Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 Það er kannski of snemmt að fagna, en flest bendir til að komandi kosningar muni ekki hverfast um samskon- ar málefni og Donald Trump held- ur á lofti í Bandaríkjunum, fylgj- endur Brexit gerðu í Bretlandi eða National Front í Frakklandi eða Al- ternative für Deutschland í Þýska- landi. Svíþjóðar demókratar eða Sannir Finnar. Þegar þetta er talið upp er ekki laust við að manni létti. Þetta er ekki svo lítil leiðindi að vera laus við. 2016 virðist ekki ætla að verða ár nýrasistans á Íslandi, nýfasist- ans eða þjóðernissinnans. 2016 er heldur ekki gott ár fyrir sterka manninn á íslenskum stjórnmál- um. Ólafur Ragnar Grímsson dró framboð sitt til baka þegar hann sá að af öllum líkindum myndi hann tapa í kosningum á móti Guðna Th. Jóhannessyni. Davíð Oddsson van- mat breytta tíma og eigin stöðu og bauð sig fram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson féll í formannskjöri Framsóknar. Uppgangur nýfasisma og kynþátta- andúðar og vaxandi ákall eftir sterka manninum á Vesturlöndum er nátengt efnahagsþróun undan- farinna ára. Efnahagsstefna ný- frjálshyggjunnar og aukin alþjóða- væðing hefur leikið mörg landsvæði illa. Íbúar þeirra upplifa sig svikna. Valdastöðvar landanna, hvorki í stjórnmálum, viðskiptum né efna- hagsmálum, virðast vinna gegn hagsmunum þessara svæða. Þau hafa verið skilin eftir. Og ekkert bendir til að hagur þessara svæði muni batna í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Donald Trump nýtur mest stuðnings í fylkjum þar sem lands- framleiðsla á mann er langt und- ir landsmeðaltalinu. Uppgangur síðustu áratuga hafa farið fram hjá þessum svæðum. Trump er til dæmis sterkur í Mississippi þar sem landsframleiðslan er helming- ur af því sem hún er í New York eða Connecticut þar sem Hillary Clinton er með algjöra yfirburði. Hillary er með miklu meira fylgi en Trump í Nýja Englandi, Miðausturríkjunum og við Kyrrahafsströndina. Þetta eru ríkustu svæði Bandaríkjanna. Trump er hins vegar yfir í suðrinu og á sléttunum þar sem hagvöxtur er minni og landsframleiðsla á mann er miklu minni. Wales kaus með Brexit en London vildi vera áfram í Evrópusam- bandinu. Í Wales er landsfram- leiðsla á mann aðeins fjórðungur af því sem hún er í London. Almennt naut úrsögn úr ESB meira fylgis í Bretlandi þar sem framleiðslan var minni. Í Picardy í Frakklandi, þar sem National Front hefur mesta fylgið, er landsframleiðsla 32 þúsund evr- ur á mann á meðan hún er 72 þús. evrur í Île-de-France, það er í París og nærsveitum. Alternative für Deutschland fékk 20,8% í fylkiskosningum í Mecklenburg-Vorpommern og 24,4% í Saxony-Anhalt, þar sem landsframleiðsla er um 20 þúsund evrur, en aðeins 6,1% í Hamborg, þar sem landsframleiðsla er 50 þús- und evrur. Það er því beint samhengi á milli efnahagslegrar stöðu og uppgangs popúliskra flokka. Þeir vaxa þar sem fólk upplifir sig svikið af nú- tímanum, svæða sem hafa orðið undir í efnahagsbreytingum liðinna ára. Fólk á þessum svæðum hafn- ar meiru af því sama sem það hef- ur fengið að reyna á undanförnum árum. Skiljanlega. Svipuð tengsl efnahagslegrar stöðu og uppgangs popúlisma má sjá á Norðurlöndum. Svíþjóðar- demókratarnir eru sterkastir á Skáni og í Suður-Svíþjóð og upp í Smálöndin þar sem landsfram- leiðsla er um tveir þriðju af því sem er í Stokkhólmi og nágrenni. Danski Þjóðarflokkurinn er stærstur flokka syðst á Jótlandi og í sveitum Sjá- lands. Þar er landsframleiðslan á bilinu 55 til 70 prósent af því sem er í Kaupmannahöfn og nágrenni. Fylgi norska Framfaraflokksins er mest í Þrændalögum og syðst í Nor- egi þar sem landsframleiðslan er um tveir þriðju af því sem er í Osló og nágrenni. Það eru ekki til nákvæmlega niðurbrotnar tölur um landsfram- leiðslu eftir landsvæðum á Íslandi. Þegar reynt hefur verið að brjóta landsframleiðsluna niður eftir landsvæðum hefur engin viðlíka gjá sést. Þegar horft er til ráðstöf- unartekna fjölskyldna er munurinn á höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni ekki meiri en 10 prósent. Það er því blessunarlega ekki sá farvegur fyrir uppgang nýrasista á Íslandi og víða í löndunum í kring- um okkur. Það er því ekki að undra að Flokkur fólksins, sem byggir mál- flutning sinn á bágri stöðu aldraðra, öryrkja og annarra fátækra, sæki fram á meðan Íslenska þjóðfylk- ingin nær litlum ef nokkrum hljóm- grunni. Efnahagslegar forsendur fyrir málflutning hennar eru ein- faldlega ekki til staðar. Gunnar Smári EKKERT PLÁSS FYRIR RASISTA Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir KLASSÍK! Bókin um Landið í fjarskanum sem heillað hefur lesendur kynslóð fram af kynslóð. w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.