Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 16
Talar þú
hundamál?
„Ég fagna því að loksins komi bók um hunda
fyrir börn þar sem lögð er áhersla á að
þekkja merki hundsins og að geta séð hvernig
honum líður. Bókin er góð leið til að opna
umræðu foreldra við börnin um hvernig á
að umgangast hunda.“
HEIÐRÚN KLARA, HUNDAÞJÁLFARI HJÁ HUNDAAKADEMÍUNNI
vika 40 barnabækur
w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016
Stærstu hluthafar
íslenskra
laxeldisfyrirtækja:
Arnarlax og Fjarðalax
Kvitholmen AS - Norskt fyrirtæki sem
er í eigu norska laxeldisfyrirtækisins Sal-
mar, Einars Arnar Ólafssonar og fleiri.
Tryggingamiðstöðin - Íslenskt
tryggingafélag
Gyða ehf. - Íslenskt eignarhaldsfélag í
eigu framkvæmdastjóra Arnarlax Vík-
ings Gunnarssonar og fleiri.
Fiskeldi Austfjarða
NMH Holdings As - Norskt laxeldis-
fyrirtæki
Eggjahvíta ehf. - Guðmundur Gíslason
Hregg ehf. - Gísli Guðmundsson
kenndur við B&L.
Háafell ehf.
Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal
Laxar fiskeldi ehf.
Guðmundur Gunnarsson, Gunn-
ar Steinn Gunnarsson, Einar Örn
Gunnarsson, Helgi Guðmundur Sig-
urðsson og fleiri.
Arctic Fish á Flateyri
Norway Royal Salmon - norskt laxeld-
isfyrirtæki skráð í kauphöllina í Noregi.
Bremesco Holding ltd. á Kýpur - Eig-
andi er Jerzy Malek sem stundað hefur
laxeldi í Póllandi, Noregi og víðar.
Novo ehf. - Guðmundur Stefánsson og
Sigurður Pétursson.
*23 eldisfyrirtæki eiga aðild að Landssam-
bandi fiskeldisstöðva. Hér er aðeins rætt um
þau stærstu.
í Aðaldal á Norðurlandi sem á
veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal.
Vilja stöðva frekari leyfisveitingar
Krafa Jóns Helga og landssam-
bandsins er skýr. „Við teljum að
stjórnvöld eigi ekki að gefa út fleiri
framleiðsluleyfi fyrr en farið hef-
ur fram ítarleg áhættugreining á
umhverfisáhrifum laxeldis.“ Fjár-
festing norskra stórfyrirtækja í
fyrirtækjum eins og Arnarlaxi og
Fjarðarlaxi byggir hins vegar á
þeirri forsendu að framleiðsluleyfi
fáist frá stjórnvöldum fyrir aukinni
framleiðslu á eldislaxi þar sem eld-
isfyrirtækin þurfa að vera stór til að
vera hagkvæm og arðsöm.
Jón Helgi segir að helsta gagnrýni
sambandsins sé á notkun sjókvía og
þá staðreynd að norski eldislaxinn
er frjór og getur því fjölgað sér með
villtum íslenskum löxum og breytt
genamengi hans ef svo ber undir.
„Við höfum engar athugasemdir
við fiskeldi á landi. Það hafa ver-
ið rekin skemmtileg fyrirtæki eins
og Silfurstjarnan í Öxarfirði og það
sem Samherjamenn eru að gera á
Reykjanesi að rækta lax á landi. Ef
þetta er gert á landi ógnar eldið
ekki villtum stofnum. Það eru sjó-
kvíarnar sem eru hættulegar líf-
ríkinu og sú staðreynd að laxinn er
frjór. Laxeldisfyrirtækin hafa sagt
að starfsemin sé sjúkdómafrí en svo
kemur í ljós að svo er ekki. Svo ætla
menn að taka þessa stöðu sem nú er
og tuttugufalda laxeldið að stærð.
Hvernig halda menn að náttúran
muni þá líta út?.“
Þegar Jón er spurður að því hvaða
fjárhagslegu hagsmuni hann og
landeigendur við laxveiðiár hafi
sem heild af sölu veiðileyfa í árn-
ar segir hann að það séu upphæðir
sem hann sé ekki með á hraðbergi.
Hann segir hins vegar að sala veiði-
leyfa sé mikill stuðningur við bú-
setu og bændur víða um land, til
dæmis í Aðaldalnum þar sem ann-
ar hver bær fái tekjur af sölu veiði-
leyfa. „Þetta snýst samt bara um
að vernda náttúru Íslands. Þú set-
ur ekki verðmiða á nátturuna. Við
erum búin að hafa þessa laxastofna
hérna frá því að við byggðum þetta
land. Við höfum ekki leyfi til þess,
í boði norskra stórfyrirtækja, að
fórna þessum stofnum.“
20 þúsund tonn spilltu ekki
Höskuldur Steinarsson hjá Lands-
samtökum fiskeldisstöðva segir
aðspurður að það að stöðva leyfis-
veitingar í laxeldi myndi hafa
„gríðarlegar afleiðingar“. „Þetta
myndi stöðva atvinnuuppbyggingu
á landsbyggðinni. Þetta er fáheyrð
krafa hjá þeim.“
Höskuldur segir að laxeldi í sjó-
kvíum hafi verið stundað á Íslandi
frá aldamótum og búið sé að fram-
leiða um 20 þúsund tonn af eldislaxi
án þess að þetta hafi haft afleiðingar
á íslenska laxastofna. „Meginpunkt-
urinn í þessu er að laxeldi í sjó-
kvíum er óheimilt á svæðum þar
sem eru raunverulegir hagsmun-
ir íslenskra laxastofna. Við erum á
þeim svæðum sem við erum til að
vernda íslenska laxastofna. Þetta
hefur ekkert breyst. Það er búið
að ala meira en 20 þúsund tonn af
eldislaxi í sjókvíum frá aldamót-
um án þess að það hafi haft slæmar
afleiðingar á laxastofna á Íslandi.
Svæðaskipulagið á Íslandi, að hafa
bannsvæði til verndar laxastofnun-
um, er mikilvægt.“
Milljarða viðskipti með hlutabréf í laxeldi
Eigendur laxeldisfyrirtækisins Fjarðalax
fengu andvirði rúmlega 3.7 milljarða króna
fyrir hlutabréf sín í fyrirtækinu þegar það
sameinaðist eldisfyrirtækinu Arnarlaxi
á Bíldudal nú í sumar. Tveir milljarðar
króna voru greiddir í reiðufé en eigandinn,
eignarhaldsfélagið Fiskisund ehf., fékk
einnig hlutabréf í Arnarlaxi upp á rúmlega
1700 milljónir króna. Eigendur Fiskisunds
ehf. eru þau Einar Örn Ólafsson, Kári Þór
Guðjónsson og Halla Sigrún Hjartardóttir.
Þessar upplýsingar koma fram í sérfræði-
skýrslu um sameiningu fyrirtækjanna
tveggja sem unnin var af lögmanni, Erni
Gunnarssyni, á lögfræðistofunni Lex í
sumar.
Í skýrslunni kemur fram að 90 prósent af fjármögnun-
inni fyrir kaupunum á Fjarðalaxi komi frá norska laxeld-
isfyrirtækinu Salmar sem skráð er í norsku kauphöllina.
Kaupverðið á Fjarðalaxi var áætlað út frá þeim leyfum
sem fyrirtækið hefur til að framleiða eld-
islax, samtals 4.500 tonn, mínus skuldir
fyrirtækisins, og endaði áætlað verðmæti
fyrirtækisins því í tæplega 250 milljónum
norskra króna. Mikil verðmæti felast því í
fengnum leyfum til framleiðslunnar.
Í skýrslunni kemur hins vegar fram að
Fjarðalax hafi sótt um leyfi til Skipulags-
stofnunar fyrir árlegri framleiðslu á 37.500
tonnum af eldislaxi til viðbótar við þessi
4.500 tonn sem er rúmlega áttföldun á
framleiðslu fyrirtækisins. Þessi tala bæt-
ist svo við 3.400 tonna framleiðslugetu
Arnarlax auk frekari leyfa sem fyrirtækið
kann að hafa sótt um.
Framleiðsla hins nýja sameinaða stór-
fyrirtækis í laxeldi á Íslandi þarf því að standa undir
þessari fjárfestingu norska fyrirtækisins í greininni og
þetta verður aðeins gert með aukinni framleiðslu á eld-
islaxi.
Einar Örn Ólafsson
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, sést hér halda á rúmlega tíu kílóa eldislaxi sem fyrirtækið hefur ræktað.