Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 52
52 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 „Ég drekk kaffi. Ég nöldra yfir öðrum krökkum sem mér finnst geta verið óþolandi. Ég er í vinnu. Ég er kannski með svolítið full­ orðinslegan smekk.“ Aðspurður um vinnuna segist hann vera ráðinn í húsverk af for­ eldrum sínum. „Þetta er kannski ekkert merkileg vinna. Ég tek til inni í stofu og eldhúsi á föstudög­ um og fæ laun fyrir.“ Bragðskyn Tristans er einnig afar fullorðins. „Ég elska allt sem er beiskt eins og dökkt súkkulaði. Uppháhaldsgosið mitt er tónik. Mamma leyfði mér einhvern tíma að smakka það og eftir einn sopa tók ég flöskuna og hljóp í burtu.“ Tristan hefur fiktað við kaffi­ drykkju í nokkur ár. „Ég var átta ára þegar ég byrjaði að smakka kaffi. Mér finnst það best svart en passa mig að drekka það ekki á hverjum degi.“ Tristan les eingöngu fullorðinsbækur og er þessa dagana á bólakafi í The Shin­ ing eftir uppáhalds­ rithöfundinn sinn, Steven King. Hann hef­ ur gaman af hryllilegum spennusögum og les þær allar á ensku því honum finnst þýðingar geta eyðilagt góðar  bækur. Og hann sýslar við fleiri full­ orðinslega hluti í frítíma sínum. „Ég er læra þýsku núna. Mér finnst það skemmtilegt tungumál. Ég fann mjög gott app sem kennir manni byrjendaorðin en svo færi ég mig yfir í bækur þegar ég er kominn með smá orðaforða. Mig langar líka til að læra rússnesku.“ Hvernig verður þú sem gamall maður, ef þú ert með svona smekk núna? „Kannski bara eins og lítið barn.“ Barn með fullorðinssmekk Tristan Smári Hlynsson er 12 ára gamall en er með smekk eins og hann sé fullorðinn. Hann drekkur kaffi, lærir þýsku í frítíma sínum og uppáhaldsgosið hans er tonik. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Hvað segir mamma? Um mark Theodórs Elmars gegn Tyrklandi. „Theodór er kominn á skotskóna,“ segir Thelma Theodórsdóttir, mamma Theodórs Elmars lands­ liðsmanns í fótbolta um mark hans í leik gegn Tyrklandi síð­ ustu helgi. Mark Emma, eins og margir kalla hann, vakti einkum athygli fyrir tvennt. Um fyrsta mark leikmannsins var að ræða með a­landsliðinu en hann fékk þó ekki að njóta heiðursins af því að í skýrlsum um leikinn því markið var á endanum skráð á Tyrkjann Ömer Toprak, sem sjálfsmark. Spurningin sem brennur á vörum landsmanna er því: Hvað segir mamma Emma um málið? „Ég er bara mjög stolt af Emma og hefði auðvitað viljað að mark­ ið hefði verið skráð á hann. Það verður að bíða betri tíma. Loksins þegar það kom var dálítið leiðin­ legt að það skyldi þurfa að vera skráð á annan mann, mótherjann. En maður auðvitað veit ekki hvort boltinn hefði farið framhjá ef hann hefði ekki farið í mótherjann. Sá var hrokafullur og fullyrti að hann hefði annars farið í samskeytin.“ „En þetta var frábært og ég er svo stolt af honum að koma inn og glansa, loksins þegar hann fékk tækifæri og var í byrjunarliðinu.“ Heldurðu að hann skori ekki bara annað í næsta leik? „Jú, eigum við ekki að segja það? Mörkin hafa farið að laumast inn hjá honum síðustu mánuði. Við erum farin að vona að hann sé bú­ inn að finna skotskóna og þau fari að koma eitt og eitt. Hann hefur samt auðvitað lagt upp fjölmörg mörk, verið meira í því,“ segir Thelma, sposk að lokum. | bg Ég er bara mjög stolt af Emma og hefði auð- vitað viljað að markið hefði verið skráð á hann. Það verður að bíða betri tíma. Eins gaman og það væri að vera meira sjálfstæður þá er ég mjög þakklátur fyrir að búa hjá foreldrum mínum til að forðast skuldasúpuna eftir útskrift. Thelma er stolt af syni sínum. Mynd | Rut Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Stefán Ingvar Vigfússon er 23 ára gamall Listaháskólanemi sem býr enn hjá mömmu og pabba í vesturbæ Reykjavík­ ur. Stefán segist ekki hafa efni á að búa neinsstaðar annars­ staðar meðan hann klárar námið sitt og svo finnst hon­ um líka nett að búa hjá for­ eldrum sínum. „Ég er í þokkalegu stætó­ og göngufæri frá skólanum. Það er bara erfitt að finna eitthvað annað við hæfi svo eru svo fáar stúdentaíbúðir í boði fyrir Listaháskólann. Mér finnst bara næs að búa hjá mömmu og pabba, mér líður vel og sambúðin gengur ágæt­ lega. Ég er lítið heima, kem yfirleitt heim bara til þess að sofa þannig það fer ekkert mikið fyrir mér. Eins gam­ an og það væri að vera meira sjálfstæður þá er ég mjög þakklátur fyrir að búa hjá for­ eldrum mínum til að forðast skuldasúpuna eftir útskrift. Ég er ekkert að flýta mér út,“ segir Stefán um hugguleg híbýli sín. Stefán segist finna fyr­ ir pressu af og til frá sam­ félaginu að flytja út: „Manni líður eitthvað aumingjalega með þetta af og til. Ég held samt að mér myndi líða enn aumingjalegra ef ég væri á leigumarkaðnum og hefði ekki efni á Euroshopper kjúklingabaunadós.“ Stefáni finnst maður vera orðinn of gamall til þess að vera í for­ eldrahúsum þegar maður hef­ ur efni á að flytja út og nægi­ legan þroska: „Ég held að það sé ekkert endilega bundið við aldur. Maður verður bara að vera andlega og fjárhagslega tilbúinn.“ Stefáni finnst sambúðin ganga ágætlega. Mynd | Hari Fullorðnir í foreldrahúsum: Nett að búa hjá mömmu og pabba Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði sem hentar ungu fólki, fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í foreldrahúsum. Ísland er þar ekki undanskilið. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki? Sérblað um Barnaafmæli Þann 21. október auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.