Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 58
2 | helgin. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2016fjörið. Gefur 300 börnum í Suður-Afríku að borða Hinn 16 ára gamli Benjamín Hugi borgar fyrir súpueldhús í fátækra­ hverfi í Suður­Afríku með aðstoð frá vinum og vandamönnum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Hinn sextán ára gamli Benjamín Hugi Guð-bergsson hefur síð-ustu fimm mánuðina haldið lífi í 300 börn- um í Suður-Afríku með því að fjár- magna súpueldhús þar sem þau fá að borða að minnsta kosti þrisvar í viku. Hafði gefist upp á rekstrinum Þetta hófst allt á því að Benjamín fór til Suður-Afríku að taka þátt í sjálfboðastarfi á vegum Norður- suður samtakanna, sem rekin eru af íslenskri konu, Lilju Marteins- dóttur og manni hennar, Richard Truter, skammt frá Höfðaborg. Um var að ræða fimm vikna pró- gramm þar sem hann sinnti ýmis- konar sjálfboðastarfi, ásamt fleiri ungmennum. Á þeim tíma komst hann í kynni við konu í einu fá- tækrahverfinu sem hafði haldið úti súpueldhúsi um árabil. Hún hafði hins vegar gefist upp vegna þess að hún fékk enga fjárhagsaðstoð, og verkefnið varð henni því ofviða. Leggur inn um hver mánaða- mót „Þegar ég kom út þá datt mér í hug að opna snapchat til að leyfa fólki að fylgjast með því sem ég var að gera. Þegar ég frétti af súpueldhús- inu þá ákvað ég að það væri eitt- hvað sem ég vildi taka að mér, því ég vissi að ég gæti það. Það er svo ótrúlega gefandi að geta hjálpað,“ segir Benjamín, en hann sýndi frá súpueldhúsinu á snapchat og gaf upp reikningsupplýsingar svo fólk gæti styrkt verkefnið. „Eftir að ég kom heim hef ég sjálfur lagt pen- inga inn á reikninginn mánaðar- lega. Foreldrar mínir hafa líka lagt inn ásamt fleirum, þar á meðal for- eldar vina minna. Ég ætla að reyna allt sem ég get til að halda þessu gangandi.“ Ætlar að stækka eldhúsið Benjamín hyggst fara aftur til Suð- ur-Afríku næsta sumar og halda áfram að sinna sjálfboðastörfum. „Mjög góður vinur minn ætlar með mér út. Hann og foreldrar hans eru einmitt mjög dugleg að leggja inn peninga fyrir súpueldhúsinu. Planið er að stækka súpueldhús- ið á næsta ári, kaupa betri tæki og stærri potta. Það þarf töluvert fjár- magn í það,“ segir Benjamín sem viðurkennir að dvölin í Suður-Afr- íku hafi breytt sér ansi mikið. Breytti sýn hans á lífið „Þetta var yndislegt og breytti því hvernig ég hugsa. Þetta breytti sýn minni á lífið og það hefur hjálp- að mér mikið í öðru sem ég er að gera núna. Ég kann miklu betur að meta það sem ég hef.“ Benja- mín segir mjög hollt að taka þátt í svona gefandi sjálfboðastarfi og mælir með að allir prófi. En hvernig kom það til að hann ákvað að fara til Suður-Afríku? „Báðir foreldrar mínir höfðu dval- ið í Afríku og þau sáu auglýsingu frá Norðursuður á facebook og spurðu hvort ég vildi fara. Þannig byrjaði þetta. Og ég byrjaði strax að safna fyrir ferðinni. Mamma og pabbi hjálpuðu mér reyndar smá í lokin,“ segir þessi ungi og hjarta- hlýi maður sem á framtíðina fyrir sér. Hægt er að fylgjast með á snapchat: Benjamin1809 Viltu leggja Benjamín lið? Lilja Ósk Marteinsdóttir, um- sjónarmaður Norðursuður, sér til þess að hver einasta króna sem safnast skili sér í súpueldhúsið, en reikningurinn er í hennar nafni: 0140-26-014958 kt: 1007825459 Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar um samtökin á facebook og heimasíðunni nordursudur.org. Með góðum vinum Benja­ mín segir það hafa breytt sýn sinni á lífið að taka þátt í sjálfboðastarfi í Suður­Afr­ íku. Hann kann betur að meta það sem hann hefur. Jólaljósin tendruð á Austurvelli Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð sunnudaginn 27. nóvember, þann fyrsta í aðventu. Jólatréð er nú þegar komið á sinn stað, 12 metra hátt íslenskt gren- itré úr norska lundinum í Heið- mörk. Dagskráin hefst klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur á frumsýn- ingu norsku jólakvikmyndarinnar Sólona og Lúðvík: Jól í Furufirði, sem Oslóarborg færir borginni að gjöf. Kvikmyndin hefur verið tal- sett á íslensku og verður sýnd í Ráðhúsinu á sunnudögum klukkan 14 á aðventunni. Að- gangur er ókeypis. Klukkan 16 mun Erik Lunde, borgarfulltrúi Oslóarborgar, afhenda tréð formlega á Austur- velli. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, veitir gjöfinni viðtöku fyrir hönd borgarinnar og flytur þakkarávarp. Að því loknu mun Völundur Ingi Steen Bjarnason, 7 ára norsk-íslenskur drengur, kveikja á jólaljósunum. Salka Sól og Valdimar syngja aðventuna inn ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Lúðrasveit Reykja- víkur flytur nokkur vel valin lög og jólasveinar skemmta börnum og fullorðnum. Dagskrá hátíðarinnar verður túlkuð á táknmáli, heitt kakó og kaffi mun verma kalda kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opið til að auðvelda gestum aðgengi að hátíðarsvæð- inu. Brew Dog á besta jólabjórinn Besti erlendi jólabjórinn í ár er frá skoska brugghúsinu Brew Dog. Um er að ræða Hoppy Christmas sem er 7.2% IPA-bjór. Venju samkvæmt efndi Frétta- tíminn til smakks á jólabjórum. Í síðustu viku birtum við niður- stöður úr íslenska smakkinu, en þar bar 24 frá Ölvisholti sigur úr býtum, og nú er komið að erlenda smakkinu. Framboð á jólabjór- um er fyrir löngu orðið slíkt að nauðsynlegt er að skipta þessu í tvennt. Alls voru smakkaðir 15 er- lendir jólabjórar að þessu sinni. Fjórir sérfræðingar smökkuðu bjórana og þeir fimm sem fengu hæstu einkunnina eiga það sam- merkt að vera mjög ólíkir hefð- bundnum íslenskum jólabjórum. Tveir eru ferskir IPA-bjórar, einn er súrbjór, einn af Saison-gerð og einn er blanda af rauðöli og belgískum wit-bjór. Ítarlega er fjallað um jólabjóra- smakkið á vef Fréttatímans. 5 bestu erlendu jólabjórarnir 1. Brew Dog Hoppy Christmas 2. To Øl Santa Gose 3. Mikkeller Red White Christmas 4. Mikkeller Hoppy Lovin’ Christmas 5. To Øl Snowball Saison Mathöllin opnar í vor Flóknara úrlausnarefni fyrir borgina en að­ standendur gerðu ráð fyrir. „Það hefur raunar gengið ágæt- lega nema þetta hefur verið að velkjast aðeins um í borgarkerf- inu, svona í stuttu máli,“ seg- ir Haukur Már Gestsson, annar framkvæmdastjóri Mathallarinnar við Hlemm. Stefnt var að því að Mathöllin opnaði dyr sínar í des- ember en þau plön hafa farið út um þúfur. Haukur lætur þó engan bilbug á sér finna og stefnt er að opnun með vorinu. „Við erum ekki ennþá komin með byggingarleyfi en það er búið að hreinsa allt út úr húsinu. Það er ekki hægt að hefja neinar almennilegar framkvæmdir fyrr en leyfin fást,“ segir Hauk- ur en heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við framkvæmdirn- ar og nú síðast snerist þetta um skipulagsmál. Línur eru nú orðnar nokkuð skýrar með hvaða staðir munu vera í Mathöllinni. Áður hafði verið upplýst um Skál, kokk- teila og bjórbar Gísla Matthíasar og félaga, grænmetisverslun með íslensku grænmeti, kryddjurtum og berjum, Urban pasta, ítalsk- an bístró þar sem pastað er gert á staðnum og Te og kaffi micro roast. Haukur upplýsir nú um tvo staði til viðbótar; Ísleif heppna, ísbúð þar sem ísinn er frystur á nokkrum sekúndum með nítrati og Taco Santo, pínulítinn tacostað Juan Carlos og fjölskyldu þar sem verð- ur ekta mexíkóskt taco og annar mexíkóskur matur. Hlemmur Búið er að hreinsa allt út og nú bíða aðstandendur þess að geta hafið framkvæmdir. Rapparinn og stjórnmálamaðurinn Rapparinn, rithöfundurinn og ljóðskáldið Atli Sigþórsson, bet- ur þekktur sem Kött Grá Pjé, og Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar og arkitekt, eru náskyldir. Hrönn Einarsdóttir, móðir Atla, og Logi eru systkini. Tónlistin virðist vera þeim frænd- um í blóð borin því Logi spilaði og söng með hinum goðsagnakenndu Skriðjöklum á árum áður. Listrænir fríðleiks- frændur að norðan. Þeir eru frændur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.