Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Pabbi dró okkur í sund á hverjum einasta degi þegar við vorum börn. Hann kom heim úr vinnunni, kallaði „sund!“ og maður dreif sig að taka dótið til og flýtti sér svo með hon- um. Við vorum allar helgar á skíð- um þegar færi gafst. Þetta er ég alin upp við og þetta er takturinn í fjöl- skyldunni – að fara út og gera eitt- hvað saman í náttúrunni.“ Eftir að hafa æft sund og frjáls- ar sem barn hélt Björg áfram að hlaupa á fullorðinsárum. „Ég hef hlaupið maraþon og Laugaveg- inn. Og eins og allir góðir brjál- æðingar datt ég og brotnaði illa á hnénu í síðasta marþonhlaupinu sem ég tók þátt í. Það kallaði á að ég varð að finna mér annað sport. Ég byrjaði að róa á kajak og stund- aði það í nokkur ár og á endanum vorum við nokkur sem stofnuðum róðrarklúbb í Skerjafirði. Við höfð- um samt sem áður þessa þörf til að fá eitthvað meira út úr róðrar- Hugarró á hafinu Hún er að öllum líkindum ekki þessi dæmigerða næstum því fimmtuga húsmóðir í Vesturbænum þegar hún arkar út eldsnemma á morgnana í öllum veðrum. Stírurnar í augunum, í fullum herklæðum með brimskíði á herðunum. Úti á hafinu finnur Björg Kjartansdóttir hugarró í fuglalífinu og sjávarniðinum þar sem hún tekst á við öldurnar sem oft geta verið óblíðar viðureignar. Áskoranirnar sem hún sigrast á úti á sjó hjálpa henni að takast á við lífið í heild sinni. Sólveig Jónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is mennskunni og komast í tæri við meðfærilegri og auðveldari báta. Það fór þannig að við enduðum á því að kaupa okkur brimskíði, eða „surfski“, og kolféllum fyrir þeim. Þessir bátar koma upprunalega frá Ástralíu og eru notaðir til að ná í fólk sem lendir í vandræðum í brimrótinu. Brimskíði eru léttari, opnir og töluvert lengri og með- færilegri en hefðbundnir kajakar. Ég fann það strax að þarna var komið eitthvað sem hentaði mér fullkomlega.“ Eigum ekki að óttast hafið Björg lét ekki þar við sitja og fyr- ir ári síðan hafði hún samband við fyrirtækið Epic kayaks og fékk um- boðið fyrir brimskíði þeirra á Ís- landi í félagi við Gunnar Svanberg Skúlason, brimskíðakappa og ljós- myndara. „Við fluttum inn heilan gám síðasta vor og það hefur geng- ið býsna vel hjá okkur. Þetta er mjög ört vaxandi sjósport í heim- inum og salan á brimskíðum hefur verið hvað mest í Norður-Kanada þar sem hitastig sjávarins er á pari við það sem gerist hér á landi. Þetta er nýtt í róðrarmenningunni á Ís- landi. Mér er líka bara svo umhug- að um að breiða út boðskapinn og fá fólk til að njóta betur þessarar útivistarparadísar sem sjórinn í kringum landið er. Ég held að það sé búið að hræða okkur Íslendinga of mikið á sjónum. Ég hef skilning á því og veit að við eigum að bera virðingu fyrir hafinu og vera með- vituð um þær hættur sem þar geta verið. Við þurfum að vita hvað við erum að gera en við eigum heldur ekki að óttast það eins mikið eins og við gerum. Ég hugsa svo oft um það þegar ég kem í borgir erlend- is þar sem róðrarklúbbar og fleira sport er tengt hafinu og það er ekkert endilega í borgum sem eru heitari en hér á landi. Mig langar til að opna meira aðgengi að haf- inu og öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Draumurinn minn er að Nauthólsvík verði eins konar miðstöð fyrir slíkt. Að vera með bátaleigu, miðstöð fyrir göngu- hópa, skokkara og hlaupara. Lít- inn veitingastað sem býður upp á heilsusamlegan og fjölskylduvæn- an mat. Dagskrá fyrir börn þar sem þau læra um fuglalífið í kring og líf- ið í fjörunni og sjónum. Ég hef oft og mörgum sinnum viðrað þessa hugmynd við borgaryfirvöld en engin viðbrögð fengið. Það virðist allt stranda á því hvar þessi blessaði flugvöllur eigi að vera og hvar ekki. Á meðan höldum við áfram að búa í borginni okkar og langar til að gera hana enn betri með möguleikum eins og þessum. En ekkert gerist. Að komast út hinum megin Björg er nýkomin frá Spáni þar sem hún sat námskeið, kynntist fleira brimskíðafólki á vegum Epic kayaks og tókst á við hafstrauma og öldur þar sem Atlantshafið og Mið- jarðarhafið tókust á. „Ég heyrði svo góða setningu þarna úti. Hún var um að lífið er í rauninni eins og hafið. Það fer upp og niður. Stundum þarftu að takast á við háar og miklar öldur en þess á milli er sjórinn lygn og stilltur. Gleðin sem fæst við það að ná réttu öldunni er samofin því að bera virðingu fyrir því hvað þær geta verið hættulegar, miskunnar- lausar og kastað þér til.“ Námskeiðið var haldið á Tarifa, syðsta odda Evrópu þar sem aðeins um 14 kílómetrar eru frá Spáni yfir á strönd Afríku. Þar komst Björg í kast við aðstæður sem hún hafði ekki lent í áður. „Í þessu þrönga sundi þarf allur hafmassinn að fara inn og út aftur. Atlantshafið kemur inn og þrýstir öllum sjónum inn í Miðjarðarhafið og svo aftur út. Það er allt á fleyg- iferð og straumurinn og lætin í vindinum og hafinu eru hreint út sagt svakaleg. Ég var að róa þarna með fólki sem eru margfaldir Ólympíu- og heimsmeistarar í róðri og þrátt fyrir að vera Íslands- og Reykjavíkurmeistari í róðri kvenna var ég lang reynsluminnst í þess- um hópi. Fyrir mig var ómetanlegt að fá leiðbeiningar og ráðleggingar frá þeim og ég lærði mikið á þess- um tíma, meðal annars hvernig á að takast á við þessar stórkostlegu öldur og sigrast á óttanum sem þær geta stundum vakið. Öldurn- ar geta brotnað svo svakalega og eina ráðið til að komast í gegn er að stinga sér í gegnum þær á bátnum. Ég viðurkenni það að fyrst var ég mjög hrædd að fara út í þetta enda hafði ég aldrei áður kynnst svona ölduróti sem kom bæði frá úthafinu og Afríku. Ég kútveltist þarna um mörgum sinnum, missti bátinn og týndi sólgleraugunum en kraftur- inn sem maður fær við það að kom- ast á endanum út hinum megin er ólýsanlegur. Að hafa látið vaða og ekki hætt við.“ „Ég man líka eftir einu atviki þar sem ég varð mjög skelkuð þegar ég lenti í miðri þvögu af úthafsselum. Þeir eru svo hrikalega stórir og sjórinn varð bara svartur, þeir voru svo margir.“ Myndir | Gunnar Svanberg Skúlason „Ég viðurkenni það að fyrst var ég mjög hrædd að fara út í þetta enda hafði ég aldrei áður kynnst svona ölduróti sem kom bæði frá úthafinu og Afríku.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.