Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 22
Paratabs® H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 3 19 03 0 22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 Popúlismi er að sækja í sig veðrið á sviði stjórnmálanna hér sem annars staðar með tilheyrandi stóryrðum og jafnvel hálfsannleika. Fjölmiðla- umræðan er oft grunn og lítið gert til að fletta ofan að ósannindum og rangfærslum. Margir nýir og gamlir stjórnmálamenn notfæra sér þetta til að koma málstað sínum hratt og örugglega á framfæri. En hvað fær fólk úti í bæ til að stofna stjórnmála- flokka upp úr þurru og rjúka í fram- boð með litla eða enga möguleika. Eru þau hugsjónafólk eða popúlistar og tækifærisssinnar? Ég virði fyrir mér skrifstofu Flokks fólksins sem er öll í bleikum tónum. Ég spyr út í litavalið. „Já finnst þér það ekki hlýlegt,“ segir hún bros- andi. Það er ekki fyrr en seinna í heimsókninni sem kemur í ljós að Inga er litblind og sér bara í svart/ hvítu. „Hélstu að ég væri að lita þetta allt bleikt,“ segir hún og tekur bakföll af hlátri. „Ég sé engan mun á litum.“ Hún ætlaði að klára lögfræðina í vetur en pólitíkin tók of mikinn tíma frá náminu. „Ég heillaðist af Hanni- bal Valdimarssyni í sjónvarpinu þegar ég var lítil, það er fyrsta póli- tíska minningin mín, fyrir utan að hann afi minn bar út Alþýðublaðið og var mikill jafnaðarmaður.“ Ég ætlaði ekki að stofna stjórn- málaflokk en þegar ég heyrði í út- varpinu í vetur að 9 prósent barna á Íslandi liðu skort, Þá bara brast eitt- hvað inni í mér,” segir hún. Inga segist alla tíð hafa verið krati en hún sé afar ósátt við hvernig hafi tekist til eftir hrun. „Afhverju vorum við að vernda banka, kröf- uhafa en segja ellilífeyrisþegum og öryrkjum að bíða rólegir. Ég upp- lifði mjög sterkt hvað margir áttu bágt eftir hrunið. Forgangsröðin var ósanngjörn og þessi svokallaða jafnaðarstefna hafði snúist upp í andhverfu sína. Ég var og er hund- fúl út í kratana. Þau hentu tugum og hundruðum milljarða í banka og tryggingafélög en venjulegt fólk mátti bara missa húsin sín. Hvað var þetta fólk að gera. Þau eru hundlé- leg. Það er engin hugsjón.“ Hún segir að svarið sé að finna í flokksræðinu og fólk sem fari inná þing með hugmyndir og hugsjónir þurfi fljótlega að sitja og standa eins og flokksbroddarnir vilji. „Eða afhverju halda menn að ágætustu þingmenn verði eins og sprungin blaðra þegar þeir loksins ná kosningu.“ Tilveran hrundi í kjölfarið Inga er sjómannsdóttir frá Ólafsfirði og fyrrverandi eiginkona sjómanns. Hún segir ömurlegt að horfa uppá hvernig sjávarþorpin hafa orðið sér- hagsmunum að bráð vegna kvóta- framsalsins. Hún var heimavinnandi húsmóðir með fjögur börn í þorp- inu, framan af á starfsævinni. „Þannig á það auðvitað að vera, að konurnar geti verið heima með börnunum sínum,“ segir hún. Ertu að boða að konur eigi að vera inni á heimilunum til að sinna börn- unum? „Nei,“ segir hún. „Mér finnst hins- vegar að þær eigi að eiga þess kost, ef þær vilja. Hjón eiga að geta valið um að annað þeirra sé heima með börnunum, að það sé ekki fjárhags- lega ókleift. Þetta var yndislegur tími en það var brjálað að gera. Oft- ast fór ég á fætur um klukkan sex og það var yndislegt að byrja daginn á gönguferð með yngstu börnin mín, í fallegri náttúru og hreinu lofti. Þarna á ég heima, hjartað slær alltaf á Ólafsfirði.“ Inga skildi árið 2000 en maðurinn hennar handleggsbrotnaði árið 1994 og læknirinn sem var á vakt á Ólafs- firði bjó svo illa um brotið að það greri skakkt; „Læknirinn sem tók við málinu spurði hvort dýralæknir hefði bundið um brotið. Það hrundi öll okkar tilvera í kjölfarið. Við vor- um næstu sex árin að reyna að vinda ofan af þessum mistökum og maður- inn minn, sem hafði verið fótbolta- strákur og sjómaður var svo að segja einhentur og óvinnufær. Árið 2000 skildum við siðan uppgefin eftir allt þetta strit og vonleysi,“ segir hún. Hún segist alveg bit á því hvern- ig komið sé fyrir heilbrigðiskerfinu. „Ég var einu sinni stödd á kaffistof- unni á Kjarvalsstöðum einn sól- skinsdag og heyrði tvo menn ræða saman, annar er kunnur auðmað- ur og hinn þjóðþekktur úr stjórn- málunum. Þeir voru að ræða um að það þyrfti að fjölga fjárfestingar- möguleikum í heilbrigðisþjónust- unni. Þar væru langmestu tækifær- in. Siðan höfum við hlustað á fréttir um myglaðan Landspítala, úrelt lækningatæki, landflótta heilbrigð- isstarfsfólk og fólk að sligast und- an komugjöldum. Það er verið að undirbúa jarðveginn, bráðum fer þetta sömu leið og fiskurinn, rafork- an, bankarnir, þar sem fáir græða en almenningur tapar.“ Með þykk svört gleraugu Inga hafði þó ekki alltaf siglt lygn- an sjó, enda nærri blind frá blautu barnsbeini en hún fékk heilahimnu- bólgu nokkurra mánaða gömul og missti sjónina, að mestu, í kjölfar- ið. „Ég fékk fyrstu gleraugun tíu mánaða gömul og losnaði ekki við þau upp úr því. Mér var strítt þegar ég var krakki, enda var ég með þykk svört gleraugu, eins og flöskubotna. Ég var alltaf hrasandi og dettandi og krakkarnir léku sér að því að henda í mig snjóboltum eða bregða fyrir mig fæti. Krakkar eru og verða krakk- ar og ég brást við með því að klaga í bróður minn sem var tveimur árum eldri,“ segir hún og hlær. Uppáhaldsiðja Ingu, þegar hún var smástelpa, var að sitja við hliðina á útvarpinu með gítar og syngja með. „Ég kunni öll lög sem voru spil- uð og alla texta.“ Inga Sæland hjá Flokki fólksins er óumdeildur stjörnufram- bjóðandi smáflokkanna sex sem hafa aldrei komið manni að. Af þeim sex flokkum sem keppa um þingsæti virðist orðið sem Viðreisn eigi ein möguleika. Og þó. Mánuði fyrir síðustu Al- þingiskosningar voru Píratar á svipuðu róli. Allt getur gerst. Og þótt Flokkur fólksins tapi kosn- ingunni hefur hann samt á einn eða annan hátt unnið kosninga- baráttuna með Ingu Sæland við stjórnvölinn. Þegar hún opnar munninn og slær um sig, þagna aðrir. Þessi sjónskerta kona sem er hátt á sextugsaldri, talar auðugt og litríkt mál og nær til tilfinninganna. Hún hefur áhrifavald og útgeislun sem marga reynda stjórnmálamenn dreymir um. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Fólkið gerði mig að stjórnmálamanni Inga segist ekki hafa haft svona mikið að gera síðan hún var heimavinnandi húsmóðir. Myndir | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.