Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 2
Menning Það er margt sem finna má á stærsta markaðstorgi lands- ins, Bland.is, en nýjasta viðbótin er forláta málverk eftir meistara Kjarval. Verkið kostar litlar fimm milljónir króna, sem listmunasal- ar segir raunar ansi vel í lagt mið- að við verð sem hefur fengist fyrir sambærileg málverk síðustu ár. „Það er nú ekki oft sem maður sér svona,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali og framkvæmdastjóri Gallerí Foldar, þegar blaðamaður sýnir honum auglýsinguna á Bland. is. Verkið er sagt hafa verið málað á Snæfellsnesi í kringum 1940. „Maður sér þetta af og til, svona auglýsingar, en þetta gengur nán- ast aldrei upp hjá viðkomandi,“ seg- ir Jóhann sem bætir við að oft vilji eigendur verkanna fá hærra verð en galleríin telja líklegt söluverð, og svo vill fólk oft koma sér undan að borga galleríunum fyrir umstangið. Það getur hinsvegar verið varhuga- vert fyrir kaupendur að kaupa beint af einstaklingum, til að mynda hafa verk Kjarvals margsinnis ver- ið fölsuð, en galleríin ábyrgjast að verkin séu ósvikin. Svo er það þetta með verðið. „Al- gengasta verðið fyrir Kjarvalsverk- in er um ein og hálf milljón. Við höfum selt einstakt verk eftir hann á sex milljónir, en þessi stóru eru oft á bilinu þrjár og fjórar milljón- ir, þannig þetta er ansi vel í lagt,“ segir Jóhann um verðið. Hann seg- ist ekki treysta sér til þess að segja hvort verkið umrædda á Blandinu sé falsað, „það er ómögulegt að sjá af ljósmynd,“ bætir hann við. | vg 2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Thera°Pearl margnota hita- og kælipúðarnir eru hannaðir af læknum. Thera°Pearl eru með ól sem auðveldar meðferð meðan á vinnu eða leik stendur. Jólagjöfin í ár Kjarvalsmálverk til sölu á Bland Auglýsir Kjarval fyrir fimm milljónir. Viðskipti - Björn Ingi Hrafnsson kaupir enn einn fjölmiðilinn. Hreinn Loftsson segir kaupverðið trúnaðarmál. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Ég er ágætlega sáttur, já. Það var kominn þessi tímapunktur hjá mér. Þetta voru orðin átta ár,“ segir Hreinn Loftsson, lögmaður og fyrr- verandi eigandi tímaritaútgáfunnar Birtíngs, sem hefur selt útgáfuna til félags Björns Inga Hrafnsson- ar, Pressunnar. Hreinn hefur átt og rekið Birtíng, sem er eina rétt- nefnda tímaritaútgáfa landsins, frá árinu 2008 en meðal blaða sem fyr- irtækið gefur út eru Séð og heyrt, Gestgjafinn og Hús og híbýli. DV og Mannlíf voru einnig gefin út undir merkjum Birtíngs um hríð. Hreinn vill aðspurður ekki gefa upp kaupverðið á Birtíngi og segir að það trúnaðarmál. Hann segist heldur ekki vita hvernig Björn Ingi Hrafnsson fjármagnar viðskiptin. „Þú verður að ræða við hann. Ég veit það ekki en veit bara að það verður í lagi hvað okkur varðar.“ Björn Ingi Hrafnsson hefur ver- ið duglegur við að kaupa upp fjöl- miðlafyrirtæki á liðnum árum og má segja að hann sé búinn að koma sér upp fjölmiðlaveldi. Hann á pressuna.is, eyjuna.is, DV, bæj- arblöð á Akureyri, Reykjavík, Kópavogi og víðar, sjónvarpsstöð- ina ÍNN og nú Birtíng. Í tilkynningu frá Pressunni á fimmtudaginn kom fram að velta fjölmiðlafyrirtækis Björns Inga yrði um tveir milljarðar króna á næsta ári og að starfsmenn yrðu á annað hundrað. Björn Ingi Hrafnsson svaraði ekki spurningum sem Fréttatíminn sendi honum í tölvupósti. Salan á Birtíngi: „Ég er ágætlega sáttur“ Björn Ingi Hrafns- son hefur byggt upp fjölmiðlafyr- irtæki sem hann telur að velti tveimur milljörð- um króna á næsta ári. Fjármögnunin á uppkaupum Björns Inga á fjölmiðlum, eins og Birtíngi, liggur hins vegar ekki fyrir. Hælisleitendur Barnaverndar- yfirvöld hafa gert athugasemdir við brottflutning hælisleitenda með ung börn, þar sem barna- verndaryfirvöldum sé gert við- vart seint og illa og ófullnægjandi upplýsingar hafi legið fyrir um hvað taki við á viðkomustaðnum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Við þekkjum dæmi þess að fjöl- skyldur með börn hafi verið flutt nauðug úr landi þrátt fyrir að barnaverndaryfirvöld hafi gert athugasemdir við f lutningana. Þarna hafa verið miklar áhyggjur af velferð barnanna og málin enn- þá opin hjá barnaverndarnefnd,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, lög- fræðingur hjá Barnaverndarstofu. Hún segir þetta ekki eina dæmið þar sem hagsmunir barnanna fari forgörðum enda sé ekki næg yfirsýn yfir mál hælisleitenda með börn. „Við gerum ekki athugasemdir við brottflutninginn sem slíkan heldur eru dæmi um að tilkynningar um þá hafi ekki borist fyrr en nokkrum klukkustundum áður en flugvélin átti að fara í loftið. Í slíkum tilfell- um höfum við engar upplýsingar eða tryggingu fyrir því að fjölskyld- an sé að fara í aðstæður sem tryggi öryggi barnanna, aðbúnað og eft- irlit og stuðning,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir. Hún segir að unnið sé að nýj- um verklagsreglum um hvernig standa skuli að málum. „Gildandi útlendingalög tryggja ekki nógu vel að tekið sé tillit til aðstæðna barna en samkvæmt nýju lögunum sem taka gildi um áramótin á að tryggja aðkomu barnaverndaryfirvalda að málum sem þessum. Þá er verið að semja nýjar verklagsreglur til að fara eftir og vonandi verða slíkar uppákomur þá úr sögunni,“ segir hún. „Þegar það kemur upp ofbeldi eða vanræksla á hælismiðstöð, höf- um við sem reglu að setja okkur í samband við barnaverndaryfirvöld úti til að setja þau inn í málið,“ segir Ægir Sigurgeirsson, félagsráðgjafi í Hafnarfirði, sem hefur komið að málum hælisleitenda í móttökumið- stöðinni þar. Hann segir að fæst mál hælisleitenda með börn komi þó inn á borð hjá barnaverndaryfirvöldum en reynt sé að setja yfirvöld í mót- tökuríkjunum inn í málin þegar um barnaverndarmál er að ræða. „Það eru deildar meiningar um hvenær barnaverndarnefnd á að stíga inn í mál hælisleitenda, það á alltaf við þegar börn eru fylgdarlaus en lang- flest börn sem hafa þvælst yfir hálf- an hnöttinn með foreldrum sínum eru aðstoðar þurfi, það þyrfti að vera til staðar fagteymi til að að- stoða allar barnafjölskyldur ekki bara þegar vandamálin koma upp.“ Flutt nauðug úr landi gegn vilja barnaverndaryfirvalda Þarna hafa verið miklar áhyggjur af velferð barnanna og málin ennþá opin hjá barna- verndarnefnd,“ segir Heiða Björg Pálma- dóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndar- stofu. Fæst mál hælisleitenda með börn koma inn á borð barnaverndaryfirvalda. Stjórnmál Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, segir að þótt það sé farið að glitta í stjórnarkreppu sé varla í sjónmáli að forseti þurfi að skipa utanþingsstjórn. Össur Skarphéð- insson segir að patríarkar á hægri og vinstri vængnum séu að stíga í vænginn hvor við annan. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, ákvað að láta engan hafa um- boð til stjórnarmyndunar í bili eftir að Katrín Jakobsdóttir skilaði um- boðinu til forseta Íslands á Bessa- stöðum í gær eftir að viðræður um fimm flokka stjórnina fóru út um þúfur. „Formenn f lokkanna halda áfram að ræða saman þótt enginn sé með umboðið og kannski verður til stjórn fljótlega upp úr því,“ seg- ir Björg Thorarensen. „Það er þó langt síðan svona aðstæður voru uppi í íslenskri pólitík og ef þetta dregst mikið á langinn á forsetinn kost á því að skipa utanþingsstjórn, sem hann handvelur í. Þingmenn eiga þess kost að bera upp van- traust á slíka stjórn og freista þess að fella hana að öðrum kosti situr hún bara. Það er eitt dæmi um ut- anþingsstjórn á Íslandi. Sveinn Björnsson skipaði þá stjórn árið 1942 en hún sat í tvö ár. Þrátt fyrir megna óánægju stjórnmálaflokk- anna var aldrei borið upp á hana vantraust. Þetta er þó eins og áður sagði einungis þrautalending,“ seg- ir Björg: „Það er væntanlega langt í land að forsetinn þurfi að stíga inn í atburðarásina með svo afdrifarík- um hætti.“ Enn aðrir hafa bent á atburðir undanfarinna daga bendi til þess að Viðreisn langi heim til Sjálfstæð- isflokksins og fallist jafnvel á að taka Framsóknarflokkinn í sátt til að gera slíkt samstarf mögulegt. Össur Skarphéðinsson, fyrr- verandi alþingismaður, spáir því hinsvegar að ný ríkisstjórn fari að fæðast með aðkomu gamalla karla í Sjálfstæðisflokki og VG, ef marka má stöðuuppfærslu hans á Face- book: „Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Að- stæðurnar – hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængj- um stjórnmálanna – eru líklega langt komnar með að teikna hana upp! Engin utanþingsstjórn í sjónmáli Enginn er með stjórnarmyndunar- umboð eftir að Katrín Jakobsdóttir skilaði því á Bessastaði. Mynd | Rut Viðskipti Bitist er um lóðir undir hótelbyggingar í Vík í Mýrdal en fjórir umsækjendur voru um lóðirnar fjórar sem kínverski fjárfestir- inn Xinglin Zu vill að sveitarstjórnin heimili honum að byggja 100 íbúða hótel á. Þetta segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal, en fjallað hefur verið um umsókn Xinglin í fjölmiðlum í vik- unni. Sveitarstjórnin tók umsókn Xinglings fyrir á fundi á fimmtu- daginn. „Það eru margir sem vilja fá þessar lóðir. Við ætlum að fara okkur hægt, óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjendum og taka upplýsta ákvörðun um málið.“ Ásgeir segir að margir séu um hituna þar sem um milljón túristar fara um Vík í Mýrdal á hverju ári og sjái tækifæri í hótelbyggingum í þorpinu. | ifv Bitist um lóðir í Vík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.