Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 21.10.2016, Blaðsíða 10
 www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Allt sem þeim áður fannst alltaf svo gaman var horfið og farið þó færum við saman því alltaf þau voru með álið í framan. Krakkarnir á Bakka verða himinlifandi þegar fjörugur hvolpur leynist í jóla- pakkanum. En um næstu jól eru gjafirnar enn meira spennandi svo að hundurinn gleymist. Þá þarf hann að grípa til sinna ráða! ENGINN SÁ HUNDINN er skemmtileg saga í bundnu máli sem foreldrar og börn munu njóta að lesa saman aftur og aftur. VÍSUR EFTIR BJARKA KARLSSON BARNABÆKUR VIKA 41 10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 festum og eins útgerðarfélögum, meðal annars Samherja sem átti út- gerð sína í Afríku í gegnum Kýpur á árunum 2007 til 2013. Gögnin um aflandsfélög einstak- linga og fyrirtækja í sjávarútvegi sýna líka að notkun þeirra hætti alls ekki í efnahagshruninu þar mörg gagnanna eru frá tímabilinu 2010 til 2014. Gefa út tug milljóna reikninga Eitt af því sem vekur athygli í gögn- unum er hversu margir fiskút- flytjendur eru þar. Auk Ellerts og félaga hans eru umfangsmikil við- skipti aflandsfélaga í eigu fram- kvæmdastjóra fiskútflutningsfyrir- tækisins Sæmarks, Sigurðar Gísla Björnssonar. Sæmark er stórt fisk- útf lutningsfyrirtæki sem meðal annars var með rúmlega 8.8 millj- arða króna tekjur í fyrra og skilaði rúmlega 55 milljóna króna hagn- aði og stefndi á 25 milljóna króna arðgreiðslu. Aflandsfélag Sigurðar Gísla heitir Freezing Point Corp og var stofnað í Panama árið 2009. Í Panamagögnunum er að finna reikninga gefna út af Freezing Point Corp upp á tæplega 300 þúsund og rúmlega 300 hundruð þúsund evr- ur, tæpar 40 milljóna króna á gengi dagsins í dag. Reikningarnir, sem eru frá árunum 2010 og 2011, eru stílaðir á fyrirtæki í Níkósíu á Kýpur sem heitir AMIH Limited en stjórn- andi þess fyrirtækis er Íslending- ur sem heitir Sveinn Helgason. Á reikningunum kemur fram að um sé að ræða umboðs- og milliliða- greiðslur fyrir tiltekin ár, 2010 og 2011, en ekki er tekið nánar fram í hverju þjónusta Panamafélagsins við kýpverska félagið felst. Á ein- um reikningnum kemur fram að greiðslumáti á að minnsta kosti hluta upphæðarinnar á öðrum reikningnum skuli vera greiðsla á reiðufé inn á bankareikning Freezing Point. Panamaískir stjórn- armenn félagsins skrifuðu svo und- ir reikningana. Nýjustu gögnin um Freezing Point hjá Mossack Fonseca eru einungis tveggja ára gömul en í ágúst 2014 sendi Mossack Fonseca nýtt umboð til að stýra félaginu fyrir Sigurð Gísla til starfsmanns sænska Nordea bankans í Lúxem- borg, Sveins Helgasonar, en sá mað- ur sér um eignastýringu fyrir hann. Athygli vekur að íslenski banka- Fréttatíminn spurði Sigurð Gísla Björnsson að því hvaða upplýsingar hann gæti veitt um viðskipti félags í Panama sem hann stýrir og annars félags á Kýpur sem greiddi þóknanir, umboðslaun, til Panamafélagsins. Hann svaraði ekki spurningunni. Sigurður Gísli á rekur fiskútflutningsfyrirtækið Sæmark sem velti tæpum níu milljörðum í fyrra. Mynd | Eva Björk Ægisdóttir/Mbl. Hér sést einn af reikningunum sem félagið Freezing Point Corp hefur gefið út og félag á Kýpur, AMIH Limited, greiðir svo. Athygli vekur að nafn stjórnanda Kýpur- félagsins, Sveinn Helgason, er hið sama og nafn bankastarfsmannsins hjá Nordea í Lúxemborg sem sér um viðskipti fyrir Panamafélag Sigurðar Gísla. starfsmaðurinn í Lúxemborg ber sama nafn og stjórnandi fyrirtækis- ins á Kýpur sem reikningar aflands- félagsins í Panama eru stílaðir á. Fréttatíminn gerði ítrekaðar til- raunir til að ná tali af Sigurði Gísla Björnssyni en án árangurs. Í tölvu- pósti til blaðsins sagðist hann vera staddur erlendis. Þegar hann var þrábeðinn um að hafa samband og spurður sérstaklega út í við- skipti Panamafélagsins við félagið á Kýpur svaraði hann ekki. Blaðið reyndi einnig að ná tali af Sveini hjá Nordea í Lúxemborg en án ár- angurs. Fluttu fé sitt til Tortólu Að r i r f i sk út f l y t je ndu r í Panamaskjölunum eru hjónin Laufey Sigurþórsdóttir og Björgvin Kjartansson sem reka fyrirtækið Hamrafell í Hafnarfirði. Árið 2001 stofnuðu þau fyrirtækið World Wide Seafood Trading and Cons- ulting Limited á Bresku Jómfrú- areyjum. Fyrirtækið var stofnað í gegnum Búnaðarbanka Íslands. Laufey segir að þau hjónin hafi flutt fjármagn frá Íslandi sem var geymt í félaginu. „Við fluttum fjármagn frá Íslandi sem við geymdum í fé- laginu. Við áttum reikninga hérna heima og í Lúxemborg og þeir ráð- lögðu okkur þetta í bankanum Við notuðum þetta félag aldrei í rekstri okkar fyrirtækis. Það var aldrei þannig að kaupendur á fiski legðu peninga inn í þetta félag.“ Hún seg- ir að í rekstri fyrirtækis þeirra hafi slík félög á lágskattasvæðum aldrei verið notuð. Laufey segir að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af við- skiptunum fyrir þau hjónin þar sem enginn auðlegðarskattur hafi verið á Íslandi á þessum tíma. „Félagið fór svo í hruninu og við töpuðum því fé sem við áttum inni í því. Þetta er bara tapað fé,“ segir Laufey. Seldi skip gegnum aflandsfélag Nafn Theódórs Guðbergssonar, fiskverkanda og kaupsýslumanns í Garði á Reykjanesi, er einnig að finna í Panamaskjölunum en hann rekur meðal annars fiskverkunina Cod ehf. Theodór stofnaði félagið Huskon International í Panama árið 2006 og fékk endurnýjað prókúru- umboð yfir félaginu árið 2010 og var þá „eini eigandi þess“ eins og segir í faxi vegna skipaviðskipta fé- lagsins árið 2010. Theódór segir að fyrirtækið hafi verið stofnað til að selja skip sem keypt voru í Rússlandi. Hann segir að það hafi selt alls þrjú skip með- an það starfaði. Eitt skipið var selt á 4,25 milljónir evra, rúman hálf- an milljarð króna, til norsks skipa- félags árið 2008. „Við vorum með viðskipti í Rússlandi og þetta voru ráðleggingar innan úr bankakerf- inu [Landsbankanum] að fara þessa leið. Við keyptum bara skip og seld- um í gegnum þetta félag. Við vorum ekki með neina útgerð í þessu. Þetta voru þrjú skip sem við seldum, eitt fyrir hrun og annað eftir hrun.“ Theódór segir að skattaleg áhrif af notkun félagsins hafi ekki verið nein; félagið hafi greitt skatta á Ís- landi. „Við gerðum þetta svona til að sleppa við að setja skipin á ís- lenskan fána. Það hefði kostað aug- un úr að setja skipin á íslenskan fána. Það stóð ekki til að selja skip- in hér innanlands.“ Hann segir að Huskon hafi einnig verið með íslenska kennitölu og hafi greitt skatta á Íslandi. „Félagið fór svo í hruninu og við töpuðum því fé sem við áttum inni í því. Þetta er bara tapað fé,“ Laufey Sigurþórsdóttir, Hamrafell í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.