Fréttatíminn - 21.10.2016, Page 1
Fréttatíminn og Reykjavík
Media birta upplýsingar um
íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í
Panamagögnunum. Íslendingar
áttu heimsmet í notkun
skattaskjólsfélaga hjá Mossack
Fonseca og útgerðarfélög og
útflutningsfyrirtæki í sjávarút-
vegi voru ekki undanskilin.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Jóhannes Kr. Kristjánsson
johanneskr@rme.is
„Prentaðu bara blaðið þitt. Ég hef
ekkert að fela,“ segir í svari í tölvu-
pósti frá Sigurði Gísla Björnssyni,
eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins
Sæmarks, þegar hann er spurður
um hvernig hann útskýri viðskipti
aflandsfélagsins Freezing Point
Corp sem hann stofnaði í Panama
árið 2009 og hefur prókúruumboð
fyrir. Panamafélagið hefur tekið
við umboðsgreiðslum upp á tugi
milljóna króna frá kýpversku
fyrirtæki sem stýrt er af Ís-
lendingi sem heitir Sveinn Helga-
son. Sæmark er stórt fiskút-
flutningsfyrirtæki sem var
með nærri níu milljarða
króna tekjur í fyrra. Sigurð-
ur Gísli vill ekki veita frekari
upplýsingar um starfsemi fé-
lagsins þar sem hann er í fríi
erlendis.
Þetta er meðal þess sem
kemur fram í úttekt Fréttatímans
og Reykjavík Media ehf. á íslensk-
um útgerðar- og sjávarútvegsfyrir-
tækjum sem eru í Panamaskjölun-
um, gögnunum sem lekið var frá
panamísku lögfræðiskrifstofunni
Mossack Fonseca.
Eitt af því sem vekur athygli í
gögnunum er hversu mörg fiskút-
flutningsfyrirtæki, eða eigendur
þeirra, tengjast félögum í skatta-
skjólsgögnunum. Auk Sæmarks átti
fiskútflutningsfyrirtækið Godthaab
á Nöf í Vestmannaeyjum hlut í fé-
lagi í skattaskjóli, eigendur Hafnar-
fells í Hafnarfirði sömuleiðis sem og
Theódór Guðbergsson, fiskverkandi
í Garði á Reykjanesi.
Að íslensk fiskútflutningsfyrir-
tæki, eða eigendur þeirra, geymi fé
erlendis sem rekja má til umboðs-
launa hefur tíðkast lengi þó notk-
un skattaskjólsfélaga sé nýrri af nál-
inni. Þekktasta dæmið um slíkt er
líklega Richard Thors, einn af son-
um Thors Jensen og stjórnandi út-
gerðarfélagsins Kveldúlfs, sem átti
leynilega eignarhluti í erlendum fyr-
irtækjum sem keyptu fisk af íslensk-
um fyrirtækjum og þáði frá þeim
umboðslaun á fyrri helmingi síð-
ustu aldar. Í bók Guðmundar Magn-
ússonar um Thors-fjölskylduna frá
2005 sagði að slík umboðslaun hafi
„aldrei“ verið talin fram til skatts á
Íslandi. Guðmundur taldi þessa við-
skiptahætti nánast eðlilega á þess-
um tíma og sagði. „Þetta var hefð
sem Richard tók í arf frá eldri kyn-
slóðum íslenskra kaupsýslumanna.“
frettatiminn.is
ritstjorn@frettatiminn.is
auglysingar@frettatiminn.is
66. tölublað
7. árgangur
Föstudagur 21.10.2016
Salsadrottning
verður drama-
drottning
Edna Lupida
segir martröð að
aðlagast Íslandi 24 34
4
38
KRINGLUNNI ISTORE.IS
Enn lægra verð
iStore Kringlunni er
viðurkenndur sölu- og
dreifingaraðili DJI á Íslandi
Sérverslun með Apple vörur
Hausttilboð á
Phantom 4.
Frá 179.900 kr.
Forpöntun á
Mavic Pro han
á iStore.is
Mynd | Rut
Íslenskur fiskútflytjandi
fékk tugmilljóna greiðslur
til aflandsfélags
Úttekt 8
Framsókn í
fjárhagskröggum
Fylgistap eykur vandann
Greg Sestero
kemur til
Íslands
Lék í verstu
kvikmynd
allra tíma
PEYSUR
PONCHO
BELTI
SMÁRALIND
HEFUR ÞÚ
PRÓFAÐ?
Margrét
Gnarr snýr
aftur
amk fylgir Fréttatímanum
Töltarinn Skuggi
verður listmálari
Fátækt er
pólitísk
ákvörðun
Hildur Oddsdóttir segir
sárt að þiggja matargjöf
í fyrsta sinn
Sjávarútvegsfyrirtækin
í Panamaskjölunum
14