Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
GASTROPUB
JÓLASEÐILL 1
5 JÓLALEGIR RÉTTIR OG 2 GÓMSÆTIR EFTIRRÉTTIR
FLATKÖKUR MEISTARANS, léttgrafin bleikja, rjómaostur,
dill, sítróna
TVÍREYKT HANGIKJÖT, steikt laufabrauð
OFNBAKAÐUR HUMAR með hvítlaukssmjöri,
humar-mayo, maís-chilisalsa
ANDABRINGA, blómkálsmauk, appelsínu-portvínssósa
NAUTALUND OG RIFIN LAMBAÖXL, bernaisefroða,
ostrusveppir
Eftirréttir
SÚKKULAÐIKAKA „NEMISIS“ bökuð á 90°C
JÓLASKYR
5.990 kr.
JÓLASEÐILL 2
7 JÓLALEGIR RÉTTIR OG 2 GÓMSÆTIR EFTIRRÉTTIR
FLATKÖKUR MEISTARANS, léttgrafin bleikja, rjómaostur,
dill, sítróna
TVÍREYKT HANGIKJÖT, steikt laufabrauð
OFNBAKAÐUR HUMAR með hvítlaukssmjöri,
humar-mayo, maís-chilisalsa
HROSSA CARPACCIO, döðlur, rucola-mayo, stökkir
jarðskokkar, parmesan
ANDABRINGA, blómkálsmauk, appelsínu-portvínssósa
SALTFISKUR, sætar kartöflur, tómat-chutney
NAUTALUND OG RIFIN LAMBAÖXL, bernaisefroða,
ostrusveppir
Eftirréttir
SÚKKULAÐIKAKA „NEMISIS“ bökuð á 90°C
JÓLASKYR
7.990 kr.
JÓLÓ
MATSEÐLAR
FYRIR HÓPA
Frá 22. nóvember bjóðum við
spennandi jólamatseðla fyrir hópa
– 8 manns eða fleiri.
alvarlega, þá tóku allir því sjúk-
lega alvarlega, ég var mjög hissa á
því.“
Tískubloggið sem Hildur vís-
ar hér til var feikivinsælt og vakti
mikla athygli fyrir sjö árum og má
eiginlega segja að það hafi komið
henni á kortið sem höfundi. Hvað
lá þar að baki?
„Ég var bara orðin svo rosalega
pirruð á því hvernig alltaf er talað
við konur í boðhætti í fjölmiðl-
um, sérstaklega á kvennamiðlun-
um; vertu svona, kauptu þetta – al-
veg endalaust og það er ekkert að
breytast. Í almennum fjölmiðlum
eru konur rosamikið presenteraðar
sem neytendur, oft hringt í konur til
að spyrja um uppáhaldshönnuðinn
þeirra eða uppáhaldsbúðina frekar
en hvað þær eru að hugsa og gera
og hverjar þær eru. Ég var mjög reið
yfir þessu, en fannst samt skemmti-
legra að gera bara grín að því, bæði
fyrir mig og lesendur, frekar en að
koma með enn einn reiðilesturinn.
Það var eiginlega sáluhjálp fyrir
mig að gera grín að þessu og breyta
þannig neikvæðum tilfinningum yfir
í jákvæðar. Mér finnst reyndar enn
hræðilegt hvernig er talað um konur
og við konur í fjölmiðlum, þetta er
bara „blatant“ neysluhyggja og það
er markvisst verið að brjóta niður
sjálfstraust kvenna til þess að selja
þeim eitthvað drasl, sem er kannski
framleitt af fátæklingum og börn-
um við ömurlegar aðstæður. Svo er
þetta notað í einhvern smá tíma og
síðan bara hent og mengar umhverf-
ið. Það er allt hræðilegt við þetta!“
Þingmenn mega skrifa „dóna-
legar“ bækur
Húmorinn í tískublogginu var hár-
beittur, en þú hefur ekki notað
húmor mikið í bókunum þínum,
hvað veldur?
„Ég reyni nú alltaf að lauma smá-
húmor með en hann er ekki í for-
grunni, það er rétt. Í Doddabókinni
okkar Þórdísar er nú samt mikið af
bröndurum. Mig langar alveg að
skrifa eitthvað meira sem er fyndið,
en sú saga hefur bara ekki komið til
mín ennþá.“
Sumir hafa hneykslast á því að í
Doddi – Bók sannleikans sé talað
mikið um kynlíf og annan dóna-
skap, verður Hildur ekki að bakka
út úr svoleiðis skrifum ef hún verð-
ur þingmaður, getur þingmaður
verið þekktur fyrir að klæmast í
unglingabókum?
„Ég skil ekki hvernig á að vera
hægt að skrifa unglingabækur án
þess að minnast á kynlíf, enginn
aldurshópur hugsar meira um kyn-
líf en þeir, svo ég skil ekki alveg
þessa umræðu. En varðandi spurn-
inguna, þá held ég ekki að ég þurfi
eitthvað að breyta mér til að verða
þingmaður. Þingmenn þurfa ekkert
að vera heilagir, finnst mér. Þing-
menn mega ekki eiga eignir í skatta-
skjólum, en þeir mega alveg skrifa
„dónalegar“ unglingabækur, finnst
mér. Auðvitað er rétt að gera mikl-
ar siðferðiskröfur til alþingismanna
en ég held að ég geri nú þær kröfur
til sjálfrar mín alveg burtséð frá því
við hvað ég vinn. Mér finnst það að
verða varaalþingismaður ekki vera
nein meiri háttar breyting á mín-
um högum. Ég hef alltaf verið póli-
tísk og það að starfa á Alþingi er
bara einn farvegur fyrir pólitískar
hugsjónir og mig langar til að prófa
hann. Ég lít ekki á það sem neina
fórn, mig langar bara að leggja mitt
að mörkum til að gera samfélagið
okkar betra.“
„Ég skil ekki hvernig á að
vera hægt að skrifa ung-
lingabækur án þess að
minnast á kynlíf, enginn
aldurshópur hugsar
meira um kynlíf en þeir.”
Ég hef alltaf verið pólitísk og það að starfa á Alþingi er bara einn farvegur fyrir pólitískar hugsjónir, segir Hildur.
Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki
auk þess að vera mjög falleg og líkjast
þannig raunverulegum trjám.
Einföld samsetning.
• Ekkert barr að ryksuga
• Ekki ofnæmisvaldandi
• 12 stærðir (60-500 cm)
• Íslenskar leiðbeiningar
• Eldtraust
• Engin vökvun
• 10 ára ábyrgð
• Stálfótur fylgir
Falleg
jólatré
Fáðu þér sígræna gæðajólatréð
- sem endist ár eftir ár!
Hraunbær 123 | s. 550 9800
www.gervijolatre.is
Opnunartímar:
Virkir dagar kl. 09-18
Helgar kl. 12-18