Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 54
54 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 Hvar varstu þegar Michael Jackson dó? Lát frægra einstaklinga eða stórir heimsviðburðir geta haft mikil áhrif á sálarlíf okkar og lifir lengi í minningunni. Fréttatíminn spyr landann hvar hann var á þessum stóru augnablikum. Hvað segja ungu frambjóðendurnir? Þórdís Kolbrún Gylfadóttir 28 ára. Sjálfstæðisflokkur. 1Ég og unnusti minn festum kaup á okkar fyrstu íbúð vorið 2015, m.a. með því að nýta skatt- frjálsu séreignasparnaðarleiðina, sem nú hefur verið fest í sessi og er mikilvægt skref. Við búum í 75 fm, þriggja herbergja íbúð með fjögurra ára syni okkar og, ef lífið lofar, ófæddri dóttur okkar í lok mánaðarins. 2Já ég hef leigt á fjórum stöð-um. Fyrst í Grafarholti í tvö ár á meðan ég var í laganámi í HR. Ég leigði með vini mínum í mið- bænum árið 2010. Eftir skipti- nám í Austurríki 2011 leigðum við unnusti minn í Vesturbæ Reykja- víkur til loka árs 2013 og leigðum svo í Garðabæ þar til í fyrra. 3Bæta þarf stöðu húsnæðismála svo ríkisafskipti verði með sem minnsta móti enda ræður almennt framboð og eftirspurn frjálsum fasteignamarkaði. Tryggja þarf fólki valfrelsi um hvort það vilji eignast íbúð eða leigja. Ríkið getur ekki stýrt leigumarkaði. Einfalda þarf byggingarreglugerð, stærð og gerð á að ráðast af þörfum kaup- enda en ekki hins opinbera. Það þurfa ekki allir alrými, geymslu og bílastæði. Auka þarf framboð lóða og þar með framboð íbúða. Hjördís Heiða segir öryrkjum nánast ókleift að kaupa eigin íbúð. Mynd úr einkasafni. Katla Hólm Þórhildardóttir 30 ára. Píratar. 1Ég leigi íbúð. 2Ég hef alltaf verið á leigumark-aðinum. Byrjaði að leigja með vinum mínum 17 ára og fann hvernig markaðurinn stökkbreytt- ist fyrir árið 2007. Var oft í mikl- um vandræðum með að finna mér húsnæði en verst var það þegar ég var ein með drenginn minn tveggja ára gamlan og var inni á fjölskyldu minni í nokkra mánuði áður en ég fékk húsnæði. 3Mér finnst það vægast sagt ömurlegt. Það er ömurlegt að fólk geti ekki leigt sér húsnæði á eðlilegu verði, það er ömurlegt að einstæðir foreldrar geti ekki tryggt börnum sínum öruggt heimili til lengri tíma og það er ömurlegt að foreldrar sem hafa ekki lögheimili barnsins hjá sér séu milli steins og sleggju í húsnæðismálum. Það er ömurlegt að stóra svarið hjá yfir- völdum sé alltaf séreignarstefna, leiguhúsnæði á að vera raunhæfur kostur fyrir venjulegt fólk. Stjórn- völd þurfa að setja hagsmuni leigj- enda í forgang. Það er hægt með því að regluvarða leigumarkaðinn þannig að hann haldist stöðugur, það býður fólki upp á öryggi og aukinn sveigjanleika til lengri eða skemmri tíma. Hjördís Heiða 28 ára. Flokkur fólksins 1 Ég hef alltaf verið á leigu-markaðnum en mig hefur að sjálfsögðu langað að eignast mitt eigið húsnæði. Það er virkilega erfitt þar sem greiðslumatið er ekki sniðið að kaupmætti öryrkja og verðtrygging ásamt okurvöxt- um gera okkur það nánast ókleift að kaupa okkur eigin íbúð, nema við eigum maka sem hjálpar til og þá er víst betra að hann eða hún sé ekki öryrki líka. Því erum við háð leigumarkaði sem er dapurt og mannvont kerfi vegna þess að þrátt fyrir að friðhelgi einkalífsins og heimilis sé tryggð í stjórnarskrá þá ráðum við svo sannarlega ekki hvernig við lifum lífinu sem leig- utakar, heldur verðum að standa (og sitja) eftir vilja og kröfum leig- usalans. Leigjendur mega til dæm- is sjaldnast eiga gæludýr. 2Ég hef alltaf verið á leigumark-aðnum. Það þarf virkilega að fara vel yfir húsnæðismál. Margir eru heimilislausir og búa inni á vinum og ættingjum, eða eru á götunni. Lágmarksframfær- sla verður að vera að lágmarki 300.000 kr. eftir skatt. Flokkur fólksins vill að allir fái 300.000 króna lágmarksframfærlsu eftir skatt. 3Staða húsnæðismála er virki-lega slæm og ég held að margir geri sér ekki grein fyrir alvar- leikanum og hversu margir eru raunverulega heimilislausir. Ísland er ríkt land sem gæti séð vel um alla þegna sína. Eins og staðan er í dag búa margir við óvissu á leigumarkaði. Spurningar: 1 Leigirðu eða áttu íbúð? 2 Hefur þú verið á leigumarkaðnum áður? 3 Hvað finnst þér um stöðu húsnæðismála á Íslandi? Kosningar til Alþingis fara fram í lok mánaðar en alls eru tólf flokkar í framboði. Finna má marga reynslubolta í röðum frambjóðenda en líka ný andlit. Fréttatíminn tekur púlsinn á ungum frambjóðendunum fram að kosningum og heyrir hvað þeir hafa að segja um málin. Við byrjum á húsnæðismálum og spjöllum við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum, Pírötum og Flokki fólksins. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Þórdís Kolbrún segir ríkið ekki geta stýrt leigu­ markaði. Mynd | Rut Katla Hólm hefur alltaf verið á leigu­ markaði. Mynd | Rut Vinkonurnar Dóra og Ingunn kynntust fyrir fjórum árum í Mjölni þegar þær glímdu við hvor aðra. „Við vorum báðar í glímunni og kynntumst í henni. Það eru margir vinahópar sem myndast í Mjölni. Ég held að það myndist sér- staklega góð vinabönd í glímu og kick-boxi. Þá er maður í aðstæðum þar sem maður þarf að treysta æf- ingafélaganum sínum fyrir því að slasa mann ekki. Hann hefur eigin- lega líf manns í höndunum,“ segir Dóra. Þannig styrkist vinaböndin. Dóra byrjaði að æfa í Mjölni fyrir fjórum árum en Ingunn ári á undan. Aðspurðar um hvers vegna þær hafi orðið svona góðar vinkon- ur segja þær: Við bara smullum einhvern veginn þarna í glímunni og höfum verið góðar vinkonur síðan. Höfum svipaða lífssýn. Erum á sömu bylgjulengd. „Það voru ekki margar stelpur í Mjölni á þessum tíma en mjög öflugt stelpustarf. Hópurinn var því duglegur að hittast og sam- anstendur af góðum vinkonum. Reyndar eignast maður rosa- lega mikið af vinum í Mjölni og kunningjum. Það er svo vinaleg stemning þar. Eiginega eins og félagsmiðstöð.“ „Það er stundum gert grín af því að þetta sé hálfgert cult,“ segir Dóra að lokum hlæjandi. | bg Vináttan: Urðu vinkonur í glímu við hvor aðra „Það er stundum gert grín af því að þetta sé hálfgert cult.“ Vinkonurnar Dóra og Ingunn æfa báðar hjá Mjölni. Mynd | Hari Ég held að það myndist sérstaklega góð vinabönd í glímu og kick- boxi. Dóra Haraldsdóttir Guðmundur Herbertsson „Það hafa því miður margar poppstjörnur fallið frá á mínu stutta æviskeiði. Það sem situr fast í minningunni er þegar mitt helsta átrúnaðargoð og konungur poppsins, Michael Jackson, lést. Ég var að vinna sem kokkanemi í Perlunni sumarið 2009 þegar sagt var frá því á Bylgjunni að hann væri látinn. Ég fann fyrir gríðarlegri sorg við það að missa einhvern sem ég í raun þekkti ekk- ert persónulega, það var skrýtin upplifun. Mig langaði að fara heim því mér leið svo illa en harkaði það þó af mér. Ég get huggað mig við það að tónlistin hans mun lifa að eilífu.“| hdó Guðmundur saknar MJ en tónlistin hans mun lifa að eilífu. Mynd | Rut Fræðandi og skemmtilegt lífsstílstímarit Stútfullt blað af spennandi efni. Sjö milljón túlípanar, kaffihús í bústaðnum, kaktusar í garðinum, súrkál og bláar kartöflur. Áskrift á rit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.