Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 26
Hluti af haustinu www.n1.is facebook.com/enneinn Haustið er tíminn til að hoppa í polla Dunlop Blizzard barnastígvél Þessi vinsælu stígvél fást nú á N1 í bleiku og bláu. Endingargóð, sterk og loðfóðruð fyrir íslenska veðráttu. Stærðir: 24-35 Verð: 6.700 kr. Fást í eftirtöldum N1 verslunum Reykjavík • Blönduós • Akureyri • Húsavík • Reyðarfirði Höfn • Grindavík • Ólafsvík • Patreksfjörður • Vestmannaeyjar 26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 Trump er ekki af baki dottinn Stuðningsmenn Trump blása til orustu í stríðinu gegn pólítískum rétttrúnaði og flokkseigendafélagi Repúblíkanaflokksins Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Þótt stjórnmálaskýrendur vestan- hafs virðist nánast á einu máli um að forsetaframboð Trump sé búið að vera og stór hluti flokksforystunn- ar neiti nú að styðja hann, er engan bilbug að finna á Trump eða stuðn- ingsmönnum hans. Þvert á móti, Trump hefur blásið til nýrrar sóknar sem beinist ekki aðeins gegn Clint- on, heldur einnig framámönnum Repúblíkanaflokksins. Afleiðingin er sú að flokkurinn gengur klofinn til kosninga. Það hefur aldrei gerst í sögu bandarískra stjórnmála að annar stóru flokk- anna gangi til kosninga undir þess- um kringumstæðum; að forseta- frambjóðandi hafi lýst yfir stríði við flokksforystu eigin flokks, sem hafi að stórum hluta sagt skilið við fram- bjóðandann. Demókratar vonast til að afleiðingarnar verði ekki aðeins að sigur Hillary 8. nóvember, heldur gæla þeir við að demókrötum takist einnig að endurheimta meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Ólíklegt er að það gangi eftir, eins og fjallað er um hér að neðan, en ljóst er þó að það mun taka Repúblíkana- flokkinn mörg ár að ná sér eftir þann skaða sem Trump hefur valdið. Þótt atburðir síðustu viku séu sannarlega áhugaverðir í ljósi for- setakosninganna er ekki síður áhugavert að velta fyrir sér þeim öfl- um sem knúið hafa Trump áfram: Kvenhatri og stríðinu gegn pólítísk- um rétttrúnaði. Ruslagámur í ljósum logum Ein vinsælasta myndlíkingin þegar kemur að forsetaframboði Trump í bandarískum fjölmiðlum er að líkja því við ruslagám sem stendur í ljós- um logum, „a dumpster fire“. Slíkir eldsvoðar eru oftast afmarkaðir og auðvelt að koma í veg fyrir að þeir breiðist út. Því þjónar engum til- gangi að reyna að slökkva þá, enda eldsmaturinn hvort sem er sorp. Atburðir síðustu viku eru slíkir að í tilfelli Trump mætti halda því fram að ruslagámseldsvoðinn hafi í raun brotist út á dekkjaöskuhaug Repúblíkanaflokksins, og hafi breitt úr sér. Þegar hér er komið sögu er sennilega eina lausnin að afskrifa allt heila klabbið, moka yfir það og bíða eftir því að eldurinn brenni út af sjálfu sér. Forskot Hillary hefur vaxið hröðum skrefum síðustu daga og vikur og er nú á bilinu 5-11% á landsvísu. Samkvæmt kosn- ingaspá Nate Silver hefur hún nú 86% líkur á því að vinna kosningarnar. Trump hefur hins vegar sagt stuðningsmönn- um sínum að taka ekki mark á könnunum, því niðurstöðum þeirra sé hagrætt af öflum sem vilji leggja stein í götu hans. Vibrögð flokksforystunnar við birtingu Washington Post á mynd- bandsupptöku þar sem Trump stærir sig af hegðun sem í besta falli flokkast undir kynferðislega áreitni og í versta falli kynferðislegar árásir á konur, og hörmulegri frammistöðu hans í öðrum kappræðum frambjóð- endanna, bendir til þess að margir af leiðtogum flokksins hallist að því að svo kunni að fara. Trump geti valdið varanlegum skaða á ímynd flokksins, og að honum takist ekki aðeins að fæla minnihlutahópa frá flokknum, heldur líka betur mennt- að fólk, unga kjósendur og konur. Flokkurinn stæði þá eftir með einn kjósendahóp: Reiða, hvíta, ómennt- aða karla á miðjum aldri. „Októberglaðningurinn“ Í raun hefur legið fyrir allan tímann að Trump ætti litla möguleika á sigri. Þó að hann hafi unnið á í könnun- um í kjölfar landsfundar flokksins, hafa augljósir persónuleikabrestir hans, andstaða flokksforystunnar og skortur á öllum innviðum agaðs forsetaframboðs verið það alvar- legar hindranir að það var erfitt að ímynda sér aðstæður þar sem hann gæti siglt til sigurs. Það sem helst hefði getað tryggt Trump sigur hefði verið stórt hneykslismál tengt Hillary. Í þessu sambandi er talað um „októberglaðning“ eða October surprise, óvænt hneykslismál sem dúkka upp á síðustu vikum kosning- anna. Í kjölfar umfjöllunar um rann- sókn FBI á tölvupóstum Hillary sem utanríkisráðherra (sem leiddi ekk- ert saknæmt í ljós) í september og yfirlýsingar um að Wikileaks ætlaði að birta fleiri tölvupósta virtist um stund sem októberglaðningur kosn- ingabaráttunnar yrði sigur Trump. En annað kom sannarlega á daginn. Eftir atburði síðustu viku er for- skot Clinton í könnunum komið upp í um 10% á landsvísu. Að vísu eru áhrifin af birtingu myndbands- upptökunnar á föstudag og kapp- ræðunum á laugardaginn ekki að fullu komin fram í könnunum, enda eru þær teknar yfir margra daga tímabil, en í könnun NBC News og Wall Street Journal sem var að fullu gerð eftir kappræðurnar, sögðust 50% ætla að kjósa Hillary og 40% Trump. Hillary hefur líka bætt stöðu sína í vígvallarfylkjum kosninganna, „the Frammistaða Tump í öðrum sjón- varpskappræðum þeirra Hillary, þar á meðal svipbrigði hans, líkamsburður og fautaleg framkoma, urðu síst til þess að bæta ímynd hans í kjölfar myndbandsbirtingar Washington Post daginn áður. Trump á að hafa afþakk- að ráðgjöf sérfræðings í líkamstján- ingu með þeim orðum að hann „þyrfti enga kennslu í því að vera manneskja“. battleground states“, fylkjunum þar sem úrslit kosninganna ráðast. Sam- kvæmt meðaltali realclearpolitics. com er forskot Hillary í Pennsyl- vaníu 8,6%, 8% í Wisconsin, 7,5% í Virginíu, 7% í Michigan og 3,7% í Iowa. Þökk sé óvinsældum Trump gæti Hillary jafnvel unnið í „örugg- um“ fylkjum Repúblíkanaflokks- ins. Trump og Hillary eru t.d. hníf- jöfn í Utah, sem hefur ekki kosið demókrata í forsetakosningum síð- an árið 1964. Samkvæmt kosningaspá fivethirty- eight.com eru 86% líkur á að Hillary vinni, og líklegasta niðurstaðan sú að hún fái 49,4% atkvæða og 341 kjörmann, en Trump 42,9% og 197 kjörmenn. Trump færi Pelosi þingforsetasætið? Ófarir Trump hafa orðið til þess að sumir Demókratar gera sér von- ir um að endurheimta meirihluta í öldungadeildinni, og jafnvel neðri deild þingsins. Síðustu daga hefur flokkurinn því látið framleiða aug- lýsingar sem tengja aðra frambjóð- endur Repúblíkanaflokksins við Trump. Samkvæmt heimildum CNN er einn af stærstu “Super PAC” sem styðja Hillary að undirbúa að færa fé úr forsetakosningunum í kosninga- baráttu öldungadeildarþingmanna. (Super PACs eru pólítísk félög, Political Action Committees, sem hafa það hlutverk eitt að safna fé og fjármagna pólítískar auglýsingar í kosningum, en eru formlega ótengd frambjóðendum eða flokkum.) Demókratar þurfa að vinna fimm sæti til að ná meirihluta í öldunga- deildinni. Eins og staðan er í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.