Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 55

Fréttatíminn - 21.10.2016, Síða 55
Allir geta spilað með Barnaafmæli í Tennishöllinni eru sérstaklega skemmtileg. Þar fá allir að spreyta sig með spaða og bolta og taka þátt í spennandi leikjum undir leiðsögn þjálfara. Unnið í samstarfi við Tennishöllina Tennishöllin í Kópavogi býður upp á einstaka skemmtun fyrir afmæl-ishópa með skemmtileg- um leikjum og aðstöðu fyrir veislu. Þar taka þjálfarar á móti krökk- unum, kynna þá fyrir tennis með tennisleikjum og leyfa krökkun- um að spreyta sig í míní tennis þar sem krakkar leika með minni spaða, mýkri bolta og netin eru lægri. Skemmtun og gleði er höfð að leiðarljósi um leið og undir- stöðuatriði í tennis eru kynnt. „Tennis er skemmtileg- ur leikur, númer eitt, tvö og þrjú og góð líkamsrækt,“ segir Jónas Páll Björnsson, þjálfari og f ramkvæmdastjóri Tennishallar- innar. „Flestum finnst gaman að spila tennis og það geta allir spilað við mótherja sem hefur svipaða getu. Þetta er góður leikur sem býður upp á spennandi keppni.“ Jónas segir tennisíþróttina vera að sækja í sig veðrið á Íslandi en helst sé skortur á aðstöðu og þess vegna stefnir Tennishöllin á að stækka við sig fljótlega. „Það auðveldar okkur að anna eftir- spurn, auk þess sem við viljum efla tennisíþróttina hér á landi. Þetta er íþrótt sem tekur á mörgum þáttum. Hún reynir á líkamlega, auk þess sem hún er afar tæknileg og reynir mjög á andlegan styrk, enda tennisleikarar flestir með stáltaugar. Hún hentar ungu fólki vel sem vill æfa íþróttir á eigin forsendum og það getur stundað hana alla ævi, hvar sem er í heim- inum þar sem víða er tennisvelli að finna,“ segir Jónas. Sjálfur segist hann stunda tennis af einni ástæðu. „Leikgleði.“ Barnaafmæli í Tennishöllinni samanstanda flest af klukku- stunda tennisleikjum með þjálf- ara og veislu á eftir með píts- um og kökum. Veitingar þarf að koma með sjálfur en Tennishöllin býður góða aðstöðu til að njóta veitinganna. Hægt er að taka á móti stórum hópum, en allt að 36 krakkar geta spilað á einum velli og fá allir að spila. Í Tennishöll- inni bjóða sex tennnisfélög upp á æfingar fyrir börn og unglinga. Tennisfélag Kópavogs, Tennisfé- lag Garðabæjar, Tennisdeild BH, Tennisdeild Þróttar, Tennisdeild Víkings og Tennisdeild Fjölnis. Allir eru velkomnir í tennis og allir geta komið og fengið að prófa að vera með á æfingu. Allar upplýsingar má fá í Tennishöllinni í síma 5644030 eða með tölvupósti á netfangið tennis@tennishollin.is …barnaafmæli kynningar15 | amk… FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER Krakkarnir Skemmta sér konunglega í Tennishöllinni. Þar er aðstaða góð fyrir krakka að koma og halda upp á afmæli þar sem allir fá að spreyta sig í tennis. Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.