Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 21.10.2016, Side 50

Fréttatíminn - 21.10.2016, Side 50
Ný og stærri World Class stöð í Smáralind Um helgina flytur World Class úr Turninum yfir í Smáralind. Þar opnar glæsileg ný stöð með rúmgóðum og björtum tækjasal, þremur hóptímasölum, og Betri stofu með heitum pottum og gufum. Með þessari nýju staðsetningu gefst fleirum tækifæri á að njóta þeirra fagmennsku og fjölbreytni í líkamsrækt sem World Class er þekkt fyrir. Unnið í samstarfi við World Class World Class, sem hefur rekið líkamsrækt-arstöð í Turninum í Kópavogi frá ár- inu 2007, flytur nú yfir götuna í Smáralind í talsvert stærra rými, sem þýðir að úrvalið og þjónustan mun aukast til muna. „Við hlökkum til að bjóða upp á hóptíma sem við gátum ekki gert áður því við vorum bara með tækjasal í Turninum,“ segir Hafdís Jónsdóttir, eigandi World Class. Í nýju stöðinni er Hot-yoga salur, spinning salur og almenn- ur dans- og hóptímasalur. Meðal þeirra opnu hóptíma sem í boði verða eru hot yoga, jóga, spinn- ing, foam-rúllu tímar, tabata, zumba, hot-fit og hot-butt. Einnig verður boðið upp á lokuð nám- skeið í Fit pilates, Fitness Form, Súperform, og mömmutíma fyrir nýbakaðar mæður. Jafnframt mun Dansstúdíó World Class, einn stærsti og fjölmennasti dansskóli landsins, bjóða upp á spennandi dansnámskeið fyrir alla aldurs- hópa. „DWC hélt einmitt stóra danshátíð síðustu helgi með tveimur af stærstu nöfnum dans- heimsins, þeim KK Harris og Hollywood sem dansa og semja meðal annars fyrir Beyonce og fleiri,“ segir Dísa. Í nýju stöðinni verður ekki bara hægt að taka á því í tækjasal eða í tímum heldur líka hægt að slaka á og láta líða úr sér í Betri stofunni. Þar eru tveir heitir pottar, blaut- gufa, þurrgufa og infrarauður hitaklefi ásamt slökunarbekkjum. Betri stofan verður opin öllum gestum World Class fyrst um sinn. „Þetta er frábært fyrir þá sem vinna í Smáralindinni og Norður- turninum ásamt öllum þeim sem búa og vinna í nágrenninu eða eiga leið um að fá þessa glæsi- legu aðstöðu í hverfið sitt,“ segir Dísa. Stöðin opnar næsta mánudag klukkan sex um morguninn og verður opin alla virka daga frá klukkan sex á morgnanna til hálfellefu á kvöldin, og frá átta til sex á laugardögum og tíu til sex á sunnudögum. …heilsa kynningar 10 | amk… FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Ný og glæsileg stöð World Class opnar nýja stöð í Smáralind á mánudag. Þar verður rúmgóður tækjasalur, þrír hóptímasalir og Betri stofa með heitum pottum og gufum. Mynd | Rut Frábær aðstaða Dísa í World Class er hæstánægð með nýju stöðina í Smáralind. Mynd | Rut D-3 frá Gula miðanum 200 krónur af hverju bleiku glasi renna til styrktar Bleiku slaufunnar í október Unnið í samstarfi við Heilsu ehf. D-vítamínið frá Gula miðanum er 2000 ie eða 50uq sem er sá skammtur sem margir telja að sé nauðsynlegur fyrir full- orðinn einstakling hér á norður- slóðum. D3 vítamínið er að auki í lífrænum jómfrúarólífuolíugrunni, olían eykur upptöku D-vítamíns í líkamanum. D-vítamín er oft kallað sólar- vítamínið en eins og við vitum flest þá framleiðir húðin vítamín- ið þegar hún verður fyrir áhrif- um útfjólublárra geisla sólarljóss. Auk þess fáum við D-vítamín úr fæðunni, þá aðallega fiskmeti. D-vítamín er fituleysanlegt sem þýðir að líkaminn geymir umfram- magn af D-vítamíni í lifrinni til betri tíma. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk á norðlægum slóðum þarfn- ast aukins D-vítamíns á veturna vegna þess hve stuttar dagsbirtu nýtur við. D-vítamín er nauðsyn- legt fyrir eðlilegan beinvöxt og til að styrkja beinin, það stuðlar að auki að betri upptöku á kalki, fosfór og fleiri steinefnum. Einnig er talið að D-vítamín geti haft góð áhrif gegn skammdegisþunglyndi og einnig gegnir það mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið. „Í október kynntum við nýja stærð, eða 120 stk sem fór beint í bleikan búning,“ segir Signý Skúladóttir, markaðsstjóri Heilsu ehf. 200 krónur af hverju bleiku glasi renna til styrktar Bleiku slaufunnar. Guli miðinn fæst í heilsuvöru- búðum, apótekum og í flestum matvöruverslunum. „Í október kynntum við nýja stærð, eða 120 stk sem fór beint í bleikan búning,“ Signý Skúladóttir Markaðsstjóri Heilsu ehf. Heimili & hönnun Þann 5. nóvember auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 ALLT UM STOFUNA & BORÐSTOFUNA

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.