Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 21.10.2016, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 21.10.2016, Qupperneq 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. október 2016 Ekkert væl! Varnarsvæðið á Miðnesheiði virkar eins og yfirgefinn heimur en samt hefur margvísleg starfsemi byggst þar upp. Að undanförnu hafa listamenn og fræðimenn velt svæðinu fyrir sér og þeim miklu breytingunum sem orðið hafa síðan herinn fór. Vinnan ber nú ávöxt með sýningahaldi og samræðum um breytingar á norðurslóðum, sem fara fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur á næstu dögum og á svæðinu sjálfu. KJÓSUM SAMFÉLAG FYRIR ALLA! Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta, fyrst fyrir börn, langveika og öryrkja sem hafa lítið sér til framfærslu. Viðgerðarþjónusta vegna hjálpartækja verði aðgengileg allan sólarhringinn allan ársins hring og neyðarnúmer ávallt mannað. Heilsugæslan styrkt enn frekar. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Við lítum í raun á gömlu herstöðina á Miðnes-heiði og Keflavíkur-flugvöll sem eins kon-ar tákn fyrir hraðar breytingar sem við höfum upplifað á síðustu árum hér á Íslandi og í okkar heimshluta,“ segir Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur sem er ein þeirra sem stendur fyrir OH listrannsókna-verkefninu svokall- aða. Hluti þess sem er sýningin Kwitcherbelliakín sem Tinna er höfundur að, ásamt myndlistar- mönnunum Ásmundi Ásmunds- syni og Hannesi Lárussyni. Forvitnilegt nafn sýningarinnar er samsett úr orðasambandinu „quit your belly aching“ sem gæti verið þýtt „hættu þessu væli.“ Spennandi svæði Tinna segir varnarsvæðið hafa verið heillandi rannsóknarefni fyr- ir þann stóra, fjölþjóðlega og þver- faglega hóp lista- og fræðimanna sem tekið hafa þátt í verkefninu og vinnustofum sem hafa verið haldnar á varnarsvæðinu. „Svæð- ið brúar á milli kalda stríðsins sem við þekkjum úr fortíðinni og „heita stríðsins“ eins og við köll- um það og vísar þá til þeirra um- breytinga sem fylgja hlýnun jarðar og þeim vistfræðilegu og menn- ingarlegu ógnum sem breytingum fylgja.“ Í vinnustofu á svæðinu, sem fram fór um síðustu helgi og þar sem framtíðin var til umfjöllun- ar, undir heitinu Future Fictions, var miðstöð starfseminnar í gamla aðalhliðinu inn á herstöðvarsvæð- ið. Það stendur venjulega eitt og yfirgefið og minnir á aðgreiningu milli tveggja heima á þeim dögum þegar bandarískur her var þarna með starfsemi. „Þetta er gott tákn um tengingu Íslands við umheim- inn. Þeir lista- og fræðimenn sem þarna hafa dvalið eru heillaðir af fortíð svæðisins, en ekki síður framtíð þess, hvernig það er að byggjast upp og finna sér nýtt hlutverk með áherslum á nýsköp- un og hugvit. Tíminn og tímavíddirnar sem fólk finnur fyrir þarna eru mjög heillandi. Þannig höfum við velt fyrir okkur samlífi manna og annarra lífvera, farið niður í fjöru og unnið með þarann, sem við sjá- um sem einskonar módelefni um það samlífi og velt fyrir okkur tím- anum og endurskoðun á tímahug- takinu. Við erum að velta fyrir okkur framtíðinni og alvarlegum breytingum, bráðnun íshellunn- ar, opnun siglingaleiða og aukn- um námugreftri í Grænlandi, svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöðurnar verða ræddar og kynntar núna um helgina í Hafnarhúsinu.“ Óhefðbundin sýning „Kwitcherbelliakín er ekki hefð- bundin samsýning,“ segir Tinna „heldur birtingarmynd af samtali sem hefur átt sér stað síðastliðin tvö ár í hópi listamanna. Jafnframt er annar viðburður á Ásbrú, Self help academy, en þangað fer rúta á sunnudag klukkan 17 með gesti úr Hafnarhúsinu.“ Tinna segist sjálf upplifa varnar- svæðið sem eins konar smáheim nýlegrar sögu Íslands og að það sé jafnvel smækkuð mynd samfé- lagsins alls. „Varnarsvæðið spilar þýðingarmikið hlutverk í mótun og þróun okkar sem þjóðar. Það er nátengt þroskasögu okkar og leikur stórt hlutverk í nútímavæð- ingunni hér á landi. Ég hafði ekki farið þarna um fyrr en ég byrjaði í þessu verkefni og fann mjög sterkt fyrir þessu.“ Tinna Grétarsdóttir, Hannes Lárusson og Ásmundur Ásmundsson eru höfundar sýningarinnar Kwitcherbelliakín sem stendur í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur fram að mánaðamótum. Fyrir fimm árum vakti síðasta sýning þeirra, Koddu, mikla athygli. Gamla aðalhliðið inn á varnar- svæðið hefur verið miðstöð þverfaglegra listrannsókna að undanförnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.