Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016
þáttur í velheppnuðum lýðræðis
samfélögum og í þeim taka virkir
borgarar að sér að undrast og
efast um málefnin og vilja finna
betri leiðir svo stjórnmálin snúist
um almannahagsmuni. „Þetta er
kjarninn í borgaravitund,“ segir
Gunnar Hersveinn. „Í heilbrigðum
samfélögum hefur fólk hugrekki til
að setja ígrundaðar skoðanir fram.
Þegar fólk þarf hins vegar að hugsa
sig tvisvar um hvort það sé í lagi að
nota tjáningarfrelsið þá er staðan
ekki góð,“ segir Gunnar Hersveinn
og bætir við að líklega hafi hrunið
komið okkur til góða að þessu leyti,
fólk sé í dag ófeimnara við að segja
hug sinn á opinberum vettvangi og
berjast gegn ranglæti.
Gunnar Hersveinn undirstrikar
mikilvægi frjálsra félagasamtaka
í lýðræðinu, samtaka sem taka að
sér að vakta ákveðin málefni sem
heyra undir stjórnmálin. Hann seg
ir að ef vel ætti að vera þá væru slík
félög með föst framlög af almanna
fé einmitt til þess að gagnrýna
ákvarðanir stjórnvalda og gæta
almannahagsmuna.
Heiðarleiki og traust
„Heimur versnandi fer,“ er viðhorf
sem stundum heyrist og margir
þeir sem eldri eru vilja halda því
fram að borgaravitund ungs fólks
sé að rakna upp á tímum einstak
lingshyggju og mikils hraða í sam
félaginu. Ekkert er samt einfalt í
þeim efnum.
Í nýlegri doktorsritgerð fjallaði
Ragný Þóra Guðjohnsen um hug
myndir ungs fólks um hvað það
merki að vera góður borgari. „Upp
úr aldamótum bar mikið á þeirri
umræðu að unga fólkið væri að
fjarlægast þau gildi sem áður hefðu
verið höfð í heiðri í samfélaginu,“
segir Ragný. „Við heyrum oft að
unga fólkið sé hætt að kjósa og taka
þátt í pólitísku starfi. Þetta kann að
vera að hluta til rétt, en þátttöku
mynstrið er líka að breytast. Við
sjáum að ungt fólk leggur minni
áherslu en áður á að vera skráðir
félagar í pólítískum flokkum og
slíku. Þau taka frekar þátt í ýmsum
styttri tímabundnum verkefnum
og nýta sér tölvutæknina til að taka
þátt í að mótmæla óréttlæti sem
þau sjá í kringum sig og tjá þannig
borgaravitund sína á annan hátt
en áður var. Kannanir sýna líka að
þau telja pólitíska virkni mikilvæga
en virðast ekki fá útrás fyrir hana í
hefðbundnu pólitísku starfi. Þátt
takan er því óformlegri en áður.“
Ragný Þóra segir að umhverfi
ungs fólks skipti miklu máli í þess
um efnum. „Það er mikilvægt að
auka umræðu um samfélagsleg mál
og til dæmis virkni einstaklingana í
skólastarfi. Samkennd, traust í sam
félaginu, heiðarleiki og samhjálp
með borgurunum eru allt atriði
sem kannanir sína að ungt fólk er
oft mjög meðvitað um og telja
mikil væg. Einnig hefur sýnt
sig að þau ungmenni sem
njóta stuðnings og hæfilegs eft
irlits foreldra sinna eru jákvæðari
gagnvart borgarlegri þáttöku og
næmari fyrir samkennd og samlíð
an. Eins sýnir sig að þeir sem taka
þátt í sjálfboðaliðastarfi snemma á
lífsleiðinni eru líklegri til að verða
virkir borg arar síðar meir. Það er
því mikilvægt að finna ungu fólki
farveg innan sjálfboðaliðasamtaka.“
Lítil verkefni eru líka mikilvæg
Borgaravirkni birtist ekki aðeins
í pólítísku starfi eða í aðhaldi og
gagnrýnu eftirliti með ákvörðun
um stjórnvalda. Einfaldir hlutir og
þátttaka í daglegu lífi og nærsam
félaginu getur líka skipt máli. Til
dæmis þekkja þeir sem eiga börn á
skólaaldri eflaust vel tilfinninguna
þegar spurt er á fundi foreldra
hverjir ætli nú að bjóða sig fram sem
bekkjarfull trúa eða í stjórn
foreldrafé
lagsins.
Stund
Virkir
borgarar
starfa milli
kosninga
Kosningar koma og fara. Vissulega móta
fulltrúarnir, sem þá eru kosnir til ábyrgðar,
samfélagið mikið á milli kosninga. Við hin,
kjósendur, stöndum yfirleitt á hliðarlínunni og
fylgjumst mismikið með því sem fulltrúarnir
taka sér fyrir hendur. En hvað getum við gert
alla hina 1460 daga kjörtímabilsins til að móta
samfélagið sem virkir borgarar?
Kosningarnar nú færast framar en ráðgert var vegna óánægjubylgju sem kom upp í vor þegar nöfn stjórnmálamanna
skutu upp kollinum í Panamalekanum svokallaða. Undir niðri mátti greina aukna kröfu borgaranna um bætt siðferði
í stjórnmálum.
Guðni Tómasson
guðni@frettatiminn.is
Bráðum höldum við á kjörstað og þar leyfist okkur samkvæmt lögum landsins að taka þátt í stjórn þess með því að
velja fulltrúa á þing. Við veljum einn
listabókstaf og myndum þannig hóp
fulltrúa okkar sem eiga að fara með
löggjafarvaldið til skamms tíma, að
eins fjögurra ára sem eru vitanlega
snögg að líða. Hugmyndin að baki
er að bæta samfélagið þannig að það
þroskist og þróist í takt við tímann.
Í kringum kosningar er samt
ágætt að velta líka fyrir okk
ur hlutverki kjósandans fyrir og
eftir kosning arnar. Hvað gerist
á milli kosninganna og hvert er
hlutverk okkar í því að hafa áhrif
á ákvarð anir sem snúa að þróun
samfélagsins?
Orðið borgari hefur ekki verið
ofar lega í opinberri umræðu undan
farið, en það vísar þó ágætlega til
þeirrar virkni sem er nauðsyn
leg á milli þess sem við mætum á
kjörstað sem kjósendur. Með hug
myndinni um borgaravirkni, þátt
töku og framlagi hvers og eins til
að þoka samfélaginu í rétta átt, er
ekki verið að tengjast gömlu stétta
hugmyndinni um borgara sem and
stæðu við verkalýðinn, það er ekki
verið að ræða broddborgara eða
neitt slíkt. Hins vegar erum við að
tala um þá tilfinningu sem sum
ir finna sterkar hjá sér en aðrir að
hægt sé að áhrif á sam félagið og
vilji þess vegna leggja sig fram til
að reyna að bæta það. Það eru ekki
bara stjórnmálin sem móta samfé
lagið heldur líka uppsafnaðar hug
myndir, þekking og hæfileikar sem
borgararnir búa yfir.
Halda má fram að nú, á tímum
samfélagsmiðla og hraðra boð
skipta með nýjustu tækni, sé póli
tísk virkni borgaranna með miklum
ágætum, slík eru öll skoðana skiptin
sem flæða fram á netinu. Samt þarf
kannski meira til og í heilbirgðu og
opnu lýðræðissamfélagi eiga að vera
ýmsar leiðir til staðar til að koma
skoðun sinni á framfæri. Fólk getur
bundist samtökum, komið skoðun
um sínum á framfæri við stjórnvöld
með beinum hætti, safnað undir
skriftum og jafnvel mótmælt.
Í flóknu nútímasamfélagi upplifa
margir að valdið sé fjarlægt. Margir
sjá stjórnmál fyrst og fremst sem
endalaust karp um smáatriði eða
hrossakaup og hagsmunaárekstra.
En framþróun samfélagsins er samt
bara byggð á hugmyndum og hug
sjónum, því hvernig við sjáum fram
tíðina fyrir okkur. Slík framtíðarsýn
getur orðið til í huga hvers sem er.
Stjórnmál eru því ekki einkamál
stjórnmálamanna og kannski er það
svo að dagleg breytni okkar getur
líka lagt til við að bæta samfélagið.
Fréttatíminn ræddi stórar og
litlar aðgerðir og virkni almennings
á milli kosninga við nokkra aðila.
Erum ekki lengur óvirkir þegnar
Hei mspek i ng u r i n n Gu n na r
Hersveinn hefur velt nokkuð
fyrir sér borgaravitund og virkni
Íslendinga milli kosninga, ekki síst
hvað hafi breyst í þessum efnum eft
ir efnahagshrunið 2008. Nýleg bók
sem heitir Hugskot, og Gunnar ritar
ásamt Friðbjörgu Ingimarsdóttur,
er hugsuð sem handbók fyrir alla þá
sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir
betra samfélagi. Þar er áhersla lögð
á gagnrýna hugsun og þor borgar
ans til að mótmæla og segja hug
sinn þegar honum er misboðið.
„Manni fannst það á tímabili
nokkuð ríkt í Íslendingum að þeir
væru í raun bara að selja frá sér
valdið í kosningum á fjögurra ára
fresti og kaupa sér frið á milli
þeirra,“ segir Gunnar. „Maður var
aldrei alveg sáttur við þetta því það
var eins og fyrri kynslóðum hefði
verið kennt að vera óvirkir þegnar
og þiggjendur í samfélaginu. Hins
vegar virðist mér að á síðasta ára
tugi 20. aldar hafi færst aukinn
kraftur í öf luga borgaravitund.
Fólk fór þá frekar að taka afstöðu
og gagnrýnin hugsun fór á flug.“
Gunnar Hersveinn segir það
sitt mat að aukin umræða um
umhverfis mál hafi leitt þessa þróun
og þau hafi sýnt mörgum fram á að
hægt var að segja skoðun sína um
umdeild mál á opinberum vett
vangi. „Ég er alveg sannfærður um
að þetta hafi sýnt mörgum fram á að
hægt var að hafa áhrif á umræðuna
með fjölbreyttum hætti.“
Gunnar bendir á að samfélög,
bæði einstaklingar, stofnanir og
fjölmiðlar, þurfi að venjast nýjum
samskiptum og hefðum í opinberri
umræðu. Þetta eigi jafnt við um það
hvernig almenningur beri skoðanir
sínar á torg á samfélagsmiðlum
og á netinu og það hvernig virkari
mótmælahefð hafi þróast á síðustu
misserum. Ýmsir aðilar hafi þurft að
læra inn á nýjan veruleika þar sem
æ fleiri fóru til dæmis að líta á það
sem sjálfsagðan hlut að þora að láta
sjá sig i mótmælum.
Að undrast og efast
Gunnar Hersveinn segir að borgara
vitund byggist á þremur stoðum.
„Maður þarf að þekkja samfélagið,
lög og reglur þess. Svo þarf maður
að taka afstöðu til mála sem upp
koma og síðast en ekki síst að geta
barist fyrir ákveðnum málstað.
Þetta þrennt mótast ekki hjá fólki
nema félagsvitund þess sé öflug.“
Virk gagnrýn hugsun er megin
Gunnar
Hersveinn.
Mynd | Rut
Borgaravitund getur birst í ýmsum myndum:
Í kringum kosningar:
• Kynna sér stefnuskrá ólíkra
stjórnmálahreyfinga
• Gera upp hug sinn á sjálfstæð-
an hátt
• Mæta á kynningar- og um-
ræðufundi í aðdraganda
kosninga
• Mæta á kjörstað og hvetja
aðra til þess
• Taka að sér sjálfboðaliðastörf
fyrir stjórnmálahreyfingar
Á milli kosninga:
• Nota fjölmiðla á gagnrýninn
hátt
• Ræða málin, beita rökum og
hlusta á aðra
• Tjá sig í umræðunni, á netinu
eða í fjölmiðlum
• Skrifa undir undirskrifta-
lista og mótmæla ef manni er
misboðið
• Hafa samband við kjörinn
fulltrúa um einstök málefni
• Taka þátt í formlegum félaga-
samtökum og þrýstihópum
Í daglega lífinu:
• Taka þátt í foreldrastarfi
í skólum
• Taka þátt í hússtjórn, ná-
grannavörslu
• Mæta á íbúafundi í nærum-
hverfinu
• Gerast sjálfboðaliði
• Ræða hlutverk stjórnmála
þvert á kynslóðir
• Nota rök og spara
sleggjudóma