Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 1
„Það var rosalegt mar á bleyjusvæði,“ segir ung móð- ir sem kærði ofbeldisbrot sem hún telur að hafi átt sér stað á leikskólanum Korpu- koti í lok ágúst, en málinu var vísað til barnaverndaryf- irvalda í Kópavogi skömmu eftir að brotið uppgötvaðist. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Lögreglan hóf skýrslutökur á föstudaginn eftir að barnavernd beindi málinu til ofbeldisdeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu þar sem rökstuddur grunur þótti um að ofbeldisbrot hefði átt sér stað. Móðirin, sem kýs að koma ekki fram undir nafni til þess að vernda dóttur sína, er afar ósátt við stjórnendur leikskólans sem hún segir taka illa á málinu. „Ég var að fara að baða hana,“ segir móðirin sem tók eftir áverk- unum eftir að hún sótti dóttur sína í leikskólann Korpukot sem er einkarekinn. Móðirin myndaði áverkana og á myndinni má sjá ljótt mar á efrihluta læris barnsins. Móðirin leitaði fljótlega til læknis þar sem hún fékk áverkavottorð, en læknir taldi áverkana af manna- völdum, meðal annars var storknað blóð í klipförum á líkama barnsins að sögn móðurinnar. Stúlkan er á þriðja aldursári en getur talað nokkuð skýrt. Móðirin spurði barnið hvort það vissi hver hefði meitt hana, barnið nafn- greindi þá starfsmann á leikskól- anum. Móðirin fundaði með leikskóla- stjóra, Kristínu Björk Viðarsdóttur, sem sagði að starfsmanninum yrði vikið frá störfum á meðan málið væri rannsakað samkvæmt verk- lagsreglum. Móðirin trúði því að tekið yrði á málinu af festu. Hún segir leikskólastjórann hins- vegar ekki hafa staðið við orð sín, starfsmaðurinn hafi enn verið við vinnu síðast þegar hún vissi. Þá voru foreldrar ekki upplýstir um málið fyrr en blaðamaður Frétta- tímans spurðist fyrir um málið fyrr í vikunni. Skólastjórinn vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann. Í bréfi sem leikskólastjóri sendi á foreldra er fullyrt að innanhúss- rannsókn hafi leitt í ljós að ásök- un móðurinnar væru tilhæfulaus og að ekkert benti til þess að málið ætti við rök að styðjast. Það sárnar móðurinni, sem bæt- ir við: „Þetta er virkilega illa gert.“ Samvæmt upplýsingum frá barnaverndarnefnd Kópavogs, sem fengin var til þess að rannsaka mál- ið vegna fjölskyldutengsla, er mál- um ekki vísað áfram til lögreglu nema rökstuddur grunur sé um að um ofbeldisbrot sé að ræða. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 63. tölublað 7. árgangur Föstudagur 14.10.2016 Þorpið þagði þegar pabbi drukknaði 5232 30 KRINGLUNNI ISTORE.IS Enn lægra verð iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Hausttilboð á Phantom 4. Frá 179.900 kr. Forpöntun á Mavic Pro han á iStore.is Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur vakið athygli fyrir fljúgandi mælsku en flokkur hennar hefur skotið hinum smáflokkunum ref fyrir rass. Hún ákvað að stofna stjórnmálaflokk í mars, þar sem hún sat við eldhúsborðið heima hjá sér og hlustaði á fréttir um fátækt barna í Reykjavík. Bls. 22 Mynd | Hari HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ? BLAZER JAKKAR SVARTAR BUXUR HVÍTAR SKYRTUR SMÁRALIND Skrýtin stund að snoða mömmu amk fylgir Fréttatímanum Fólkið bjó mig til Móðirin gagnrýnir Korpukot Korpukot er í Grafarvogi og er einka- rekinn leikskóli Barn með fullorðins- smekk Drekkur kaffi og lærir þýsku í frítímanum Ofbeldismenn upplifa sig sterka og duglega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.