takti við tímann og finnst flestir í
kringum sig vera á villigötum.
Svo flytja nýir nágrannar inn og
Ove þarf að endurmeta ýmislegt
úr fortíð sinni, erfiðleika í æsku og
sorgina sem kemur inn í líf okk-
ar allra á einum eða öðrum tíma-
punkti.
Ove er skáldsagnapersóna úr
smiðju sænska rithöfundarins
Frederik Backman sem er fæddur
árið 1981 í Helsingborg og sló í gegn
með bókinni Maður sem heitir Ove
árið 2012. Backman hefur síðan sent
frá sér tvær aðrar skáldsögur sem
allar hafa náð efstu sætum metsölu-
lista í heimalandinu. Hjálmar Hjálm-
arsson þýddi bókina um manninn
sem heitir Ove á íslensku og nú stig-
ur Ove inn í íslenskan leikhúsheim.
Karlar í krísu
Sagan af manninum sem heitir Ove
virðist hringja bjöllum í samtíma
okkar. Í fyrra varð Ove að kvik-
myndapersónu og nú fer Sigurður
Sigurjónsson í hlutverkið í leikgerð,
sem ólíkt bókinni og myndinni,
er einleikur eins leikara á sviðinu.
Bjarni Haukur Þórsson er leik-
stjóri sýningarinnar, en hann hef-
ur á undanförnum árum sérhæft sig
nokkuð í einleikjum og líka í sam-
starfi við Sigurð, en saman unnu
þeir að sýningunum Pabbinn og
Afinn, sem Bjarni Haukur samdi.
Afinn rataði síðan á hvíta tjaldið.
Sagan af Ove er saga af karlmanni
í krísu sem ekki veit af því, heldur
veit allt lang best. Krísan rennur
loks upp fyrir honum þegar einhver
kveikja verður til þess að breyta sýn
hans á lífið. Þá opnast fyrir þörfina
á endurmati, hvort sem honum líkar
það betur eða verr. Við tengjum við
þetta umfjöllunarefni sem endur-
ómar í ýmsum myndum í kringum
okkur og virðist njóta nokkurra vin-
sælda á síðustu árum.
Umfjöllunarefnið er skiljanlegt
þegar tæknibreytingar og marg-
slungnar þjóðfélagsbreytingar
undanfarinna ára eru teknar inn í
myndina. Vitanlega upplifa margir
sig eftir á og utanveltu í heimi sem
að breytist hratt, maður þarf ekki
endilega að vera jafn fullorðinn og
Ove til þess. Þegar best tekst til ná
sögur sem þessar, af beiskum mönn-
um sem sjá ljósið að lokum, til hjart-
ans. Þær geta þá brætt klakabrynj-
una í kringum hjörtun í samfélagi
þar sem allt of margir eru einmana
og loka sig af.
Síendurtekin skilaboð
En hvað er það með alla þessa krís-
ukarla? Er ekki hætta á því að þetta
sé of einföld sagnagerð og of áber-
andi? Er ekki líka bara allt of mikið
gert úr krísum karla sem komnir eru
á miðjan aldur og þaðan af lengra
fram á æviskeiðið. Það kann að vera.
Ove er ekkill og í bakgrunni er
sorg hans, þetta málefni sem við
erum oft feimin við og margir ná
ekki að vinna almennilega úr. Áföll-
in koma og í kjölfar þeirra fylgja vel
þekkt skref. Doði og afneitun fylgja
yfirleitt strax í kjölfar missis. Það
botnfrýs allt. Síðan tekur reiðin við
og hún getur beinst í ýmsar áttir,
jafnvel að hinum látna eða bara út í
loftið, eins og á við um Ove. Sektar-
kennd er oft fylgifiskur reiðinnar og
jafnvel þunglyndi og einangrun. Sátt
við aðstæðurnar, sem oft er nefnd
sem síðasta þrepið í sorgarferlinu,
er stundum ekta en stundum tilbún-
ingur í huga þess sem syrgir. Þannig
segir Ove sér að hann sé búinn að
skilgreina sig og sitt einangraða líf
frá öðrum og pirrar sig síðan á öll-
um frávikum.
Í sögunum af þessari erkitýpu,
fúla karlinum sem opnar á um-
heiminn, þarf alltaf einhvers kon-
ar hreyfiafl. Eitthvað sem verður til
þess að lífsafstaðan breytist, klaka-
brynjan bráðni. Í tilviki Ove er það
atvik þegar einhver nýr nágranna-
kjáni kann ekki að bakka bíl. Slíkt
er auðvitað ótrúlega pirrandi, ekki
satt?.
Siggi í kassanum
Í bók Frederiks Backman um Ove er
sagan sögð af alvitrum sögumanni
sem lýsir raunum söguhetjunnar,
skýtur inn margvíslegum fróðleik
um mannlega reynslu og kafar inn
í hugsanir Ove á víxl. Þannig kem-
ur til dæmis í ljós að Ove man ekki
alltaf hvað það er sem býr að baki
beiskjunni sem hann beinir gagn-
vart hinum og þessum í lífi sínu.
Hann er einfaldlega bara búinn að
dæma fólk, finna því stað og ætlar
ekki fyrir sitt litla líf að skipta um
skoðun.
Öllum þessum samskiptum Ove,
sem sumir nágrannana kalla „bitra
nágrannann frá helvíti“ þarf Sig-
urður Sigurjónsson að skila á sviði
í einræðu sinni. Leikgerðin upp úr
bókinni, sem unnin er af sænsku
leikhúsfólki, hefur hlotið fínar við-
tökur í heimalandinu.
Siggi Sigurjóns hefur auðvitað
fyrir löngu sannað sig sem einn ást-
sælasti leikari þjóðarinnar og hefur
á seinni árum vakið verðskuldaða
athygli utan landsteinanna. Hann
á margar hliðar, er frábær trúður
en líka frábær í að túlka innibyrgð-
an harm og djúpa sorg og hefur vit-
anlega sýnt þá hlið svo um mun-
ar að undanförnu, til dæmis með
frammistöðu sinni í kvikmyndinni
Hrútum.
Hlutverk Ove virkar því á pappír,
að minnsta kosti, eins og sniðið fyrir
Sigurð Sigurjónsson. Hann ætti að
vera fullfær um að túlka hneykslun-
ina sem brýst út í Ove yfir öllu því
sem miður fer í umhverfi hans og
beiskjuna sem litar allt líf hans.
Fúllyndi er nefnilega bæði
sorglegt og fyndið, eða getur að
minnsta kosti verið það. Við höf-
um gaman að gamla súra karlinum
því hann er týpa sem við könnumst
öll við og býr í mörgum okkar. Eftir
standa spurningar. Af hverju virðist
þessi týpa vera út um allt þessa dag-
ana og af hverju við fáum svo fáar
sögur af fúlum konum eða konum í
krísu á miðjum aldri. Þær sögur eru
vissulega til og ættu að vera safaríkt
viðfangsefni fyrir þroskaðar leikkon-
ur að takast á við.
Einleikurinn Maður sem heitir Ove verð-
ur frumsýndur í Kassa Þjóðleikhússins á
sunnudagskvöld. Sigurður Sigurjónsson
leikur Ove undir leikstjórn Bjarna Hauks
Þórssonar. Bjarni aðlagar líka þýðingu
Jón Daníelssonar á sænskri leikgerð
sögunnar.
Öllum þessum sam-
skiptum Ove, sem sumir
nágrannana kalla „bitra
nágrannann frá helvíti“,
þarf Sigurður Sigur-
jónsson að skila á sviði í
einræðu sinni. Leikgerðin
upp úr bókinni, sem unnin
er af sænsku leikhúsfólki,
hefur hlotið fínar viðtökur
í heimalandinu.
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is