Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016
skemmtilegt. Þau eru lang-árásar-
gjörnustu dýr sem ég hef nokkru
sinni unnið með.“ „Aggressive Nazi-
bred cows“, „Nazi super cows“,
„Nazi engineered cows“ – morðóðar
nasistakýr skutu fyrirsjáanlega upp
kollinum í fyrirsögnum dagblaða á
Englandi og víðar.
Eru fyrirsagnirnar ósanngjarn-
ar eða er eittvað nasískt við Heck-
-stofninn? Tilraunarækt þeirra
bræðra naut í það minnsta mikils
stuðnings yfirvalda í þriðja ríkinu.
Lutz Heck varð meðlimur Nasista-
flokksins árið 1937 og stundaði veið-
ar með Hermann Göring, sem aftur
gerði Lutz að yfirmanni Skógræktar
ríkisins. Staðan fól meðal annars í
sér yfirráð yfir skógum á hernumd-
um svæðum. Eftir innrásina í Pól-
land sleppti Lutz Heck nokkrum
hluta hjarðar sinnar lausum í Bi-
alowieza skógi, á mörkum þess sem
nú er aftur Pólland og Hvíta-Rúss-
land en voru þá einkaveiðilendur
Goerings. Þangað sóttu þeir síðan
saman á skyttirí, dýragarðsstjór-
inn og stríðsglæpamaðurinn tilvon-
andi. Heinz er talið til tekna að hafa
ekki sýnt nasistum jafn eindregna
hollustu. Hann virðist, ólíkt Lutz,
ekki hafa verið meðlimur í flokkn-
um og er sagður hafa hafnað dokt-
orsnafnbót sem ríkið vildi sæma þá
báða. Lutz þáði.
Spænsk árásargirni
Ronald Goderie heldur því fram að
hinn upprunalegi úruxi hafi alls
ekki verið jafn styggur og nasista-
kýrnar. „Heck-bræður höfðu ekki
allar þær upplýsingar sem við höf-
um nú. Hellamálverkin í Lascau
höfðu til dæmis ekki verið uppgötv-
uð,“ segir hann. „Heck-naut koma
alltaf upp í þessu samhengi, ég skil
það alveg. En markmið þeirra var
allt annað. Við viljum að vistkerfið
verði starfhæft á ný og til þess þurf-
um við villidýr á beit. Þeir höfðu allt
annað í huga: að endurheimta þessa
goðsagnakenndu, villtu skepnu,
geta veitt hana og svo framvegis.
Endurheimta þessi dýr sem eins
konar arísk ofurnaut, í samræmi
við kenningar nasista. Meðal þess
sem þeir gerðu var að nota spænsk
bardaganaut til ræktunarinnar. Og
þetta leiddi til atferlis sem við lít-
um ekki á sem alveg náttúrulegt.
Öldum saman voru bardaganaut-
in ræktuð með árásargirni og þess
háttar í huga, sem er ekki náttúru-
legt atferli dýra. Og þetta er enn í
Heck-nautgripunum. Þeir eru ekki
áreiðanlegir.“
Hvernig var þá skapferli hins
raunverulega úruxa? „Þú gætir auð-
vitað sagt að úruxinn sjálfur hafi
verið óstýrilátur en við álítum, og
til eru heimildir um það, að hann
hafi ekki verið árásargjarn. Þegar
þú nálgast dýrin, láta þau þig í friði.
Þegar þú styggir þau, láta þau þig
áfram í friði. Ef þú heldur áfram að
styggja þau, ókei, þá gætu þau stigið
yfir til þín og sparkað þér upp í loft.
En ef það gerist, og þú leggst flatur
í jörðina og liggur áfram flatur, þá
gera þau ekkert meira við þig. Þetta
síðasta atriði höfum við enn ekki
sannreynt,“ segir hann og hlær. „En
ég held að það sé satt.“
Hjarðir Tauros-verkefnisins virð-
ast í það minnsta vera til friðs.
Gegnum beitarlandið í Keent ligg-
ur fjölfarinn hjólastígur. „Ef dýr-
in eru á stígnum hjólar fólk bara
beint í gegnum hjörðina,“ segir
Goderie. „Og skepnurnar víkja. Við
erum ekki endilega ánægð með
þessa hegðun fólks, því ef hjörðin
er nógu stór verður fyrr eða síðar
slys. Ungir menn reyna kannski
að espa hjörðina og tíu mínútum
síðar kemur eldri kona með litla
hundinn sinn í bandi, skilurðu ...
en með góðri stjórnun má halda
áhættunni í lágmarki.“ Góð stjórn-
un þýðir í þessu tilfelli að árásar-
gjarnir einstaklingar eru fjarlægðir
og þeim slátrað.
Forsaga Evrópu
Í kynningarefni Tauros verkefnis-
ins má finna tvær forsögur þess.
Annars vegar sögu stofnunarinn-
ar, sem Goderie rekur líka í mæltu
máli: „Tauros stofnunin var sett á
laggirnar snemma á tíunda áratug
síðustu aldar. Hugmyndin var að
veita náttúruverndarstofnunum
dýr til náttúrulegrar beitar. Þar sem
þetta eru meira eða minna opinber-
ar stofnanir töldum við okkur geta
gert það af meiri skilvirkni en þær.
Til að byrja með notuðum við aðal-
lega skosk hálandanaut og Exmoor-
smáhesta. Fyrr en varði sátum við
uppi með fleiri skepnur en nýttust,
svo spurningin vaknaði hvað við
ættum að gera við þær, og slátur-
húsið kom til sögunnar. Um 2006,
2007, datt okkur í hug að nota að-
eins villtari nautgripi en hálending-
ana. Þeir vinna þetta verk alveg
þokkalega en ekki fullkomlega.
Þegar er hlýtt í veðri halda
þeir sig í skugga eða vatni,
og bíta þá ekki.“ Umsjónar-
menn ákveðinna verndar-
svæða hafi viljað flytja inn
Heck- naut „en við viljum þau
ekki, því þau eru hættuleg. Svo við
ákváðum að finna annan valkost.“
„Við fengum teymi af sérfræðing-
um til liðs við okkur. Það mikilvæg-
asta sem við lærðum af þeim er að
í Evrópu finnast tveir heitir reitir
með mestan fjölbreytileika naut-
gripa, annars vegar á Balkanskaga
til Ítalíu, hins vegar á Íberíuskaga,
í sveitum Portúgals og Spánar,“
heldur Goderie áfram. „Ef þú lít-
ur á uppruna taminna nautgripa,
sem ferðast frá Mið-Austurlönd-
um til Evrópu, sérðu hvers vegna.
Nokkrar leiðir lágu meðfram Dóná,
milli eyja á Miðjarðarhafi og gegn-
um Norður-Afríku. Annars staðar
í Evrópu hefur þessi upprunalegi
fjölbreytileiki nautgripa glatast
vegna þess, einfaldlega, að við kyn-
bættum sífellt í þágu fyrirsjáan-
leika. Sérfræðingarnir sögðu okkur
hvaða afbrigði við ættum að nota,
frá sjö löndum á þessum svæðum,
og þannig byrjuðum við árið 2009.
Fyrst fluttum við inn Maremmana
primitiva naut og kvígur ...“
Þessi frásögn snýst um nytsemi,
þar sem úruxinn birtist sem lausn
á praktísku úrlausnarefni. Önnur
saga er þó einnig viðloðandi verk-
efnið og teygir sig lengra aftur. Bók-
in The Aurochs — Born to be Wild:
The Comeback of a European Icon
kom út árið 2013. Hún er litprent-
uð og ríkulega myndskreytt, gefin
út bæði á ensku og hollensku. Bók-
ina ritar Goderie ásamt þremur
öðrum. Formála bókarinnar lýk-
ur á þessum orðum: „Samkvæmt
grískri goðsögn tók guðinn Seifur
sér ásýnd uxa þegar hann synti
frá Krít til þess sem nú heitir Lí-
banon og rændi fagurri fönískri
Dýragarðsstjórinn Heinz Heck þótti
ekki jafn hliðhollur nasistum og bróð-
ir hans, Lutz, og sættu pólitískar skoð-
anir hans rannsókn í þriðja ríkinu.
Í dýragarðinum í München stendur
þessi minnisvarði um Heinz.
Enski bóndinn Derek Gow með
Heck-nautgripi sína í bakgrunni.
Hann flutti inn þrettán slík dýr
árið 2009 en slátraði þeim flestum
sex árum síðar sökum árásargirni
þeirra.
Sýnið sem beitt var til að kortleggja
erfðamengi úruxans var tekið úr
lærleggsbroti sem fannst í Derbyshire,
Englandi.
„Þau reyndu að drepa
hvern sem var. Það var
alls ekki skemmtilegt.
Þau eru lang-árásar-
gjörnustu dýr sem ég
hef nokkru sinni unnið
með.“
Varðveitt beinagrind af úruxa.