Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 6

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 Viðskipti Færeyski fjárfestirinn Jákup á Dul byggði Korputorg á árunum fyrir hrunið 2008. Tveir starfsmenn fyrirtækis hans keyptu verslanamiðstöð- ina á rúma fjóra milljarða 2013 og seldu fyrirtækinu húsið svo aftur fyrir skömmu. Annar starfsmaðurinn neitar að gefa upplýsingar um málið. Óþekkt- ur erlendur sjóður, sem Jákup stýrir, seldi Guðbjörgu Matthí- asdóttur verslanamiðstöðina nú í október. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Tveir starfsmenn fyrirtækisins SMI ehf., sem átti verslanamiðstöðina Korputorg í Mosfellsbæ í gegnum dótturfélagið Stekkjabrekkur ehf., keyptu hana af fyrirtækinu í árslok 2013 í gegnum tvö eignarhaldsfélög. Starfsmennirnir, María Rúnarsdótt- ir fjármálastjóri og Davíð Freyr Al- bertsson framkvæmdastjóri, seldu fyrirtækinu verslanamiðstöðina svo aftur fyrir skömmu. Verslanamið- stöðin hefur nú verið seld til fyrir- tækis Guðbjargar Matthíasdóttur, ÍSAM ehf, fyrir ótilgreint verð. Byggingin fór því frá SMI ehf. til eignarhaldsfélaga Maríu og Davíðs Freys og aftur til SMI ehf. SMI er nú í eigu lítt þekkts erlends sjóðs sem heitir Calabry Trust og engar upplýs- ingar finnast um. María Rúnarsdóttir, sem var í átj- ánda sæti yfir hæstu skattgreiðend- ur á Íslandi árið 2014, segir í samtali við Fréttatímann að það sé ekkert að þessum viðskiptum. „Við seldum þetta til SMI.“ En hvernig eignuðust þau María og Davíð Freyr hús fyr- irtækis sem þau voru að vinna hjá? „Við bara keyptum húsið í viðskipt- um.“ María segir að þau Davíð hafi hætt að starfa hjá SMI um áramótin 2013-2014 en félög þeirra, Finkuþing ehf. og Spóaþing ehf., keyptu húsið af SMI ehf. þá í desember. Þau undir- rituðu afsalið vegna kaupanna bæði sem seljendur og kaupendur. „Við ætlum ekki að tjá okkur um málið. Þetta eru bara prívat upplýsingar. Það eru allir sáttir við málið annars væri eitthvað í gangi.“ Samkvæmt þinglýstum gögnum hjá Ríkisskatt- stjóra var prókúrumboð Davíð Freys yfir SMI ehf. hins vegar ekki aftur- kallað fyrr en í mars árið 2015 og á sama tíma hætti hann að vera fram- kvæmdastjóri félagsins. Korputorg var byggt af færeyska fjárfestinum Jákup á Dul Jacobsen, sem líklegast er þekktastur fyrir að hafa stofnað Rúmfatalagerinn, fyrir hrunið árið 2008 og átti hann það í gegnum SMI ehf. Eftir efnahags- hrunið skuldaði hann íslenskum bönkum rúmlega 96 milljarða króna og lá ljóst fyrir að hann myndi missa margar af helstu eignum sínum. Korputorg var stundum uppnefnt „Krepputorg“ eftir hrunið 2008 þar sem það þótti vera tákn um hrunið. Í viðtali við DV árið 2011 tjáði Davíð Freyr sig um skuldauppgjör Jákups en hann var þá framkvæmdastjóri SMI. „Félagið hefur verið að vinna með sínum lánardrottnum en þeirri vinnu er ekki lokið. Það er ekki í okkar valdi að ákveða hvernig þessu lyktar heldur eru það bank- arnir sem stýra því.“ Davíð eignað- ist svo sjálfur eina af helstu eignum Færeyingsins. María neitar að tjá sig um kaup- verðið á húsinu árið 2013 og eins á hvað þau seldu húsið til SMI ehf. „Öllum hluthöfum og þeim sem komu að málinu var þetta fyllilega ljóst og það var ekkert óeðlilegt við þetta.“ Samkvæmt ársreikningi fé- lagsins sem átti Korputorg og seldi það til félaga Maríu og Davíðs Freys nam kaupverðið rúmlega 4.3 millj- örðum króna. Í ársreikningnum seg- ir að kaupendur hússins hafi verið tengdir aðilar: „Fjárfestingareign félagsins var seld á árinu til félags í eigu tengdra aðila.“ Í ársreikningn- um kemur fram skuld við tengda að- ila upp á 4.8 milljarða króna. María neitar líka að gefa upp hvenær þau seldu húsið aftur til SMI. „Nei. Mér er það óheimilt.“ Í síðasta mánuði fóru þau María og Davíð Freyr hins vegar úr stjórn Korputorgs ehf. og Jákup á Dul sett- ist í hana ásamt lögmanninum Við- ari Lúðvíkssyni. Þetta kemur fram í þinglýstu skjali hjá Ríkisskattstjóra frá því í september 2016. Miðað við þetta þá hafa þau María og Davíð Freyr selt félagið til SMI ehf. fyrir skömmu og SMI seldi húsið strax aftur til Guðbjargar. Ekki náðist í Jákup við vinnslu fréttarinnar en hann er búsettur í Sjanghæ í Kína. Viðskiptin með Korputorg, sem Jákup á Dul Jacobsen byggði, síðastliðin ár eru vægast sagt sérstök. Skuldir Jakúps á Dul og 15 félaga sem tengjast honum í þúsundum milljóna Kaupþing 57.880 Landsbankinn 38.613 Samtals 96.493 Heimild: skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis Beggja vegna borðsins í milljarða viðskiptum með Korputorg Tveir starfsmenn Jákups á Dul keyptu verslunarmiðstöðina Korputorg af honum og seldu honum aftur. Mynd | Rut Starfsmanni Korpukots var vikið úr starfi í síðustu viku. Vikið frá mánuði eftir ásakanir um ofbeldi Sakamál Starfsmanni Korpu- kots, sem hefur verið sakaður um að beita stúlku á þriðja aldursári ofbeldi, hefur verið vikið úr starfi, rúmum mánuði eftir að atvikið var tilkynnt til leikskólastjórans. Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs segir málið ekki komið formlega inn á sitt borð. Það var í síðustu viku sem starfs- manninum mun hafa verið vikið úr starfi á meðan á rannsókn stendur, samkvæmt upplýsingum sem Fréttatíminn hefur fengið frá foreldrum á leikskólanum. Eins og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku liggur starfsmaðurinn undir grun um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi í lok ágúst. Móðir barnsins sagði í viðtali við Fréttatímann að hún hefði ætlað að baða stúlkuna þegar hún sá áverka, meðal annars klipför, á læri og rassi barnsins. Móðirin óskaði eftir samtali við leikskólastjórann og mun meðal annars hafa sýnt henni mynd af áverkanum. Hún segir leikskóla- stjórann þá hafa upplýst sig um það að málið yrði rannsakað, og að samkvæmt verklagsreglum yrði starfsmanninum vikið úr starfi á meðan á rannsókn stæði, en það gerðist þó ekki. Á sama tíma var málið tilkynnt til Barnaverndarnefndar en þaðan var málinu vísað til ofbeldisdeild- ar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu þar sem það er nú til rannsóknar. Athygli vekur að í bréfi, sem leikskólastjóri sendi á alla for- eldra í byrjun síðustu viku, var því haldið fram að rannsókn hefði farið fram og að niðurstaðan hefði verið sú að ásakanirnar væru til- hæfulausar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs, segir í skriflegum samskiptum við Frétta- tímann, að málið hafi ekki komið formlega inn á þeirra borð frá barnavernd, lögreglu eða foreldr- um barnsins. Spurður hvort það sé ekki baga- legt í ljósi þess að ráðið á að heita eftirlitsaðili með einkareknum skólum borgarinnar, svaraði Helgi: „Þarna liggur hundurinn grafinn – við vitum ekkert um mál- ið, hvort það sé alvarlegt eða ekki, þar sem að okkur hafa ekki borist neinar tilkynningar eða formlegar upplýsingar um það!“ | vg FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 A F S L ÁT T U R 25-50% EKKI MISSA AF ÞESSU R ÝM I N G A R S A L A STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR, O.FL. RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM Seljum í stuttan tíma eldri gerðir af rúmum og öðrum vörum með veglegum afslætti. Við erum að taka inn mikið magn af nýjum vörum og rýmum til með því að selja eldri gerðir og sýningareintök með góðum afslætti. H E I L S U R Ú M O G R Ú M G A F L A R S V E F N S Ó FA R LÝ KU R Á MO RG UN LA UG AR DA G

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.