Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 Vill rjúfa þögnina um sjóslys „Það var ekkert talað við okkur börnin og önn- ur börn tóku lítið tillit til þess sem hafði gerst, því þeim var ekki kennt það.“ Framleiðsla og stjórn heim- ildamyndar- innar Brot er í höndum þeirra Hauks Sigvalda- sonar, Maríu Jónsdóttur og Stefáns Loftssonar, kvikmynda- gerðarmanns. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís 15. október. Mynd | Hari Þann 9. apríl árið 1963 gekk óveð- ur yfir Norðurland með þeim af- leiðingum að sextán sjómenn fór- ust, þeirra á meðal sjö frá Dalvík. Haukur Sigvaldason ákvað að gera heimildamyndina Brot um atburðinn en faðir hans var einn þeirra sem komu aldrei heim af sjónum þennan dag. „Dagana fyrir slysið var búið að vera hið besta vorveður og það reiknaði engin með þessu því spáin gerði ekki ráð fyrir neinni veðrabreytingu. Menn voru alveg grandalausir þegar þetta veður brast á. Hitinn fór úr 10 gráðum niður í mínus ellefu gráður með stórhríð og hávaðaroki. Ég missti pabba en hann og Gunnar bróð- ir hans voru á Val E 110 sem fórst þennan dag. Þeir báðu Esjuna um aðstoð og hún kom að bátnum og fylgdi honum eftir, en þeir vildu ekki fara um borð. Veðrið hélt áfram að versna og það kom að því að það kom brot á Valinn sem fórst við hlið Esjunnar. Pabbi var á dekki og lenti í sjónum þegar brotið skall á en náðist um borð í Esjuna, þá lífvana. Hann var ekki nema tvær mínútur í sjónum en hefur bara dauðrotast á að fá bátinn yfir sig. Gunnar bróðir hans var inní stýr- ishúsi og sást aldrei meir.“ Man sorgina vel „Með þessari mynd langar okkur að heiðra minningu þessara sjó- manna því við Íslendingar höfum gert allt of lítið af því. Okkur er tamara að tala lítið um svona slys,“ segir Haukur. Hann var nýorðinn fimm ára þegar hann missti föð- ur sinn en man atburðina vel. „Ég man þegar ég kom fram á gang með móður minni þegar læknirinn kom og tilkynnti henni að pabbi hefði dáið. Ég man líka vel þann við við- snúning og þær breytingar sem urðu á öllu heimilishaldi í kjölfar- ið. Slysið hafði líka mikil áhrif á Dalvík, sjö sjómenn í blóma lífsins hurfu snögglega en það var ekki mikið verið að ræða það. Það var ekkert talað við okkur börnin og önnur börn tóku lítið tillit til þess sem hafði gerst, því þeim var ekki kennt það. Börn geta verið grimm og óvægin en það var líka tíðar- andinn á þessum tíma. Fullorðna fólkið leið líka vítiskvalir vegna ást- vinamissis en gat heldur ekki rætt það við nokkurn einasta mann.“ Vill gera fortíðina upp Haukur bendir á að gríðarlegur við- snúningur hafi orðið á slysavörn- um á sjó. Árið 2008 var það fyrsta í sögunni sem enginn sjómaður fórst en frá árinu 1900 til 1980 fór- ust um 4000 íslenskir sjómenn. „Fólk leit á þetta sem óhjákvæmi- legan fórnarkostnað og fólk hafði stillt líf sitt inn á það að sjómenn kæmu kannski einn daginn ekki aftur heim. En að sjálfsögðu hafði það mótandi áhrif að missa frá sér eina af fyrirmyndum sínum í lífinu, föðurímyndina. Í þessu tilfelli fóru tveir bræður í sama slysinu og það hafði að sjálfsögðu mjög þung áhrif á alla sem tengdust fjölskyldunni. Við viljum rjúfa þessa þögn, horf- ast í augu við hlutina og gera for- tíðina upp.“ Annar hver maður í sjávar- þorpum þekkir einhvern sem hefur misst vin eða ættingja á sjónum en samt er ekki talað um harminn sem því fylgir. Haukur Sigvaldason vill rjúfa þessa þögn með heimildamyndinni Brot en hann missti föður sinn þegar hann var fimm ára. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt V H /1 6- 04 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta kr. 199.900,- m/fylgihlutum 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun RISA HAUSTTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.