Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 19.11.2016, Síða 45

Fréttatíminn - 19.11.2016, Síða 45
Lakkrísinn með hindberja- og karamellusúkkulaðinu snýr aftur Allt á fullu hjá Hafliða Ragnars Unnið í samstarfi við HR konfekt Hjalti Lýðsson, súkkulað-igerðarmaður hjá HR konfekti, stendur nú vakt-ina, ásamt vel mönnuðu teymi, nótt sem nýtan dag við að framleiða dásamlegt hand- gert konfekt sem landinn bíður í ofvæni eftir; hjá sumum hefjast jólin ekki fyrr en þeir hafa gætt sér á gómsætum mola frá Haf- liða Ragnars. Aðalsmoli þessara jóla er sá sami og í fyrra vegna fjölda áskorana; lakkrís hjúpaður með hindberjasúkkulaði og kara- mellusúkkulaði. „Þetta er alltaf uppselt fyrir jólin,“ segir Hjalti en jólaframleiðslan hefst strax í byrj- un nóvember til þess að leitast við að anna eftirspurn sem virðist þó vaxa með hverju árinu. Hjalti merkir mikinn áhuga á handgerðu gæðasúkkulaði, fólk sé farið að velja betur það sem það kýs að fá sér og fá sér þá minna í einu. „Dökkt súkkulaði er náttúrulega eitt af þessum fimm ávöxtum sem mælt er með á dag,“ segir hann og hlær. Konfektöskjurnar sem koma í öllum stærðum og gerðum eru afar vinsælar fyrir jólin, bæði til þess að bjóða gestum upp á yfir hátíðirnar og ekki síður til gjafa. Mikið er lagt upp úr fallegum umbúðum þannig að konfektið sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. „Umbúðirn- ar skipta miklu máli, þær eru það fyrsta sem fólk sér og þetta er mjög falleg og girnileg gjöf,“ segir Hjalti. Aðspurður um eftirlætismol- ann sinn þarf Hjalti dálitla stund til þess að hugsa sig um en svarar svo ákveðinn; „það er blóðappel- sínu- og chilimolinn okkar. Hann er steyptur í mjólkursúkkulaði og er með karamellu með blóðappelsínu og chili. Hann er í þessum blönduðu lúxusöskjum hjá okkur og einnig í lausu í Mosfellsbakaríi.“ Mosfellsbakarí Fríhöfnin Vínberið Garðheimar Blómabúð Akureyrar Sjafnarblóm Hagkaup, Kringlunni Útsölustaðir HR konfekts: 5 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 MATARTÍMINN

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.