Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016
prinsesu. Hún hét Evrópa. Úrux-
inn hefur alltaf legið við rætur
hugmyndarinnar um heimsálfu að
nafni Evrópa. Hann er dýrið sem
skilgreinir álfuna. Athafnir manna
leiddu til útrýmingar dýrsins, en
þær geta líka endurheimt það. Við
viljum meina að þetta stórkostlega
dýr verðskuldi ekki aðeins bók
heldur “comeback” áætlun.“ Hér
er sleginn annar tónn en í sögunni
af nytsemi dýrsins. Þetta er róm-
antíska sagan um úruxann.
Fjölbreyttara lífríki
Hjörðum Tauros-verkefnisins hef-
ur á síðustu árum verið sleppt laus-
um innan verndarsvæða í Króatíu,
Tékklandi, Rúmeníu, Portúgal og
á Spáni. Síðustu tvo áratugi hefur
fjöldi smærri býla verið yfirgefinn
og nýting jarða þeirra lögð niður,
einkum í Austur-Evrópu, eftir því
sem matvælaframleiðsla færist frá
smærri býlum til stærri fyrirtækja.
Áratuginn frá 1990 til aldamóta
lagðist landbúnaður af á 42% áður
nýttra jarða í Lettlandi, 28% í Lit-
háen, 14% í Póllandi og svo fram-
vegis. Á tíu ára bilinu frá 2003 til
2013 drógust nýttar jarðir í Evrópu
enn saman um alls fjögur prósent.
Hættan er sú að óhaminn trjágróð-
ur, nýr skógur, taki yfir gríðarstór
svæði, og dragi úr líffræðilegum
fjölbreytileika.
Villtur skógur dragi úr líffræði-
legum fjölbreytileika? Já, sam-
kvæmt rannsóknum er nú lífríki
meginlandsins, það er hinn villtari
hluti þess, til dæmis fuglalíf, veru-
lega háð landbúnaði. Þegar jarðir
falla í eyði þjónar það ákveðnum
tegundum innan lífríkisins en öðr-
um ekki, frekar þeim sem geti þrif-
ist hvar sem er, en síður þeim fá-
gætari. Meðal annars þess vegna
hefur stefna Evrópusambandsins
á síðustu árum verið sú að halda
landbúnaðarjörðum í rækt óháð því
hvort afurðir þeirra nýtist. Goderie
og félagar vilja fara aðra leið,
stuðla að öðrum fjölbreytileika.
Og þar kemur uxinn til sögunnar,
segja þau.
Sem risadýr telst úruxinn til lykil-
tegundar. Til langs tíma er talið að
annað landslag mótist við nærveru
risadýra en án þeirra; með beit
varðveita dýrin gresjurnar. Með
því að bíta og traðka niður lággróð-
ur hemja þau trjávöxt: Þar sem
annars væri samfelldur trjágróður
verður úr „mósaík“ graslendis og
skóga. Vinnutilgáta Goderies er að
slíkt landslag styðji betur við fjöl-
breytt lífríki, auk þess sem það sé
upprunalegra – líkara Evrópu eins
og hún var, ekki aðeins fyrir iðn-
byltingu heldur fyrir landbúnaðar-
byltinguna. Í þessari frásögn af líf-
fræðilegum fjölbreytileika virðast
fyrri sögurnar tvær sameinast, sú
praktíska og hin rómantíska: lífrík-
inu þyki bæði betra.
Minni stjórn
Stærri villidýr hafa frá árdögum
verið náttúrulegur óvinur mann-
kyns og sigur okkar yfir þeim er svo
að segja nýunninn. Ég spyr Goderie
hvaða sýn hann hafi á þetta starf, að
endurheimta villidýrin. Er það skref
áfram sama veg, felur það í sér enn
meiri yfirráð yfir náttúrunni, eða
er það skref til baka? „Að stíga til
baka,“ svarar hann. „Í stað þess að
halda í tauminn, sleppa honum. Og
leyfa náttúrulegri þróun að eiga sér
stað. Auðvitað þarf maður í upphafi
kannski ákveðna stjórn, en skref
fyrir skref að sleppa taki. Það er líka
það sem við höfum í hyggju með
ræktuninni – hún snýst um mjög
mikla stýringu framan af, jafnvel
með flutningi fósturvísa, til þess að
gera, þegar upp er staðið, ekkert, og
leyfa Darwin að vinna sína vinnu.“
Við stöndum við rafmagns-
girðingu og gónum á hóp af annarr-
ar og þriðju kynslóðar afbrigðum
í ræktunarferlinu. Tárusa, eins og
Goderie nefnir dýrin á þessu stigi
hinu horfna dýri. Fyrir þessu seg-
ir Goderie að séu margar ástæður,
meðal annars að genafiktið væri
ólöglegt. Á honum má skilja að aðr-
ar ástæður vegi þyngra.
– Hvað með Darwin, spyr ég. Þú
minntist á hann áðan. Geturðu út-
skýrt aðdráttarafl þróunarkenn-
ingarinnar í þessu samhengi? „Já.
Hugmyndin á bak við þróunarkenn-
inguna eins og Darwin lýsti henni
er auðvitað að í náttúrulegu um-
hverfi velji náttúruleg ferli úr bestu,
hæfustu einstaklingana og sjái til
þess að sérkenni þeirra, þættirn-
ir sem gera þá hæfa, dreifi sér um
heila stofna. Það er að nokkru leyti
líka markmið okkar með tárusun-
um. Ekki að komast til baka, eins
og Heck-bræður vildu til dæmis, og
endurheimta dýrið eins og það var,
heldur afbrigði sem hæfir núver-
andi aðstæðum. Jafnvel að með-
töldu því sem við höfum gert lofts-
laginu. Að dýrið hæfi núverandi
aðstæðum og geti mætt aðstæðum
framtíðar, frekar en vera nákvæm-
lega eins og það var.“
Aftamning húsdýra
„Aftamning, það er í raun það sem
við erum að gera,“ segir Goderie:
„Ef þú ert taminn, ertu mataður,
þér er gefið að drekka og allt það, þá
geturðu verið heimskur. Þér leyfist
að vera heimskur. Ef þú ert aftam-
inn, hins vegar, og þér er sleppt
lausum í skógi í Króatíu eða hvar
það er, þá reynist þessi litli hund-
ur hérna allt í einu vera úlfur og
þú þarft að vera greindara dýr. Þú
þarft að nýta umhverfi þitt af meiri
klókindum, vita hvar er best að
halda sig í ólíkum aðstæðum, í hita,
kulda, snjó, regni og svo framvegis,
hvernig skuli bregðast við rándýr-
um, hvernig er best að verja pakkið
þitt og smærri dýr – þú þarft að vera
greindara dýr. Eitt af því sem gerist
við tamningu er að heilar minnka,
jafnvel í fólki. Neanderthalsmað-
urinn hafði, að rúmmáli, stærri
heila en við. Aftamning felur í sér
aukna greind.“
Fyrst þú minnist á mannfólk, ætti
einnig að aftemja okkur?
„Nei!“ svarar Goderie snöggt og
hlær við, „þú færð mig ekki til að
segja neitt um mannfólk ...“ Dokt-
orsneminn heldur okkur á sporinu:
„En það er það sem gerist, það er
meðal annars það sem villivæðing
snýst um ...“ – „Já, kannski,“ segir
Goderie, „kannski er það svo, þetta
er samþróun og kannski ...“ – „Já,
að læra samskipti við ótamin dýr
er þáttur í því að aftemja mann-
fólk,“ segir Conterato. – „Já, allt í
lagi,“ svarar Goderie og reynir að
drepa málinu aftur á dreif, „en fyr-
ir fjölmiðla held ég mig við kýr“.
Sá ungi heldur ótrauður áfram:
„Ég talaði við mann sem sagði
þetta svona, að málið snúist ekki
bara um að gera náttúruna villta á
ný heldur okkur sjálf, með því að
skapa náttúrulegar aðstæður þar
sem við getum aftur staðið frammi
fyrir hinu villta.“ Í hálfum hljóðum
svarar Goderie: „Já, jæja, ég held að
ég sé nú sammála því, já.“
Frá því fyrr á þessu ári hefst hjörð 20 dýra af annarri kynslóð táros-nautgripa við
á Lika-sléttunni í Króatíu.
Þar sem ræktun Goderies og félaga hófst árið 2009 eru hjarðir Tauros-verkefnisins enn aðeins af annarri og þriðju kynslóð
kynbóta. Þegar er þó nokkur svipur með þeim og úruxanum, segir Goderie.
Kortið sýnir hvar kynbótastarf Tauros-
verkefnisins fer nú fram.
„Eitt af því sem gerist
við tamningu er að
heilar minnka, jafnvel
í fólki. Neanderthals-
maðurinn hafði, að
rúmmáli, stærri heila
en við. Aftamning felur
í sér aukna greind.“
milli mjólkurkúa og úruxa. Goderie
bendir á hvítu röndina sem þegar
má finna á baki nautanna, þau séu á
réttri leið, en enn ekki nógu háfætt.
Og kvígurnar ekki jafn rauðleitar
og þær eiga að verða. Með okkur er
Ari Conterato, bandarískur mann-
fræðingur sem vinnur að doktors-
verkefni um rewilding-verkefni í
Bandaríkjunum og Evrópu. „Margir
sem ég hef hitt setja þessi verkefni
í samhengi við jarðsögulega hug-
takið mannöld (anthropocene),
hugmyndina um að jarðsögu-
lega skilgreinist okkar tímaskeið
af yfirráðum mannskepnunnar á
hnettinum. Rewilding er þá tilraun
til að beina yfirráðum okkar í átt
að minni stýringu, gefa eitthvað
til baka af yfirráðunum, ferlunum
og rýminu.“ Goderie tekur und-
ir þetta. „Einmitt, það er svolítið
mótsagnakennt,“ segir hann. „Við
getum ákveðið að stíga til baka.
Þú ert enn við stjórnvölinn en á
annan hátt.“
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
Tauros verkefnisins, Henri Kerk-
dijk-Otten, sagði skilið við Goderie
árið 2014 og stofnaði til Uruz verk-
efnisins. Uruz fer sína eigin rækt-
unarleið að sama marki og Tauros,
að afútrýma úruxanum, en byggir
á annarri hugmynd um dýrið. Uruz
notast við árásargjarnari tegund-
ir til kynbóta, á við Toro de lidia –
spænsku bardaganautin sem Lutz
Heck notaði líka í sína uppskrift en
Heinz Heck ekki. Og forsvarsmenn
Uruz útiloka ekki genasplæsingar
þegar líður á ferlið. Þó að gena-
mengi úruxa hafi nú verið kort-
lagt notar Tauros verkefnið slík
kort aftur á móti ekki til afritun-
ar eða splæsinga, heldur aðeins
sem viðmið til samanburðar, til að
skoða hversu líkir nýir tárusar eru