Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 8

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Borgin og Bessastaðagengið Hún segist ekki hafa komist í hann verulega krappan úti á sjó og á þann hátt henti brimskíðin henni betur því hún hafi ekki átt gott með aðstæður þar sem hún lenti á hvolfi í kajaknum og þurfti að velta sér við. „Ef ég er í mjög erfið- um aðstæðum þá bíð ég bara uppi á bátnum, dreg andann djúpt og kem mér svo rólega fyrir aftur. En eins og með veðrið hér á landi þá get- ur hafið líka breyst á svipstundu. Ég lenti einu sinni í vandræðum á kajak þegar ég réri út fyrir Gróttu en þar mætast mjög margir straum- ar. Ég man líka eftir einu atviki þar sem ég varð mjög skelkuð þegar ég lenti í miðri þvögu af úthafsselum. Þeir eru svo hrikalega stórir og sjór- inn varð bara svartur, þeir voru svo margir. En þetta er líka það sem ég sæki í, þess mikla nánd við náttúr- una og kyrrðin sem ég fæ við það að vera úti að róa. Það er eitthvað við taktinn í hafinu sem gerir það að verkum að ég breytist bara í ein- hvern jóga. Að fara svona snemma út á morgnana, finna hvernig haf- ið er þann daginn og njóta félags- skaparins við fuglana og náttúr- una á meðan maður fylgist með borginni vakna. Þegar ég fer út við Bessastaði hitti ég líka fyrir þá sem ég kalla Bessastaðagengið, hóp af forvitn- um, gæfum selskópum, sem synda í kringum okkur og hafa stundum nartað í bátinn. Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu en á erf- iðum degi vel ég mér annaðhvort að fara út að hlaupa eða róa. Bara ekki sófann. En ég get líka verið al- gjör letihaugur og ég næ þessu ekki alltaf. En þetta er besta leiðin sem ég hef notað til að komast í gegnum þær áskoranir sem ég hef þurft að takast á við.“ Alltaf gott að fá nei „Ef þetta er fimmtugs-krísan mín þá er það bara frábært og gott að ég skuli spila út úr henni svona,“ seg- ir hún og hlær. Hún segist samt oft verða vör við það viðhorf í samfé- laginu að við ákveðinn aldur sé fólk nánast útilokað frá því að gera til- tekna hluti. „Við höfum ekki ótak- markaðan tíma. Fólk með ung börn á oft erfitt með að finna tíma aflögu og þegar börnin eldast sökkvir fólk sér oft niður í vinnu. Aldurinn verður svo oft takmarkandi fyr- ir okkur í bland við einhverskon- ar lífshræðslu sem við glímum svo mörg við. Nú er ég alls ekki að mæla með því að fólk leggi sig í hættu en við erum stundum svo dugleg að langa til þess að gera eitthvað en gera ekkert í því. Ég segi við börnin mín að það sé alltaf gott að fá nei í lífinu, að komast á þann stað þar sem þú færð nei. Þá veistu hvert þú kemst og þaðan getur þú farið að snúa þér að einhverju öðru. Ég hef lent í þeim aðstæðum á hafinu að ætla mér eitthvert sem ég ekki kemst og breyti þá um stefnu og vel mér aðra leið. En ef ég reyni ekki þá fæ ég ekki þessa áskorun, mað- ur verður allavega að reyna þó svo að það endi á því að fá nei. Nei-ið er stundum það mikilvægasta sem maður fær því það opnar á að geta snúið sér að nýjum hlutum. Lélegt heilbrigðiskerfi Líkt og úti á hafi hefur Björg tekist á við djúpa öldudali í lífinu sjálfu. Elsti sonur hennar glímdi við kvíða á menntaskólaárunum sem varð á endanum til þess að hann leiddist út í kannabisreykingar. Í dag býr hann í búsetukjarna fyrir geðfatl- aða eftir að hafa átt í erfiðum veik- indum um árabil. Björg bendir á að úrræðum fyrir þennan hóp ungs fólks sé stórlega ábótavant svo vægt sé til orða tekið. Heilbrigðisstefnan í landinu líkist helst illa gerðu búta- saumsteppi og hún vill að þeir sem eitthvað hafa með fjárlög ríkisins að gera byrji á því að kynna sér að- stæður inni á heilbrigðisstofnunum áður en þeir geri nokkuð annað. „Sonur minn er frábær eins og hann er og ég vil líka þakka fyr- ir lífið eins og það er. En þetta er viðkvæmur málaflokkur. Ég fann það um leið og ég fór að tjá mig um þetta opinberlega að það er svo mikið af fólki sem er að kljást við erfiða hluti í þessum málum. Fyrst um sinn fylgdi þessu mikil persónuleg sorg og margar áleitn- ar spurningar um hvað hefði klikk- að. Hvar ég hefði klikkað. En það sem varð kveikjan að því að því að ég fór að tala um þetta opinberlega er að það gengur gjörsamlega fram „Sonur minn er frábær eins og hann er og ég vil líka þakka fyrir lífið eins og það er ... Fyrst um sinn fylgdi þessu mikil persónuleg sorg og margar áleitnar spurn- ingar um hvað hefði klikkað. Hvar ég hefði klikkað.“ af mér hvernig hlutum er háttað í þessum málaflokki hér á landi. Ég skil mætavel að það séu fáir að- standendur sem rísa upp og láta í sér heyra því það er svo margt búið að ganga í á lífi fólks. Þessi hópur á sér ekki marga málsvara. Í tilfellum eins og þessum er við- komandi það lasinn að hann getur ekki svarað fyrir sig sjálfur og að- standendurnir eru oft svo brotnir að þeir treysta sér ekki til þess. Við hugsum með okkur að við búum í velferðarsamfélagi með funker- andi heilbrigðiskerfi. En því miður er það ekki raunin. Þetta er einhver bútasaumur þar sem einhver ger- ir eitthvað smá hér og annar tekur einhver snúning þar. Ég er móðir, skattgreiðandi og hef starfað hjá velferðarráðu- neytinu, þar áður í Evrópuráðinu, Reykjavíkurborg og hjá ríkisend- urskoðanda við að frammistöðu- meta málefni fatlaðra. Ég veit hvað ég er að tala um. Ég ætla að halda áfram að gera það sem ég get til að stjórnvöld opni eyru og augu fyrir ástandinu og fari að grípa til aðgerða. Mér er mjög minnistætt þegar ég kom og heimsótti hann á erfiðustu deildina sem hann fór á þegar hann var á Kleppsspít- ala. Gömul menntaskólasystir sem starfaði þarna tók á móti mér og það fyrsta sem hún sagði við mig var: „Æ, Björg er þetta strák- urinn þinn? Við erum öll búin að fá áfallahjálp, hann er svo veikur.“ Ég hugsaði með mér: Ég er mamma hans, hef ég fengið áfallahjálp? Yngri bræðrum hans, sem biðu úti í bíl og máttu ekki koma og heim- sækja hann, hafði heldur aldrei ver- ið boðin áfallahjálp. Það er það sem mér finnst svo merkilegt í þessu að stjórnvöld virðast vera gjörsam- lega úti að aka þegar kemur að fjöl- skyldum fólks. Við erum að missa 50 stráka á hverju einasta ári inn í þetta svartnætti. Ef hver þeirra á kannski fimm nána aðstandendur þá er kominn stór hópur fólks, með allskonar bakgrunn úr allskonar aðstæðum sem á um verulega sárt að binda.“ Dýrast að taka engar ákvarðanir „Í raun finnst mér flugvallarmálið vera svo dæmalaust lýsandi fyrir íslensk stjórnmál og stjórnmála- menn. Fram og til baka, árum saman, endalaust. Einhver sagði að það væri ódýrast að taka engar ákvarðanir en í heilbrigðismálum er dýrast að taka engar ákvarðanir. Og á meðan brennur skipið stafn- anna á milli og allir í því. Það þarf inngrip inn í líf fjölskyldna sem eru að glíma við þetta, teymi sem kemur inn á fyrstu stigum og tekur utan um fjölskylduna eins og hún leggur sig. Í Finnlandi er teymi læknis, iðju- þjálfa, sálfræðings, félagsráðgjafa, námsráðgjafa sem er virkjað og í yfir 80% tilfella næst að snúa við vegferð þessara einstaklinga sem eru komnir út á ranga braut. Ég talaði við svo marga aðila, félaga- samtök og heilbrigðisstarfsfólk þegar ég var gjörsamlega ráðþrota yfir því að vera að missa strákinn minn. Þau höfðu engin ráð að gefa mér annað en það að á einum stað var mér ráðlagt að ef ég ætlaði ekki líka að búa til fíkla úr yngri sonum mínum yrði ég að vísa þeim elsta út af heimilinu. Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig það er að fá þetta ráð. Eins og staða hans er í dag er engin leið að vita hvort að þetta sé varanlegt ástand eða hvort það komi einhvern tímann til með að lagast á næstu árum. Það eru mannréttindi að fá að hafa von og ég ætla mér að halda í hana. Það er svolítið magnað að þegar þú ert að læra róðrartækn- ina lærir þú að árin er jafnvægið þitt og það sem heldur þér stöð- ugum. Ég myndi áreiðanlega ekki vera funkerandi, útivinnandi og gerandi það sem ég er að gera í líf- inu í dag ef ég hefði ekki þá hugarró og jafnvægi sem róðurinn og hafið færir mér. Þarna finn ég frið á með- an ég tekst á við straumana og finn leiðir til að takast á við öldurnar á móti mér.“ „Nei-ið er stundum það mikilvægasta sem maður fær því það opnar á að geta snúið sér að nýjum hlutum.“ „Ég myndi áreiðanlega ekki vera funkerandi, útivinnandi og gerandi það sem ég er að gera í lífinu í dag ef ég hefði ekki þá hugarró og jafnvægi sem róðurinn og hafið færir mér.“ „Það er erfitt að lýsa þessari tilfinn- ingu en á erfiðum degi vel ég mér ann- aðhvort að fara út að hlaupa eða róa. Bara ekki sófann.“ Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn Gildir til 28. nóvember * Miðast við 1,5 index Verð áður: 95.800 kr. *Tilboðsverð: 47.400 kr. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.