Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 16
páska ferð Dvalið í höfuðborginni Delhi sem er sjóðheitur suðupottur menningaráhrifa frá tímum búddadóms, hindúa, múslima og Breta. Til Agra sem státar af þremur stöðum á heimsminjaskrá UNESCO og er Taj Mahal þeirra frægastur. Til að loka hinum Gullna þríhyrningi er næst haldið til Jaipur sem jafnan er kölluð „bleika borgin“ vegna fjölda bygginga í þeim lit. Í borginni Varanasi fáum við að kynnast hinu kaótíska og iðandi mannlífi sem víða einkennir Indland. Niður hið helga fljót Ganges og fylgjumst með borginni vakna. Það er ógleymanleg lífsreynsla að sjá borgarbúa þvo sér í hinu helga vatni. Stórkostleg litadýrð, fjölbreytt mannlíf og fegurstu mannvirki jarðar. Indland bíður þín. ÞÉTT OG HNITMIÐUÐ FERÐ UM GULLNA ÞRÍHYRNING INDLANDS 8.–19. APRÍL, 12 DAGAR 489.000 KR.* farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770 *Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel. eldar indlands FARARSTJÓRN: PÉTUR HRAFN ÁRNASON Taj Mahal, Agra, Jaipur og Ganges-fljót 16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Alþingiskosningarnar í október síðastliðnum fara í sennilega í sögu-bækurnar fyrir að geta af sér óvenjulegt stjórnmálaástand á Íslandi þar sem sjö flokkar náðu inn þingmanni, sá langstærsti er á vissan hátt einangraður. Í öllu um- rótinu hefur hins vegar lítið farið fyrir þeirri staðreynd að í fyrsta sinn í sögu Alþingis náði innflytj- andi kjöri í þingkosningum og það sem meira er, tveir innflytjendur náðu kjöri, þau Nichole Leigh Mo- sty fyrir Bjarta framtíð og Pawel Bartoszek fyrir Viðreisn. Þau eru hluti af 31.812 einstaklingum sem flust hafa til Íslands og samsvara 9,6% íbúa Íslands, samkvæmt töl- um Hagstofunnar sem miða við 1. janúar 2016. Aldrei hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi verið hærra og nú hefur þessi hópur Íslendinga í fyrsta sinn fastan fulltrúa á Alþingi til (allt að) fjögurra ára. Áhuginn á stjórnmálum og sú staðreynd að þau hafa fæðst í öðru landi er þó sennilega það eina þau eiga sameiginlegt – þau koma úr þverólíkum áttum, fluttu til Ís- lands á mismunandi aldri og hafa farið ólíka leið í lífinu. Pawel kem- ur frá Póllandi, flutti til Íslands átta ára gamall og hefur gengið í gegn- um íslenskt skólakerfi. Hann hef- ur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi, bæði hefur hann verið fastur pistlahöfundur hjá Frétta- blaðinu og sat einnig í Stjórnlaga- ráði. Nichole flutti hins vegar á þrí- tugsaldri til Íslands árið 1999. Hún fæddist í smábæ í Michigan árið 1972 og búið í fleiri fylkjum í Banda- ríkjunum, gengið menntaveginn og unnið ýmis störf þar. Á Íslandi fann Pawel Bartoszek og Nichole Leigh Mosty eru fyrstu innflyjendurnir til að ná kjöri í alþingskosningum. Björn Reynir Halldórsson ritstjorn@frettatiminn.is hún sér sinn lífsfarveg þegar hún fékk vinnu á leikskóla þar sem hún fékk tækifæri til að þróa íslensku- kunnáttu sína. Nichole starfaði sem leikskólakennari á leikskólan- um Ösp í Breiðholti þar sem yfir 80% barnanna hafa annað móður- mál en íslensku. Þá hefur hún tekið þátt í borgarpólitíkinni fyrir Bjarta framtíð og er formaður hverfisráðs í Breiðholti. Börn í kapítalistabúðarleik Pawel Bartoszek er fæddur í Pozn- an árið 1980 þar sem foreldrar hans voru í námi. Þriggja ári flutti Pawel til Sanok þar sem fjölskyldan bjó á útisafni, sambærilegu Árbæj- arsafni, en móðir Pawels er mann- fræðingur. Faðir hans er hins vegar mikill tungumálamaður og var í námi í norsku og dvaldi oft erlend- is í skiptinámi en í Noregi kviknaði áhuginn á íslenskri tungu og flutti fjölskyldan sig um set að lokum og flutti til Íslands. „Maður á náttúrlega, ég veit ekki hvort ég á að segja, dæmig- erða æsku en að mörgu leyti þá er uppvöxtur minn svolítið pólitískur eins og uppvöxtur barna í svona umhverfi er. Það er mikið rætt um hugtök eins og „kapítalisma“ eða „Vesturlönd. Þessi munur á lífsgæð- um á milli okkar og Vesturlanda var töluverður og tilfinnanlegur, fólk vissi að það var betra að búa á þess- um svæðum. Krakkarnir voru að leika sér með steina og kubba og opna kapítalismabúð og spila „ba- seball“, miklu meira en 7 ára krakk- ar á Íslandi voru að gera á þessum tíma. Sjálfsmynd Pólverja var léleg, allt var klúðurslegt, maður beið eft- ir síma í 7 ár og svo klipptu verka- menn á einhverja víra og eftir það áttum við ekki síma,“ segir Pawel. „Heildarupplifun af kerfinu var að þetta var allt lélegt og virkaði illa. Ég held að mörgu leyti búi ég að þessum tíma, hann skilgreini mig heilmikið. 1989, þegar múrinn fellur og allt kerfið hrynur er tími sem ég hef áhuga á og hvernig þróunin varð í kjölfarið. Mér finnst þetta bjartur tími, jákvæður tími. Vont kerfi vék fyrir betra kerfi, kerfi alræð- is og fátæktar vék fyrir lýðræði og fjölbreytni og fjölhyggju. Ég á að mörgu leyti rætur að sækja þangað, í þennan tíma. Þegar þú býrð við þetta kerfi upplifir þú ekki dagsdag- lega að það sé verið að hlera sím- ann en þú upplifir vöruskort,“ seg- ir Pawel og talar um upplifun sína að koma sex ára gamall til Noregs í sína fyrstu utanlandsferð. „Í stað- inn fyrir eina tegund af mjólk voru margar tegundir, öll leikföngin voru flottari, húsin voru litríkari. Meiri fjöldi sjónvarpsstöðva og allt þetta.“ Þurfti að finna sig eftir fráfall „Ég upplifði bara hefðbundna æsku, eins og maður sér í bíómynd- um, svona „white middle-class family“, var í íþróttum og átti fullt af vinum, segir Nichole. Hennar líf tók hins vegar stakkaskiptum skömmu eftir að hún hóf háskóla- nám. Þá lést bróðir hennar í bílslysi. „Allt fór á hvolf. Hlutir sem höld- um að séu eðlilegir voru það ekki. Ég fattaði að ég vildi meira úr lífinu en vissi ekki hvað. Fór til Boston og vildi finna mig. Við vorum mjög náin, það munaði bara 11 mánuð- um á okkur. Við vorum næstum því eins og tvíburar. Það var erfitt að vinna í gegnum hans dauðsfall. Ég fattaði líka að mikið í mínu fari var eitthvað sem krafist var af mér,“ segir Nichole sem hætti námi og flutti aftur heim til fjölskyldu sinnar í heimabæ sínum til þess að glíma við áfallið og endurhugsa líf sitt. Hún flutti til Boston í kjölfarið þar sem hún kynntist verðandi manni sínum, Garðari. Hún vann hjá fjöl- skyldu í Cambrigde sem átti bakarí þar sem verðandi eiginmaður var á samningi en sjálf var hún spennt fyrir kokkaskóla. Það var því fyrir hans tilstilli að Nichole flutti til Ís- lands: „Hann vildi koma heim og vera með fjölskyldu sinni. Við ætl- uðum að vera í tvö ár en höfum ekki farið síðan.“ Áhugi og einangrun Pawel og Nichole flutti til Íslands á ólíkum aldri og endurspeglar það mismunandi reynslu við að koma til Íslands. „Ég fer inn í bekk í Melaskóla, það voru engar mót- tökudeildir fyrir börn af erlend- um uppruna eða neitt svoleiðis. Ég lærði bara heyrðu snöggvast Snati minn og íslensk ljóð og svona. Ég man að kennararnir sögðu við for- eldra mína að það hefði verið ann- ar pólskur strákur 15 árum áður. Ég hef hitt þann mann, hann þýð- ir Arnald á pólsku. En þetta var á þeim tíma þegar erlendir krakkar voru það fáir. Það var áhugi hjá ís- lenskum nemendum að tala við er- lent barn og ég lærði málið því bara nokkuð fljótt,“ segir Pawel sem gekk vel að aðlagast nýju landi. Fyrir Nichole, hafandi flutt til landsins á fullorðinsaldri, gengu hlutirnir ekki alveg jafnhratt fyr- ir sig: „Það var mjög erfitt. Það var allt dimmt, við fluttum í desem- ber. Ég talaði heldur ekki íslensku. Tengdapabbi vann mikið og var því ekki mikið við. Tengdamamma talaði heldur ekki mikla ensku svo við þurfum að styðjast við orða- bók. Ég átti heldur ekki neinn vin og Garðar vann líka mikið og þar að auki þurfti hann að vinna í að endurnýja sín tengsl. Besta vinkona mín var mágkona mín sem var 15 ára, ég fullorðin kona hins vegar. Þetta virtist ekki það ævintýri sem ég hélt að það yrði, segir Nichole en félagsmyndun gekk frekar hægt hjá henni til að byrja með. „Mér fannst ég taka eitt skref áfram en tvö skref til baka. Í Bandaríkjum tengjumst við fólki á vinnustaðnum en þetta var ekki að gerast á Íslandi. Fyrst vann ég við skúringar og var ein með kústinn minn en svo byrjaði ég í 50% starfi á leikskóla. Fólkið var gott við mig en var ekki mikið að tengjast mér. Ég var alltaf svolítið ein. Ég var meira hluti af hópnum þegar fólk var komið í glas. Þá þurfti fólk að segja allt um sig, djammið og Pearl Jam tónleikana í Seattle. Ég tengdist frekar öðrum innflytjendum en þar voru tungu- málaörðugleikar líka, fólk talaði ekki endilega ensku en fólk var líka að glíma við þessa einangrun og erf- iðleika við að aðlagast. Fólk var ekki að finna sig.“ Þrátt fyrir að Nichole hafi ekki notið góðs af því að læra málið á barnsaldri, líkt of Pawel, naut hún engu að síður góðs af því að vinna með börnum: „Börn eru að læra og auðvitað var ég alltaf í málinu með þeim. Ég var að kenna þeim orð og þá var ég að læra menningu og tungu. Ég fell fyrir starfinu, ís- lenskir leikskólar eru allt öðruvísi en bandarískir, þar er svo mikil 1989, þegar múrinn fellur og allt kerfið hrynur er tími sem ég hef áhuga á og hvernig þróunin varð í kjölfarið. Mér finnst þetta bjartur tími, jákvæður tími. Vont kerfi vék fyrir betra kerfi, kerfi alræðis og fátæktar vék fyrir lýðræði og fjölbreytni og fjölhyggju. Pawel Bartoszek Fyrstu innflytjendurnir sem náð hafa kjöri til Alþingis, Pawel Bartoszek og Nichole Leigh Mosty. Myndir | Rut Mikilvægt að vera fyrirmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.