Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 16.09.2016, Blaðsíða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. september 2016 Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera. Sumir eru sammála þessum söng og sumir ekki, að minnsta kosti ekki alltaf. Svo gæti farið að leiðindi í kennslu­ stofunni heyrðu brátt sögunni til. Það gæti farið svo að einn daginn verði tölvutæknin nýtt til að gera námið skemmtilegt, það er að segja sjálfa kennsluna og frammistöðu kennarans fyr­ ir framan bekkinn, þegar hann reynir að koma fróðleik og visku aldanna ofan í nemendur sína og víkka sjóndeildarhring þeirra. Í Sichuan háskóla í Kína hefur prófessorinn Wei Xiaouong verið að þróa tækni sem gerir kennur­ um kleift að fylgjast með því hvernig nemendur hans fylgjast með. Prófessorinn hefur komið mörgum myndavélum vandlega fyrir í kennslustofunni sem nema áhuga í andlitum nemendanna. Myndefnið er síðan sent í tölvu þar sem hugbúnaður tekur við og reiknar út þau áhrif sem kennslan hefur á nemendurna. Reiknilíkön­ in fylgjast með geðsveiflum nem­ endanna og skynja hve spenntir eða mæddir þeir eru yfir kennsl­ unni og efninu sem kennarinn hef­ ur fram að færa. Í samtali við The Telegraph segir Wei að þannig sé hægt að sjá hvað það er í náminu sem grípur athygl­ ina og hvað ekki. Fleiri kennarar í kínverskum háskólum hafa feng­ ið að prófa tæknina, en henni er ætlað að bæta kennsluaðferðir og hjálpa kennaranum að finna hvað virkar og hvað ekki. Auk hefðbundinna spurninga um persónufrelsi og upplýsinga­ öryggi kvikna líka spurningar um hvaða kennslugreinar það eru sem myndu falla á prófinu og eru of þreytandi og leiðinlegar fyrir slík vísindi, þær greinar sem einfald­ lega er ekki viðbjargandi með slík­ um mælingum og nýjustu tækni. Svari því hver fyrir sig, kennarar og nemendur. | gt Aldrei aftur leiðinlegt í skólanum Það er gömul saga og ný að einhverjum leiðist í skólanum. Kannski mun það breytast með nýjustu tækni. Mynd | Getty Images. Í bálstofunni í Fossvogs- kirkjugarði eru látnir Íslendingar brenndir og jarðneskum leyfum þeirra komið fyrir í keri. Þorgrím- ur Jörgensson er vanur að vinna í kringum dauðann. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Hann hefur unnið á bál­stofunni í eitt og hálft ár. Hann vildi reyna eitthvað nýtt en þar á undan vann hann í sautján ár við að viðhalda minnis­ merkjum í kirkjugarðinum. Eins og hver önnur vinna Mörgum gæti þótt erfitt að vinna við að brenna ættingja og vini íslend inga en Þorgrímur segir þetta vera eins og hverja aðra vinnu: „Í upphafi, fyrir næstum því 18 árum, þá fannst mér sér­ staklega óhugnanlegt að fara í lík­ húsið. Við byrjuðum sex á morgn­ ana í kolsvarta myrkri. Þessi mál eru öll erfið, allt í kringum dauð­ ann. Ég tala til dæmis miklu meira um númer en nöfn af því að ég vil ekki vera að persónugera vinnuna. Mér finnst ég bara vera þjónusta aðstandendur sem hafa misst náinn ættingja og þetta er bara eins og hvert annað starf. Þetta er bara svipað að vera starfs maður útfararstofu. Það var mjög gott að vera búinn að vinna í garðinum áður en ég fór að vinna á bál­ stofunni, þá var ég búinn að aðlag­ ast öllu saman í rólegheitum.“ Undirbúningur brennslu Þorgrímur segir að það sé ákveðin forvinna fyrir hvern dag: „Við brennum alla þriðjudaga, sem dæmi. Þá þarf að gera allt klárt. Við þurfum að undirbúa kisturn­ ar sem á að brenna þann daginn, kveikja á ofninum, vera viss um að það sé allt klárt þegar við mætum klukkan 7 á morgnana. Svo bara byrjum við og allt fer á fullt.“ Starfið ekki fyrir alla „Það eru menn sem hafa unnið í kringum kirkjuna sem hafa hætt snögglega en mig minnir að það hafi ekki gerst í bálstofunni. Sumir sjá strax að þetta er ekki fyrir þá. Ef þú ferð að taka þetta með þér heim og þú ferð að velta þér upp úr þessu öll kvöld þá er þetta ekki fyrir þig. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki starf fyr­ ir alla, bara eins og mörg önnur störf. Ég væri til dæmis ekki til í að vera lögreglumaður, að þurfa að fara inn á heimili og sjá fólk slást væri ekkert fyrir mig.“ Eðlilegt að ræða dauðann „Í minni æsku var dauðinn aldrei ræddur og eiginlega ekki til á heimilinu og það var þannig hjá mörgum. Þess vegna er alveg heil mikið mál hjá mörgum að sjá kistu. Það er eðlilegt að ræða dauðann, við deyjum öll einhvern­ tímann, það er enginn með eilíft líf. Maður á ekki að vera feiminn við að ræða svona mál, þetta er bara gangur lífsins“ segir Þorgrím­ ur um hring rás lífsins. Dauðinn er gangur lífsins í bálstofunni Þorgrímur fyrir framan ofninn. Mynd | Rut. Í minni æsku var dauðinn aldrei ræddur og eiginlega ekki til á heimilinu og það var þannig hjá mörgum. Allt á fullu við að setja duft í ker. Mynd | Rut Harpa er í þægindaramman­ um sínum þegar hún spjallar við kúnnana enda finnst henni það vera mjög stór hluti af starfinu: „Ég tala eiginlega of mikið. En svo les maður í það ef konurnar vilja ekki spjalla, þá taka þær bara upp blaðið og byrja að fletta eða að ég fæ stutt svör frá þeim. Svo er mað­ ur oft líka spurður sömu spurn­ inga til baka. Kannski ekki hvað ég er að gera, en um fjölskyldu­ hagi og börnin mín,“ segir Harpa og hlær. Það loðir oft við hágreiðslufólk að vita margt um líf kúnnanna sinna: „Maður veit oft meira en maður hefði hugsað sér í byrjun. Ég veit til dæmis oft ef einhver er óléttur í stólnum. Ég veit það oft á undan ættingjum því þær missa það út úr sér þegar ég er að fara lita þær. Ég veit líka oft hvað þær eru að fara að gefa mönnun­ um sínum í jólagjöf og hvað þeir eru að fara gefa konum sínum í afmælisgjöf.“ „Það skemmtilegasta við vinnuna er þetta félagslega, auð­ vitað líka að lita og klippa. Ég er að klippa manneskju sem vinnur í heilbrigðiskerfinu og er hátt sett þar og er oft að forvitnast hvernig gengur að manna og hvað er langt komið að byggja nýjan spítala. Ég er ekki mikið að hlusta á fréttir allan daginn þannig ég læri rosa­ lega mikið af kúnnanum, þetta er hálfgerð fréttaveita. Fólk er oft hissa hvað ég man langt aftur í tí­ mann, ég bara man allt.“ | hdó Veit á undan ættingjum þegar einhver er ólétt Harpa að ræða við kúnna um daginn og veginn. Mynd | Rut Þegar kemur að því að panta sér klippingu koma oft upp í hugann allar samræð- urnar sem hafa farið fram í stólnum á hárgreiðslu- stofunni. Harpa Ómars- dóttir er hárgreiðslukona á Hárakademíunni og á það til að spjalla aðeins of mikið við kúnnann. Hér fara kisturnar inn í ofninn. Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.