Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310 þann 2. desember Blaðauki um jólaskraut Þetta hrúgaðist bara allt á sama tíma,“ segir Hildur Knútsdóttir hóg-vær þegar hún er spurð hvernig í ósköpunum henni takist að koma þessu öllu fyr- ir í dagskipaninni. „Ég verð bara að fara á heilsuhælið í Hveragerði, eða eitthvað svoleiðis, í janúar,“ bætir hún við og skellihlær. „Tek bara börnin mín með mér. Svo er allt í drasli heima hjá mér!“ Báðar bækurnar sem Hildur gef- ur út fyrir jólin eru unglingabæk- ur, Vetrarhörkur, sem er þráðbeint framhald af Vetrarfríi sem kom út í fyrra, og Doddi – Bók sannleik- ans sem hún skrifaði með Þórdísi Gísladóttur. Fyrsta bók hennar, skáldsagan Sláttur, var hins vegar ætluð fullorðnum, hvers vegna ákvað hún að snúa sér að því að skrifa fyrir unglinga? „Ég ákvað það ekki beinlínis. Ég skrifaði fyrsta uppkastið að Vetrar- fríi þegar ég var í námi í ritlist við HÍ 2010 og leiðbeinandinn minn, Rúnar Helgi Vignisson, sagði strax að þetta væri unglingabók en ég var alls ekki sammála því. Ég var ekkert að skrifa fyrir unglinga, ég var bara að skrifa bók sem mig langaði að lesa. Unglingabók er líka bara mark- aðsfræðilegt hugtak og ég veit að það er fullt af fullorðnu fólki sem hefur lesið Vetrarfrí og Vetrarhörk- ur. Það fyndna er að nú er verið að kenna Slátt í íslensku 103 í nokkrum skólum, þannig að mikið af ungling- um hefur lesið hana. Þetta er eigin- lega komið hringinn.“ Húmor er beittari en enn einn reiðilesturinn Hildur Knútsdóttir er höfundur tveggja bóka í jólaflóðinu, er nýorðin varaþingmaður Reykvíkinga fyrir VG, þeytist á milli skóla til að halda ritsmiðjur fyrir unglinga í verkefninu Skáld í skólum, les upp úr bókum sínum um allan bæ og sinnir dætrum sínum, fjögurra og tæpra tveggja ára, þess á milli. Er hún kannski hin margumrædda ofurkona? Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Geimverur eru pottþétt til Vetrarfrí og Vetrarhörkur eru hrollvekjur, hvað er það við þá bók- menntagrein sem Hildur hrífst af? „Ég er hrollvekjuaðdáandi, en þær verða samt að innihalda eitt- hvað yfirnáttúrulegt til að vekja áhuga minn. Ég hef engan áhuga á einhverjum ógeðslegum lýsing- um á morðum á fólki í einhverju tilgangsleysi. Ég hef áhuga á alls konar skrímslum og hryllingi og hef haft síðan ég man eftir. Reynd- ar núna, eftir að ég eignaðist börn, er ég orðin mun viðkvæmari, get alls ekki horft á eða lesið um hryll- ing sem beinist að börnum. Það ger- ist sjálfsagt alltaf þegar fólk eign- ast börn, það verður viðkvæmara og lífhræddara. Til að bregðast við þessu leita ég frekar í einhvern hroll sem er óraunverulegri, ekki eitt- hvað sem gæti í raun og veru kom- ið fyrir börnin manns.“ Í sögum Hildar eru geimverur fyrirferðarmiklar, trúir hún sjálf á tilvist þeirra? „Mér finnst mjög ólíklegt að við séum eina lífið í alheiminum, en ég held það séu engar geimverur hér í nágrenni við okkur. Þær eru pottþétt til einhvers staðar, annað er stærðfræðilegur ómöguleiki. Ég trúi hins vegar ekki á drauga. Ég væri alveg til í að trúa á þá, því mér finnst það heillandi hugmynd, en svo fer maður að hugsa; ef það er líf eftir þetta líf af hverju ætti maður þá að hanga hér á jörðunni og hrista einhverja potta til að hrella fólk? Ég trúi ekki á líf eftir dauðann, því miður, ég held það væri rosalega þægilegt að trúa að við lifum eftir dauðann, ég bara get það ekki.“ Verðum að gera eitthvað strax Er ekki einn af hvötum þess að skrifa bækur að fólk langar til að skilja eitthvað eftir, lifa áfram í verkum sínum? Er það ekki ein- hvers konar framhaldslíf? „Nei, ég hugsa það nú ekki þannig. Maður er bara dáinn eftir að maður deyr og mér finnst ekki skipta máli hvort maður skilur eitt- hvað eftir sig, annað en minningar í hugum ástvina sinna. Ég skrifa bara af því mér finnst það skemmtilegt. Þetta er skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér og ég er nú búin að prófa að vinna við alls konar störf.“ Talandi um störf, Hildur var í framboði fyrir Vinstri græn í ný- afstöðnum kosningum og er nú formlega skipaður varaþingmað- ur þeirra. Heldur hún að það sé skemmtilegt starf að vera þing- maður? „Já, ég held það. Allavega finnst mér það mjög áhugavert starf og ég held það sé lítil hætta á að manni leiðist í þeirri vinnu. Mér finnst leiðinlegast að hafa lítið að gera og sem þingmaður er lítil hætta á því.“ Ertu búin að vera lengi í pólitík? „Nei, en ég hef alltaf verið póli- tísk og var árum saman aktíf í fem- inískri baráttu. Eftir að ég kveikti á loftslagsmálunum, hvað staðan er alvarleg þar, þá vildi ég taka þátt í því að móta stefnu í þeim mál- um. Við, sem erum við stjórnvöl- inn núna, erum þau einu sem geta gert eitthvað í þeim málum því það verður mögulega orðið of seint að gera neitt þegar börnin okkar taka við. Það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að gefa kost á mér til alþingis- setu núna. Mér finnst alls ekki nógu mikið talað um loftslagsbreytingar í pólitíkinni og sumir flokkar hafa hreinlega varla minnst á þær. Ég er búin að vera að hugsa um hvernig hægt sé að hafa mest áhrif á þessa þróun. Ég held við séum komin á þann stað að við þurfum lagasetn- ingar um þessi mál og vil gjarna taka þátt í því að búa til lagaramma til að vinna gegn þessum breyting- um. Þessi mál brenna á mér og þótt ég hafi ekki áhuga á flokkapólitík, þannig, þá verð ég að reyna að gera eitthvað.“ Spurð hvers vegna hún hafi valið að gefa kost á sér fyrir Vinstri græn, frekar en einhvern annan flokk, er Hildur snögg að svara. „Ég þekki marga vinstri græna og finnst þeir hafa verið sam- kvæmastir sjálfum sér í umræðu um loftslagsbreytingar og ég veit að þekking á þessum málaflokki er til staðar innan þingflokksins. Svo, eins og ég sagði áðan, er ég nátt- úrulega femínisti og Vinstri græn eru femínískur umhverfisverndar- flokkur, þannig að það lá beint við að ganga til liðs við þau.“ Minnst mark tekið á lágvöxnum, dökkhærðum konum Hildur er lítil og grönn, mjög barna- leg og með bjarta rödd og þótt hún sé orðin 32 ára segist hún enn vera spurð um skilríki í Ríkinu og á skemmtistöðum. Óttast hún ekkert að vera ekki talin marktæk í um- ræðunni vegna barnalegs útlits? „Ég bara veit það ekki. Það frá- bæra við að skrifa er að þá veit enginn hvernig maður lítur út eða hvernig röddin hljómar. Ég hef les- ið rannsókn sem leiddi það í ljós að fólk tekur minnst mark á lágvöxn- um, dökkhærðum konum með bjartar raddir. Vonandi er Katrín Jakobsdóttir samt að afsanna þessa kenningu núna, enda er þetta varla neitt algilt lögmál. Ég verð allavega ekkert vör við það að fólk taki mig ekki alvarlega. Ég man þegar ég var með tískubloggið, sem gekk einmitt út á það að taka sjálfa mig ekki of Ég hef áhuga á alls konar skrímslum og hryllingi og hef haft síðan ég man eftir mér, segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur. Myndir | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.