Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 60
Ákvað að hún myndi sigra Aðspurð hvort hún hafi einhvern- tíma orðið hrædd um að mamma hennar myndi deyja úr krabba- meininu, segir Hildur það vissu- lega hafa flogið í gegnum huga hennar fyrst. „Auðvitað hugsar maður fyrst um það versta sem getur gerst og mér fannst erfitt að hætta að hugsa þannig. En þetta var svolítið skrýtið því mamma þekkir sjúkdóminn svo vel. Hún sagði okkur strax að þetta væri nú ekki mjög slæmt, hún hefði séð miklu verra. Hún gat sjálf svo mikið greint sig, sem ég held reyndar að hafi stundum ver- ið erfitt við fyrir hana. Hún varð sín eigin hjúkrunarkona á meðan hún var veik, í stað þess að slaka almennilega á.“ Mamma hennar var líka mjög dugleg að upplýsa fjölskylduna um hvað hitt og þetta í ferlinu þýddi, hvaða áhrif það hefði og hve líkurnar á bata voru miklar. „Ég trúði bara því sem mamma sagði. Ég er jákvæð að eðlisfari þannig mér tókst að ákveða að hún myndi sigra þetta,“ segir Hildur, og það var nákvæmlega það sem mamma hennar gerði. Hún sigr- aði. En hún lauk nýlega eftirfylgni meðferðarinnar. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað þetta get- ur verið langt ferli. Hún er í reglu- bundnu eftirliti á meðan því það er hættara við að þetta taki sig upp aftur fyrstu árin á eftir.“ Hildur segist reyndar aldrei hugsa út í það hvort krabbameinið geti tekið sig aftur upp hjá mömmu hennar. „Ég reyni að hugsa ekki út í hvað gæti gerst. Ef eitthvað gerist þá tekst maður bara á við það. En ég hef enga trú á því að það gerist,“ segir Hildur og brosir. Fór sjálf í keiluskurð Hún viðurkennir að hugsunar- háttur hennar hafi breyst eftir að mamma hennar veiktist og líka eftir að hún sjálf þurfti að fara í keiluskurð vegna frumubreytinga í leghálsi. „Þetta voru fyrstu alvöru veik- indin í fjölskyldunni. Maður er alltaf svo upptekin af því að það komi ekkert slæmt fyrir sína fjöl- skyldu. Auðvitað hafði ég heyrt þá tölfræði að einn af hverjum þremur fái krabbamein, en maður er gjarn á að trúa ekki tölfræðinni ef hún hentar manni ekki. Eftir að mamma veiktist fór að verða þakk- látari fyrir heilsuna. Svo fór ég líka að hugsa meira um hvað ég sjálf gæti gert. Eins og bara að fara í leghálsskoðun, því leghálskrabba- mein er eitthvað sem ungar konur þurfa að vera vakandi fyrir. Það gerðist nefnilega á svipuðum tíma og mamma veiktist ég greindist með frumubreytingar í leghálsi við leghálsskoðun og þurfti á endan- um að fara í keiluskurð.“ Stundum eins og trúboði Hildur segist alltaf hafa talað opin- skátt bæði um frumubreytingarn- ar og veikindi mömmu sinnar, til að vekja athygli á mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun. „Ég hef látið vinkonur mínar sverja að þær fari í skoðun. Þetta snýst um að taka ábyrgð á eigin heilsu. Frumu- breytingar eru ekki krabbamein, en það er byrjunarstig krabba- meins. Og ef það er greint nógu snemma þá er hægt að koma í veg fyrir krabbamein. Það er ekkert mál að fara í skoðun og það tekur enga stund. Það er allavega minna mál en að fara í gegnum krabba- meinsmeðferð. Ég verð oft reið þegar ég heyri stelpur segja að þær meiki ekki að fara í skoðun. Það sem þú meikar ekki, það er á fá krabbamein,“ segir Hildur ákveðin og hlær. Hún viðurkennir að vera stundum eins og trúboði þegar kemur að þessari umræðu, enda góð vísa aldrei aldrei of oft kveðin. „Það er ótrúlegt að maður hafi verið svona heppin og allt hafi gengið svona vel. Þakklæti er mér því efst í huga. Þessi herferð Bleiku slaufunnar á ekki að gera alla hrædda um að þeir séu með krabbamein, heldur gera fólk meðvitað. Þess vegna finnst mér skemmtilegra að tala um þetta sem fallega sögu, ekki eitthvað hræði- legt. Þetta var ferðalag sem við fórum í gegnum, erfitt á tímabili, en svo endaði það vel. Það er ekki endilega dauðadómur að fá krabbamein.“ Skrýtin stund að snoða mömmu Það var Hildi Kristínu Stefánsdóttur mikið áfall þegar mamma hennar greindist með brjóstakrabbamein, en hún var sannfærð um að hún myndi sigrast á því. Hildi fannst erfitt að geta ekki verið hjá mömmu sinni meðan á krabbameins- meðferðinni stóð, en hún var í skiptinámi í Japan og sá hana verða veikari og veikari í gegnum Skype. Í gamla daga Þetta er myndin sem Hildur birti af þeim mæðgum í herferð Bleiku slaufunnar #fyrirmömmu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Söngkonan Hildur Krist-ín Stefánsdóttir er ein þeirra sem tekur þátt í herferð Bleiku slaufunnar #fyrir- mömmu, þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og konur minntar á þreifa brjóst sín og fara reglulega í skoðun. Hildur birtir gamla mynd af sér og mömmu sinni, Lilju Jónasdóttur, sem greindist með brjótakrabbamein fyrir fimm árum. Mamma hennar var heppin að greinast snemma. Hélt hún væri að grínast „Það var mikið áfall þegar mamma greindist, sérstaklega þar sem hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild. Hún vann líka við að leiðbeina krabbameinssjúk- lingum varðandi slökun, notaði dáleiðslu og gaf þeim heildræna meðferð. Mér fannst því eins og hún gæti ekki fengið krabbamein, hennar hlutverk var að lækna aðra sem voru veikir. Mér fannst eins og hún væri að grínast þegar hún sagði frá þessu,“ segir Hildur um hennar fyrstu viðbrögð þegar mamma hennar sagði frá æxlinu sem fundist hafði í brjóstinu. „Það fannst í skoðun og engin veikindi voru komin fram. Það fannst í raun eins snemma og hægt var. En hún var líklega mun meira með á nótunum en aðrir að fara reglulega í skoðun, vegna starfs síns.“ Hildur segir mikið hafa verið rætt um krabbamein á heimilinu áður en mamma hennar greindist, enda varla annað hægt þegar vinnuna hennar bar á góma. „Það var því mjög skrýtið þegar krabba- meinið var komið inn á heimili með öðrum hætti.“ Fór frá mömmu veikri Krabbameinið var skorið burt skömmu eftir greininguna og hluti brjóstsins fjarlægður. Svo tók við lyfjameðferð, sem Hildur segir hafa verið erfiðasta þáttinn. „Með- ferðin hefur mismunandi áhrif á fólk. Það fer eftir aldri og ýmsu. Mamma varð töluvert mikið veik. Hún lagðist nokkrum sinnum inn á spítala og það var mjög erfitt, sérstaklega í ljósi þess að ég flutti til Japan á svipuðum tíma,“ segir Hildur, en þegar mamma hennar greindist þá lá fyrir að hún væri á leið til Japan í eins árs skiptinám Erfitt að fara Hildur var í skiptinámi í Japan á meðan mamma hennar var í krabbameinsmeðferð. Hún segir það hafa verið erfitt að geta ekki verið hjá henni. Mynd | Rut Mæðgur í bogfimi Krabbameinsmeðferðin tók sinn toll af mömmu Hildar og hún er þrekminni en áður. Í Japan Hildur og Lilja hafa alltaf verið nán- ar og sú síðarnefnda setti sér það markmið að heimsækja dóttur sína til Japan þegar meðferðinni lyki. eftir þrjá mánuði. „Ég fór í raun frá mömmu þegar hún var hvað veikust. Það var erfitt. Hún tók hins vegar ekki í mál að ég hætti við að fara. En það var erfitt að vera ekki til staðar. Við töluðum mikið saman á Skype og ég sá hana verða veikari og veikari.“ Þær mæðgur hafa alltaf verið nánar og rétt áður en Hildur hélt til Japans áttu þær fallega stund saman, en átakanlega á sama tíma. „Rétt áður en ég fór út þá bað mamma mig um að snoða sig. Hún var byrjuð að missa svo mik- ið hár. Ég hafði snoðað sjálfa mig þegar ég var 18 ára og hún sagði að ég hefði reynsluna. Þetta var mjög skrýtin stund, að snoða mömmu sína. Við vorum báðar hálfgrát- andi, en þetta var fallegt líka.“ Heimsótti Hildi eftir meðferð Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt fyrir Hildi að vera svo langt í burtu þegar mamma hennar var hvað veikust, þá hafði það líka sínar jákvæðu hliðar. „Mamma setti sér það markmið að koma að heim- sækja mig þegar meðferðinni væri lokið. Þannig hún og pabbi plönuðu að koma til mín mánuði eftir að síðustu lyfjameðferðina. Mamma horfði rosalega mikið til þessa markmiðs. Hún ætlaði sér að klára þessa meðferð og þá fengi hún að fara til Japan að heimsækja mig. Það var skemmtilegt.“ Hildur tekur þó fram að með- ferðin hafi tekið sinn toll af mömmu hennar og haft töluverð áhrif á þol og þrek. Hún óttaðist því að geta ekki notið sín í Jap- an. Sem betur fer jafnaði hún sig frekar hratt og var orðin þokka- leg þegar að Japansferðinni kom. Þrekið mun hins vegar aldrei koma til baka að fullu og Hildur segir mömmu sína hafa hægt á sér á ýmsum sviðum. „Hún segist ekki vera jafn sterk lengur.“ …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Ég trúði bara því sem mamma sagði. Ég er jákvæð að eðlisfari þannig mér tókst að ákveða að hún myndi sigra þetta. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.