Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 10
xA K J Ó S T U B J A R T A F R A M T Í Ð Vilt þú fjölbreytt samfélag og manneskjulegar stofnanir? M E I R I B J A R T A F R A M T Í Ð M I N N I E I N S L E I T N I Björt Ólafsdóttir þingmaður 1. sæti Reykjavík norður Óttarr Proppé þingmaður 1. sæti Suðvestur 10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 VONDU KERFIN: KosningaKERFIÐ Þótt rekja megi ástæður þess að flokkum fjölgi og þeir klofni til samfélagsbreytinga er líklegt að meginástæð- an þessara þróunar liggi í kjördæmaskipaninni. Flokkakerfið sem mótaðist af einmenningskjördæmum á fyrri hluta síðustu aldar var farið að gefa eftir undir síðustu aldamót. Kjördæma- breytingin um aldamótin mun flýta enn niðurbroti flokkakerfisins. Færri og stærri kjördæmi geta af sér fleiri flokka á þingi. Tímabil tveggja flokka ríkisstjórna er því líkast til liðið. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Það má heita lögmál að því fleiri þingmenn sem eru í hverju kjördæmi því fleiri flokkar eru á þingi. Í Banda­ ríkjunum eru einmenningskjördæmi og aðeins tveir flokkar á þingi, ein­ staka sinnum einn og einn óháð­ ur þingmaður. Í Brasilíu eru tæp­ lega 20 þingmenn kjörnir úr hverju kjördæmi. Þar eiga 28 þing­ flokkar sæti á þingi og níu flokkar mynda ríkisstjórnin­ ina. Reyndar dugar þingmannafjöldi sjö þessara flokka fyrir meirihluta í þinginu, en flokkarnir hafa kosið að mynda breiðari samstöðu og treysta á öfl­ ugri meirihluta. Fleiri kjördæmi, færri flokkar Einmenningskjördæmin geta af sér fáa en breiða flokka. Ef ekki væri vegna kjördæmaskipaninar væri Repúblikanaflokkurinn bandaríski líklega löngu klofnaður í harðkjarna kristin trúarofstækisflokk, frjáls­ hyggjufélag og klassískan íhalds­ flokk. Og breski Verkamanna­ flokkurinn hangir saman á kjördæma­ skipaninni. Án hennar væri Jeremy Corbyn formaður í einum flokki og David Miliband í öðrum. Á breska þinginu eru ekki tveir flokkar eins og á bandaríska þinginu. Frjálslyndir demókratar og forverar Síðasta tveggja flokka stjórnin. Líkast til er núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar síðasta tveggja flokka stjórn- in á Íslandi. Framund- an er uppstokkun flokkakerfisins, margra flokka stjórn- ir, minnihlutastjórnir og líklega vænn skammtur af stjónarkreppu þar til forystulið flokkanna lærir á breyttar forsendur. Mynd | Hari Kjördæmakerfið fjölgar flokkum þeirra hafa í meira en öld reynt að koma sér fyrir í breskum stjórnmál­ um án teljandi árangurs. Frjálslynd­ ir demókratar fengu flest atkvæði 1983, í fyrstu kosningunum eftir sameiningu Frjálslyndra og Sósíald­ emókrata, eða rúm 25 prósent. Þá fékk flokkurinn 23 þingmenn af 650 eða 3,5 prósent þingsæta. Ef Frjáls­ lyndir demókratar hefðu fengið þing­ menn í takti í við fylgi hefðu þeir átt að fá 165 þingsæti. Kjördæmakerf­ ið tók 142 þingsæti af kjósendum þeirra. Einmenningskjördæmin vinna ekki gegn Skoska þjóðarflokknum, sem nýtur yfirburðarstöðu norðan landamæranna. Í síðustu kosning­ um fékk hann 4,7 prósent atkvæða og 56 þingmenn kjörna eða 8,6 prós­ ent þingsæta. Flokkurinn vann öll þingsæti allra kjördæma Skotlands, sem mörg hver eru fámenn og skila því mörgum þingmönnum miðað við atkvæðafjölda. Landfræðilegur klofningur Samskonar áhrif má sjá í einmenn­ ingskjördæmum Þýskalands. Þar er helmingi þingsæta úthlutað til ein­ menningskjördæma en helmingur­ inn kemur úr fylkiskjördæmum. Að meðaltali eru því tveir þingmenn á kjördæmi. Þingflokkar í Þýskalandi eru fjórir, ef kristilegu demókrata­ flokkarnir tveir eru taldir sem einn, en tveir stærstu flokkarnir halda 78 prósent þingsæta. Svipaða sögu er að segja frá Kanada. Þar eru ein­ menningskjördæmi og fjórir flokkar á þingi, en tveir stærstu skipta á milli sín 78 prósent þingsæta. Og í Frakk­ landi sitja sex flokkar á þingi en þeir tveir stærstu halda 85 prósent þing­ sætanna. Þetta er megineinkenni einmenn­ ingskjördæma. Þau flytja sátt og málamiðlun fram fyrir kosningar. Kosningar eru að stærstu leyti einvígi tveggja blokka og niðurstöður þeirra skila sér oftast í meirihlutastjórn annarrar blokkarinnar. Innan hverr­ ar blokkar rúmast ólík sjónarmið og ólík afstaða. Þau sem geta ekki unað sér við málamiðlun innan flokkanna hafa fáa góða kosti. Klofningur mun litlu skila þar sem ólíklegt er nýir flokkar nái manni á þing. Undantekningarnar frá þessu eru helst landfræðileg, eins og skoski þjóðarflokkurinn og kristilegi flokk­ urinn í Bæheimi. Í löndum sem eru landfræðilega klofin verða helst til undantekningar frá reglunni um ein­ menningskjördæmi skili af sér tveim flokkum á þing. Framsókn vinnur Og það var einmitt raunin á Íslandi. Íhaldsmenn og frjálslyndir samein­ uðust á endanum í Sjálfstæðisflokkn­ um vegna náttúru einmenningskjör­ dæma að fækka flokkum og stækka, en andstæðingar hægri manna voru landfræðilega klofnir milli Fram­ sóknarflokks bænda og Alþýðu­ flokks verkafólks á mölinni. Segja má að Jónas frá Hriflu sé meðhöfundur þessa flokkakerfis ásamt landlæg­ um fordómum sveitanna gagnvart þéttbýlinu. Hugsanlega hefði verið hægt að láta einmenningskjördæm­ in sameina alþýðuna í dreifbýlinu og þéttbýlinu, þótt Jónas frá Hriflu hafi ekki haft trú á því, en á það reyndi ekki á það. Íslenska einmennings­ kjördæmakerfið vildi því draga fram þrjá flokka á þing; Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Alþýðuflokkinn. Tví­ menningskjördæmin á þéttbýlustu svæðunum sköpuðu síðan tækifæri fyrir einhver frávik, ýttu mögulega undir klofning sósíalista á mölinni. Mikið ójafnvægi atkvæða varð þess valdandi að Framsóknarflokk­ urinn varð nánast jafn stór á þingi og Sjálfstæðisflokkurinn þótt hann hafi ekki fengið fleiri atkvæði en Al­ þýðuflokkurinn. Í kosningunum 1933 fékk Sjálf­ stæðisflokkurinn 48 prósent at­ kvæða og 20 þingmenn af 42, nánast upp á gramm sama hutfall og af at­ kvæðum. Alþýðuflokkurinn fékk 19,2 prósent atkvæða en aðeins 5 þing­ menn. Þetta ár bauð Kommúnista­ flokkurinn fram og fékk 4,5 prósent atkvæða. Sósíalísku flokkarnir fengu því samanlagt 24,7 prósent atkvæða en aðeins 12 prósent þingmanna, helmingi færri en hlutfall kjósenda. Framsóknarflokkurinn fékk færri at­ kvæði en sósíalísku flokkarnir, 23,9 prósent, en hins vegar 16 þingmenn. Það eru 38 prósent þingheims. Þetta kjörtímabil sátu því 6 Framsóknar­ menn á þingi sem fulltrúar kjósenda krata og kommúnista. Gríðarlegt misvægi atkvæða ofan á einmenningskjördæmin bjuggu þannig til Framsóknarflokkinn sem stórveldi í íslenskri pólitík. Ein­ menningskjördæmin sameinuðu hægri en misvægið ýtti undir stærð andstæðings Sjálfstæðisflokksins í sveitunum en dró úr vægi and­ stæðings á mölinni; flokkanna sem voru málsvarar almannahagsmuna gegn sérhagsmunum, svo tungutak stjórnmála dagsins sé notað. Þessi skekkja mótaði íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag langt fram eftir tuttugustu öld. Þrátt fyr­ ir nokkrar tilraunir til að draga úr misvægi atkvæða milli flokka, til dæmis með því að senda lands­ byggðarþingmenn einstakra flokka sitja á þingi í að afla atkvæða við­ komandi flokks í þéttbýlinu, fékk Framsóknarflokkurinn alltaf meiri þingstyrk en atkvæðin gáfu tilefni til. Það gerðist ekki fyrr en 1999 að Framsókn fékk hlutfallslega færri þingmenn en atkvæði, nokkuð sem Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalag og aðrir flokkar sem höfðuðu til al­ þýðunnar á mölinni þurftu að búa við alla tíð. Þegar einmenningskjördæmin voru lögð af 1959 hafði Framsókn 36 prósent þingmanna í krafti 27 prós­ ent fylgis. Í næstu kosningum fékk flokkurinn 28 prósent þingmanna fyrir 26 prósent af fylginu. En eftir því sem á leið jókst misvægið aftur þótt það yrði ekki eins heiftarlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.